Fótbolti

Fyrr­verandi varnar­maður Barcelona og Stoke orðinn læri­sveinn Freys

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Muniesa í leik með Girona.
Muniesa í leik með Girona. vísir/getty

Marc Muniesa, fyrrverandi leikmaður Barcelona á Spáni og Stoke City á Englandi, er orðinn leikmaður Íslendingaliðs Lyngby í Danmörku.

Lyngby er stórhuga eftir að hafa rétt haldið sér uppi í efstu deild á síðustu leiktíð og er í þann mund að semja við Gylfa Þór Sigurðsson. Nú hefur liðið hins vegar tilkynnt komu hins 31 árs gamla Muniesa.

Um er að ræða varnarmann sem ólst upp hjá Barcelona en þaðan þá leiðin til Stoke City á Englandi áður en hann hélt til Girona á Spáni og svo Al-Arabi í Katar árið 2019. Þar hefur hann verið undanfarin ár en er nú mættur til Lyngby á tveggja ára samning. Er Muniesa ætlað að fylla skarð Lucas Hey sem var nýverið seldur til Nordsjælland.

Muniesa er fjórði leikmaðurinn sem Lyngby fær til liðs við sig í sumar en Andri Lucas Guðjohnsen kom á láni frá Norrköping, Jonathan Amon kom á frjálsri sölu og Magnus Jensen kom frá AC Horsens.

Lyngby er með 7 stig að loknum 6 leikjum í dönsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×