Ætla að keyra yfir Struga: „Ekki þekktir fyrir að reyna að halda einhverju jafntefli“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. ágúst 2023 14:01 Damir Muminovic og félagar í Breiðabliki ætla sér í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Hulda Margrét Breiðablik tekur á móti FK Struga frá Norður-Makedóníu í seinni leik liðanna í úrslitarimmu um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu í dag. Blikar fara með eins marks forskot inn í leikinn og má segja að um mikilvægasta leik liðsins frá upphafi sé að ræða. Breiðablik vann 1-0 sigur á útivelli gegn Struga fyrir viku síðan og liðið er því í góðri stöðu fyrir leikinn á Kópavogsvelli í dag. Blikum dugar því jafntefli til að koma sér í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þrátt fyrir mikilvægi leiksins virðist Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, nokkuð rólegur í aðdragandanum. „Mér líður bara virkilega vel. Þetta er sennilega stærsti leikur sem ég hef spilað á mínum ferli og ég held að það séu allir bara spenntir og hlakka mikið til,“ sagði Damir í samtali við Stefán Árna Pálsson í gær. Hann segir að undirbúningurinn fyrir leikinn hafi ekki verið öðruvísi en fyrir aðra leiki, enda sé mikilvægt að halda rútínuni. „Ég er bara búinn að vera í golfi undanfarið og undirbúningurinn hefur verið eins og fyrir hvern annan leik.“ „Persónulega finnst mér það mikilvægt að undirbúa mig bara eins og ég sé að fara að spila hvern annan leik í Bestu-deildinni.“ Ætla ekki að reyna að hanga á jafnteflinu Þrátt fyrir að jafntefli dugi Blikum til að komast í riðlakeppnina segir Damir að planið sé frekar að reyna að sækja til sigurs. „Ég held að við séum ekki þekktir fyrir það að reyna að halda einhverju jafntefli. Ég held að við förum bara all-in og reynum að keyra yfir þá. Eins og við gerum sennilega við flestalla sem koma hingað.“ Þá segir Damir einnig að Blikar hafi í raun lítið lært um andstæðingana af fyrri leiknum þar sem veðrið hafi sett mikið strik í reikninginn. „Þetta var sennilega einhver skrýtnasti leikur sem ég hef spilað. Það voru þrumur og eldingar og brjálaður vindur. Þannig það er kannski lítið hægt að taka út úr þeim leik. Við vorum góðir varnarlega, allt liðið. En þetta var bara barningur.“ Klippa: Damir um leik Breiðabliks og Struga „Persónulega alveg sama hvað er mikill peningur undir“ Eins og gefur að skilja hafa margir velt fyrir sér þeim peningum sem eru í spilinu ef Breiðablik tryggir sér sæti í riðlakeppninni. Um hálfur milljarður króna er í boði fyrir félagið en Damir segist lítið vera að velta einhverjum bónusum fyrir sér. „Nei, það er ekki það sem við erum að hugsa um. Við viljum bara vinna leikinn og komast í riðlakeppnina. Mér er persónulega alveg sama hvað er mikill peningur undir. Það eina sem ég er að hugsa um er að vinna leikinn.“ „Mér finnst skrýtið að það sé verið að tala meira um peninga en leikinn sjálfan. Þetta kemur allavega ekki frá okkur,“ sagði Damir að lokum. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Sjá meira
Breiðablik vann 1-0 sigur á útivelli gegn Struga fyrir viku síðan og liðið er því í góðri stöðu fyrir leikinn á Kópavogsvelli í dag. Blikum dugar því jafntefli til að koma sér í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þrátt fyrir mikilvægi leiksins virðist Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, nokkuð rólegur í aðdragandanum. „Mér líður bara virkilega vel. Þetta er sennilega stærsti leikur sem ég hef spilað á mínum ferli og ég held að það séu allir bara spenntir og hlakka mikið til,“ sagði Damir í samtali við Stefán Árna Pálsson í gær. Hann segir að undirbúningurinn fyrir leikinn hafi ekki verið öðruvísi en fyrir aðra leiki, enda sé mikilvægt að halda rútínuni. „Ég er bara búinn að vera í golfi undanfarið og undirbúningurinn hefur verið eins og fyrir hvern annan leik.“ „Persónulega finnst mér það mikilvægt að undirbúa mig bara eins og ég sé að fara að spila hvern annan leik í Bestu-deildinni.“ Ætla ekki að reyna að hanga á jafnteflinu Þrátt fyrir að jafntefli dugi Blikum til að komast í riðlakeppnina segir Damir að planið sé frekar að reyna að sækja til sigurs. „Ég held að við séum ekki þekktir fyrir það að reyna að halda einhverju jafntefli. Ég held að við förum bara all-in og reynum að keyra yfir þá. Eins og við gerum sennilega við flestalla sem koma hingað.“ Þá segir Damir einnig að Blikar hafi í raun lítið lært um andstæðingana af fyrri leiknum þar sem veðrið hafi sett mikið strik í reikninginn. „Þetta var sennilega einhver skrýtnasti leikur sem ég hef spilað. Það voru þrumur og eldingar og brjálaður vindur. Þannig það er kannski lítið hægt að taka út úr þeim leik. Við vorum góðir varnarlega, allt liðið. En þetta var bara barningur.“ Klippa: Damir um leik Breiðabliks og Struga „Persónulega alveg sama hvað er mikill peningur undir“ Eins og gefur að skilja hafa margir velt fyrir sér þeim peningum sem eru í spilinu ef Breiðablik tryggir sér sæti í riðlakeppninni. Um hálfur milljarður króna er í boði fyrir félagið en Damir segist lítið vera að velta einhverjum bónusum fyrir sér. „Nei, það er ekki það sem við erum að hugsa um. Við viljum bara vinna leikinn og komast í riðlakeppnina. Mér er persónulega alveg sama hvað er mikill peningur undir. Það eina sem ég er að hugsa um er að vinna leikinn.“ „Mér finnst skrýtið að það sé verið að tala meira um peninga en leikinn sjálfan. Þetta kemur allavega ekki frá okkur,“ sagði Damir að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Sjá meira