Valgeir Lunddal í Evrópudeildina á meðan Hákon Arnar fer í Sambandsdeildina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2023 21:31 Hákon Arnar Haraldsson í leik með Lille. Vísir/Getty Í kvöld kom í ljós hvaða lið komust í riðlakeppni Evrópu- og Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu. Fyrr í kvöld tryggði Breiðablik sér sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar en nú er öllum leikjum kvöldsins lokið. Valgeir Lunddal Friðriksson var í byrjunarliði Svíþjóðarmeistara Häcken þegar liðið lagði Aberdeen 3-1 í Skotlandi. Undir var sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli og Häcken vann því einvígið 5-3. Valgeir Lunddal var tekinn af velli á 62. mínútu en hann fékk gult spjald þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum. @europaleague #bkhäcken pic.twitter.com/0qpOJDHir4— BK Häcken (@bkhackenofcl) August 31, 2023 Hákon Arnar Haraldsson hóf leik á varamannabekk Lille þegar franska félagið sótti Rijeka heim í Króatíu. Hann kom inn af bekknum á 87. mínútu en þá var staðan 1-0 Rijeka í vil og staðan jöfn 1-1 í einvíginu. Staðan var 1-0 að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Þar skoraði Jonathan David og tryggði Lille sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. David hafði skorað í venjulegum leiktíma en það mark var dæmt af vegna rangstöðu. Full-time. After a hard fought battle against @NKRijeka we've qualified for the @europacnfleague! We'll be back tomorrow with the draw! 1-1 | #HNKRLOSC pic.twitter.com/PhBQlBHXzW— LOSC (@LOSC_EN) August 31, 2023 Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði Midtjylland sem sótti Legia frá Póllandi heim. Fyrri leik liðanna lauk með 3-3 jafntefli og því þurftu Sverrir Ingi og félagar á sigri að halda til að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Leik kvöldsins lauk með 1-1 jafntefli og því þurfti að framlengja. Sverrir Ingi var tekinn af velli í upphafi framlengingar. Þar sem hvorugu liðinu tókst að skora þurfti að útkljá einvígið í vítaspyrnukeppni. Þar hafði Legia betur og er því komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Alfons Sampsted lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar þegar Twente tapaði 0-1 á heimavelli fyrir Fenerbahçe í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Gestirnir frá Tyrklandi unnu fyrri leik liðanna 5-1 og því einvígið svo gott sem búið þegar flautað var til leiks í kvöld. KÍ Klaksvík fer í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir tap gegn Sheriff Tiraspol í kvöld. Lokatölur leiksins 2-1 Sheriff í vil sem þýðir að Sheriff vann einvígið 3-2 og fer í Evrópudeildina. Luc Kassi skoraði mark Klaksvíkur eftir stoðsendingu frá Árna Fredriksberg. It's been a fun (and long) run... and we're not done! https://t.co/Q9zq2MWIHO— KÍ (@KI_Klaksvik) August 31, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Valgeir Lunddal Friðriksson var í byrjunarliði Svíþjóðarmeistara Häcken þegar liðið lagði Aberdeen 3-1 í Skotlandi. Undir var sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 2-2 jafntefli og Häcken vann því einvígið 5-3. Valgeir Lunddal var tekinn af velli á 62. mínútu en hann fékk gult spjald þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum. @europaleague #bkhäcken pic.twitter.com/0qpOJDHir4— BK Häcken (@bkhackenofcl) August 31, 2023 Hákon Arnar Haraldsson hóf leik á varamannabekk Lille þegar franska félagið sótti Rijeka heim í Króatíu. Hann kom inn af bekknum á 87. mínútu en þá var staðan 1-0 Rijeka í vil og staðan jöfn 1-1 í einvíginu. Staðan var 1-0 að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Þar skoraði Jonathan David og tryggði Lille sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. David hafði skorað í venjulegum leiktíma en það mark var dæmt af vegna rangstöðu. Full-time. After a hard fought battle against @NKRijeka we've qualified for the @europacnfleague! We'll be back tomorrow with the draw! 1-1 | #HNKRLOSC pic.twitter.com/PhBQlBHXzW— LOSC (@LOSC_EN) August 31, 2023 Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði Midtjylland sem sótti Legia frá Póllandi heim. Fyrri leik liðanna lauk með 3-3 jafntefli og því þurftu Sverrir Ingi og félagar á sigri að halda til að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Leik kvöldsins lauk með 1-1 jafntefli og því þurfti að framlengja. Sverrir Ingi var tekinn af velli í upphafi framlengingar. Þar sem hvorugu liðinu tókst að skora þurfti að útkljá einvígið í vítaspyrnukeppni. Þar hafði Legia betur og er því komið í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Alfons Sampsted lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar þegar Twente tapaði 0-1 á heimavelli fyrir Fenerbahçe í umspili um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Gestirnir frá Tyrklandi unnu fyrri leik liðanna 5-1 og því einvígið svo gott sem búið þegar flautað var til leiks í kvöld. KÍ Klaksvík fer í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir tap gegn Sheriff Tiraspol í kvöld. Lokatölur leiksins 2-1 Sheriff í vil sem þýðir að Sheriff vann einvígið 3-2 og fer í Evrópudeildina. Luc Kassi skoraði mark Klaksvíkur eftir stoðsendingu frá Árna Fredriksberg. It's been a fun (and long) run... and we're not done! https://t.co/Q9zq2MWIHO— KÍ (@KI_Klaksvik) August 31, 2023 Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira