Enski boltinn

Nýjustu tíðindi gætu haft slæm á­hrif á skipti Gra­ven­berch til Liver­pool

Aron Guðmundsson skrifar
Gravenberch í leik með Bayern.
Gravenberch í leik með Bayern. EPA-EFE/FOCKE STRANGMANN

Upp hafa komið vanda­mál varðandi mögu­leg fé­lags­skipti portúgalska miðju­mannsins Joao Pal­hinha frá Ful­ham til Bayern Munchen, vanda­mál sem geta haft á­hrif til hins verra fyrir Liver­pool sem er að reyna ganga frá fé­lags­skiptum Ryan Gra­ven­berch frá Bayern Munchen.

Ítalski félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir nú frá því að félagsskipti Palinha frá Fulham til Bayern Munchen séu nú í uppnámi. 

Portúgalinn var búinn í læknisskoðun hjá Bayern Munchen, búið var að mynda hann í treyju Þýskalandsmeistaranna en nú virðast hafa komið upp vandkvæði sem valda því að ekki sé útséð með að skiptin gangi í gegn. 

Félagsskiptaglugginn í Þýskjalandi lokaði klukkan fjögur í dag en þessar vendingar gætu orðið til þess að Bayern Munchen leyfi Ryan Gravenbech, miðjumanni sínum að ganga til liðs við Liverpool.

Félögin höfðu átt í viðræðum en forráðamenn Bayern eru þó ekki hrifnir af því að selja Gravenberch nema vera búnir að tryggja sér annan leikmann í staðinn.

Gravenberch er enn aðeins 21 árs gamall. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Ajax í september 2018, þá aðeins 16 ára og 130 daga gamall sem gerði hann að yngsta leikmanni liðsins til að spila deildarleik frá upphafi.

Hann lék 25 deildarleiki fyrir Bayern á síðasta tímabili og á einnig að baki 11 leiki fyrir hollenska landsliðið.1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×