Fótbolti

Mark með síðustu spyrnu leiksins galopnaði fallbaráttuna

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Selfyssingar unnu gríðarlega mikilvægan sigur í kvöld.
Selfyssingar unnu gríðarlega mikilvægan sigur í kvöld. TWITTER@SELFOSSFOTBOLTI

Selfoss vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur er liðið tók á móti Gróttu í fallbaráttuslag Lengjudeildarinnar fyrr í kvöld.

Veðrið setti strik í reikninginn á Selfossi í kvöld, eins og víðar á suðvestur horni landsins, og bar leikurinn þess merki.

Lengst af leit út fyrir að liðin myndu skipta stigunum á milli sín, en Adrian Sanchez sá til þess að Selfyssingar tóku stigin þrjú er hann kom boltanum í netið á sjöundu mínútu uppbótartíma síðari hálfleiks. Það reyndist seinasta snerting leiksins og niðurstaðan varð því 1-0 sigur Selfoss.

Þrátt fyrir sigurinn sitja Selfyssingar enn í fallsæti, en nú er það aðeins markatalan sem heldur liðinu frá öruggu sæti. Þróttur, Grótta og Njarðvík eru einnig með 23 stig, en Njarðvíkingar eiga þó leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×