Veltir fyrir sér hvort Southgate sé of trúr sínum uppáhalds mönnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2023 13:31 Gareth Southgate huggar Harry Maguire. Simon Bruty/Getty Images Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, tilkynnti á fimmtudag hópinn sem mætir Úkraínu og Skotlandi síðar í þessum mánuði. Southgate er trúr sínum mönnum og velur leikmenn sem hafa lítið sem ekkert spilað sem og einn sem spilar nú í Sádi-Arabíu. Southgate er vanafastur með eindæmum og hefur síðan hann varð landsliðseinvaldur valið menn þó svo að þeir hafi lítið sem ekkert getað með félagsliðum eða hafi einfaldlega setið sem fastast á bekknum þar. Phil McNulty, íþróttablaðamaður á BBC, veltir fyrir sér hvort Southgate sé einfaldlega of trúr sínum mönnum og hvort það gæti bitið hann í rassinn þegar fram líða stundir. Hóp Southgate í heild sinni má sjá neðst í fréttinni. Harry Maguire er varamaður hjá Man United.Tim Clayton/Getty Images Hann telur það nokkuð skrítið að Harry Maguire, miðvörður Manchester United, sé í hópnum sem og Jordan Henderson, leikmaður Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu. McNulty telur einnig nokkuð áhugavert að Eddie Nketiah, framherji Arsenal, sé meðal þeirra sem er valinn en Nketiah er langt því frá fyrsti kostur á blað hjá Mikel Arteta. Sömu sögu er að segja um Kalvin Phillips sem hefur varla spilað fyrir Manchester City síðan hann gekk í raðir félagsins. Jordan Henderson er farinn frá Liverpool til Sádi-Arabíu.Vísir/Getty McNulty bendir á að gæðin í Sádi-Arabíu séu engan veginn sambærileg við ensku úrvalsdeildina og veltir fyrir sér hvernig undirbúningur það sé fyrir Henderson að spila þar þegar honum er svo ætlað að spila á miðri miðju Englands í mikilvægum landsleikjum. Southgate hefur áður kvartað yfir skorti á miðjumönnum og hefur til að mynda spilað Trent Alexander-Arnold þar en Liverpool-maðurinn er þó byrjaður að færa sig inn á miðjuna úr bakverði með félagsliði sínu. Það er því líklegt að hann fái fleiri mínútur á miðjunni hjá Englandi en áður. Að Raheem Sterling eigi ekki upp á pallborðið hjá Southgate kemur McNulty verulega á óvart. Hann hafi sýnt allar sínar bestu hliðar þegar Chelsea lagði Luton Town 3-0 nýverið og sé farinn að minna á leikmanninn sem hrellti varnarmenn ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann lék með Manchester City. Að endingu segist McNulty spenntur að sjá hvernig Levi Colwill, varnarmaður Chelsea, stendur sig en sá er talinn eitt mesta efni Englands. Að sama skapi er hann spenntur að sjá hvernig Nketiah stendur sig og hvort hann fái tækifæri. England mætir Úkraínu í Póllandi þann 9. september næstkomandi og Skotlandi í vináttuleik til að heiðra 150 ára afmæli skoska knattspyrnusambandsins þremur dögum síðar. England og Skotland mættust í því sem var fyrsti landsleikur beggja þjóða árið 1872. Markverðir Sam Johnstone (Crystal Palace) Jordan Pickford (Everton) Aaron Ramsdale (Arsenal) Varnarmenn Ben Chilwell (Chelsea) Levi Colwill (Chelsea) Lewis Dunk (Brighton & Hove Albion) Marc Guehi (Crystal Palace) Harry Maguire (Manchester United) Fikayo Tomori (AC Milan) Kieran Trippier (Newcastle United) Kyle Walker (Manchester City). Miðjumenn Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Jude Bellingham (Real Madríd) Conor Gallagher (Chelsea) Jordan Henderson (Al-Ettifaq) Kalvin Phillips (Man City) Declan Rice (Arsenal) Framherjar Eberechi Eze (Crystal Palace) Phil Foden (Man City) Jack Grealish (Man City) Harry Kane (Bayern München) James Maddison (Tottenham Hotspur) Marcus Rashford (Man United) Eddie Nketiah (Arsenal) Bukayo Saka (Arsenal) Callum Wilson (Newcastle) Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Sjá meira
Southgate er vanafastur með eindæmum og hefur síðan hann varð landsliðseinvaldur valið menn þó svo að þeir hafi lítið sem ekkert getað með félagsliðum eða hafi einfaldlega setið sem fastast á bekknum þar. Phil McNulty, íþróttablaðamaður á BBC, veltir fyrir sér hvort Southgate sé einfaldlega of trúr sínum mönnum og hvort það gæti bitið hann í rassinn þegar fram líða stundir. Hóp Southgate í heild sinni má sjá neðst í fréttinni. Harry Maguire er varamaður hjá Man United.Tim Clayton/Getty Images Hann telur það nokkuð skrítið að Harry Maguire, miðvörður Manchester United, sé í hópnum sem og Jordan Henderson, leikmaður Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu. McNulty telur einnig nokkuð áhugavert að Eddie Nketiah, framherji Arsenal, sé meðal þeirra sem er valinn en Nketiah er langt því frá fyrsti kostur á blað hjá Mikel Arteta. Sömu sögu er að segja um Kalvin Phillips sem hefur varla spilað fyrir Manchester City síðan hann gekk í raðir félagsins. Jordan Henderson er farinn frá Liverpool til Sádi-Arabíu.Vísir/Getty McNulty bendir á að gæðin í Sádi-Arabíu séu engan veginn sambærileg við ensku úrvalsdeildina og veltir fyrir sér hvernig undirbúningur það sé fyrir Henderson að spila þar þegar honum er svo ætlað að spila á miðri miðju Englands í mikilvægum landsleikjum. Southgate hefur áður kvartað yfir skorti á miðjumönnum og hefur til að mynda spilað Trent Alexander-Arnold þar en Liverpool-maðurinn er þó byrjaður að færa sig inn á miðjuna úr bakverði með félagsliði sínu. Það er því líklegt að hann fái fleiri mínútur á miðjunni hjá Englandi en áður. Að Raheem Sterling eigi ekki upp á pallborðið hjá Southgate kemur McNulty verulega á óvart. Hann hafi sýnt allar sínar bestu hliðar þegar Chelsea lagði Luton Town 3-0 nýverið og sé farinn að minna á leikmanninn sem hrellti varnarmenn ensku úrvalsdeildarinnar þegar hann lék með Manchester City. Að endingu segist McNulty spenntur að sjá hvernig Levi Colwill, varnarmaður Chelsea, stendur sig en sá er talinn eitt mesta efni Englands. Að sama skapi er hann spenntur að sjá hvernig Nketiah stendur sig og hvort hann fái tækifæri. England mætir Úkraínu í Póllandi þann 9. september næstkomandi og Skotlandi í vináttuleik til að heiðra 150 ára afmæli skoska knattspyrnusambandsins þremur dögum síðar. England og Skotland mættust í því sem var fyrsti landsleikur beggja þjóða árið 1872. Markverðir Sam Johnstone (Crystal Palace) Jordan Pickford (Everton) Aaron Ramsdale (Arsenal) Varnarmenn Ben Chilwell (Chelsea) Levi Colwill (Chelsea) Lewis Dunk (Brighton & Hove Albion) Marc Guehi (Crystal Palace) Harry Maguire (Manchester United) Fikayo Tomori (AC Milan) Kieran Trippier (Newcastle United) Kyle Walker (Manchester City). Miðjumenn Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Jude Bellingham (Real Madríd) Conor Gallagher (Chelsea) Jordan Henderson (Al-Ettifaq) Kalvin Phillips (Man City) Declan Rice (Arsenal) Framherjar Eberechi Eze (Crystal Palace) Phil Foden (Man City) Jack Grealish (Man City) Harry Kane (Bayern München) James Maddison (Tottenham Hotspur) Marcus Rashford (Man United) Eddie Nketiah (Arsenal) Bukayo Saka (Arsenal) Callum Wilson (Newcastle)
Markverðir Sam Johnstone (Crystal Palace) Jordan Pickford (Everton) Aaron Ramsdale (Arsenal) Varnarmenn Ben Chilwell (Chelsea) Levi Colwill (Chelsea) Lewis Dunk (Brighton & Hove Albion) Marc Guehi (Crystal Palace) Harry Maguire (Manchester United) Fikayo Tomori (AC Milan) Kieran Trippier (Newcastle United) Kyle Walker (Manchester City). Miðjumenn Trent Alexander-Arnold (Liverpool) Jude Bellingham (Real Madríd) Conor Gallagher (Chelsea) Jordan Henderson (Al-Ettifaq) Kalvin Phillips (Man City) Declan Rice (Arsenal) Framherjar Eberechi Eze (Crystal Palace) Phil Foden (Man City) Jack Grealish (Man City) Harry Kane (Bayern München) James Maddison (Tottenham Hotspur) Marcus Rashford (Man United) Eddie Nketiah (Arsenal) Bukayo Saka (Arsenal) Callum Wilson (Newcastle)
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Sjá meira