Pútín og Kim sagðir skiptast á bréfum Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2023 16:24 Vladimír Pútín og Kim Jong Un. Pútín er talinn sækjast eftir sprengjukúlur og önnur hergögn frá Norður-Kóreu. AP Yfirvöld í Bandaríkjunum segja Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa skipst á bréfum. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, sagði frá því í dag að Bandaríkjamenn hefðu komist á snoðir um þessar bréfasendingar og eru þær sagðar byggja á fyrri samskiptum milli ríkjanna. Kirby sagði Rússa leita að frekari skotfærum fyrir stórskotalið og öðrum aðföngum fyrir hergagnaframleiðslu í Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. Sergei Shoigu, varnarmálráðherra Rússlands, ferðaðist nýverið til Norður-Kóreu og var það í fyrsta sinn sem tekið var opinberlega á móti erlendum gesti þar í nokkur ár. Kirby sagði einnig, samkvæmt AP fréttaveitunni, að viðræðurnar væru ekki langt á veg komnar en þeim miðaði þó áfram. Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, hafa um nokkuð skeið haldið því fram að Rússar reiði sig mjög á skotfæri frá Norður-Kóreu og Íran, en bæði ríkin eru mjög einangruð á alþjóðasviðinu vegna mannréttindabrota og þróun þeirra á kjarnorku og í tilfelli Norður-Kóreu, kjarnorkuvopnum. Bandaríkjamenn sögðu frá því í fyrra að málaliðahópurinn Wagner Group hefði tekið móti sendinum af skotfærum frá Norður-Kóreu og var því svo haldið fram í mars að Rússar væru að leitast eftir frekari skotfærum og þá í skiptum fyrir matvæli og aðrar vöru. Stórskotalið hefur skipt sköpum í stríðinu í Úkraínu fyrir bæði Rússa og Úkraínumenn. Báðar fylkingar hafa á köflum skort skotfæri fyrir stórskotalið enda hefur þúsundum sprengikúla verið skotið á dag í átökunum. Hergagnaiðnaðurinn í Rússlandi er á yfirsnúningi og er einnig verið að auka framleiðslu í Bandaríkjunum og í Evrópu. Bakhjarlar Úkraínu hafa leitað víða um heim að skotfærum fyrir Úkraínumenn og hafa til að mynda keypt töluvert magn frá Suður-Kóreu. Þá hafa Bandaríkjamenn sent klasasprengjur til Úkraínu en gífurlegt magn þeirra má finna í vopnabúrum vestanhafs. Rússland Norður-Kórea Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Harðir bardagar í suðri Úkraínskir hermenn hafa náð tiltölulega miklum árangri í Sapórisjíahéraði í suðurhluta Úkraínu á undanförnum dögum og vikum. Svo virðist sem aukinn hraði hafi færst í framsókn Úkraínumanna nærri bænum Robotyne en Rússar hafa sent sínar bestu hersveitir á svæðið til að stöðva sóknina. 30. ágúst 2023 10:56 Umfangsmiklar árásir í nótt á báða bóga Úkraínumenn gerðu í nótt víðtækar drónaárásir á svæði í Rússlandi. Í einni árásinni voru tvær flutningavélar sprengdar í loft upp á Pskov flugvellinum er í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá víglínunni í Úkraínu. 30. ágúst 2023 07:24 Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út. 28. ágúst 2023 11:19 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Kirby sagði Rússa leita að frekari skotfærum fyrir stórskotalið og öðrum aðföngum fyrir hergagnaframleiðslu í Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. Sergei Shoigu, varnarmálráðherra Rússlands, ferðaðist nýverið til Norður-Kóreu og var það í fyrsta sinn sem tekið var opinberlega á móti erlendum gesti þar í nokkur ár. Kirby sagði einnig, samkvæmt AP fréttaveitunni, að viðræðurnar væru ekki langt á veg komnar en þeim miðaði þó áfram. Meðlimir ríkisstjórnar Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, hafa um nokkuð skeið haldið því fram að Rússar reiði sig mjög á skotfæri frá Norður-Kóreu og Íran, en bæði ríkin eru mjög einangruð á alþjóðasviðinu vegna mannréttindabrota og þróun þeirra á kjarnorku og í tilfelli Norður-Kóreu, kjarnorkuvopnum. Bandaríkjamenn sögðu frá því í fyrra að málaliðahópurinn Wagner Group hefði tekið móti sendinum af skotfærum frá Norður-Kóreu og var því svo haldið fram í mars að Rússar væru að leitast eftir frekari skotfærum og þá í skiptum fyrir matvæli og aðrar vöru. Stórskotalið hefur skipt sköpum í stríðinu í Úkraínu fyrir bæði Rússa og Úkraínumenn. Báðar fylkingar hafa á köflum skort skotfæri fyrir stórskotalið enda hefur þúsundum sprengikúla verið skotið á dag í átökunum. Hergagnaiðnaðurinn í Rússlandi er á yfirsnúningi og er einnig verið að auka framleiðslu í Bandaríkjunum og í Evrópu. Bakhjarlar Úkraínu hafa leitað víða um heim að skotfærum fyrir Úkraínumenn og hafa til að mynda keypt töluvert magn frá Suður-Kóreu. Þá hafa Bandaríkjamenn sent klasasprengjur til Úkraínu en gífurlegt magn þeirra má finna í vopnabúrum vestanhafs.
Rússland Norður-Kórea Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Harðir bardagar í suðri Úkraínskir hermenn hafa náð tiltölulega miklum árangri í Sapórisjíahéraði í suðurhluta Úkraínu á undanförnum dögum og vikum. Svo virðist sem aukinn hraði hafi færst í framsókn Úkraínumanna nærri bænum Robotyne en Rússar hafa sent sínar bestu hersveitir á svæðið til að stöðva sóknina. 30. ágúst 2023 10:56 Umfangsmiklar árásir í nótt á báða bóga Úkraínumenn gerðu í nótt víðtækar drónaárásir á svæði í Rússlandi. Í einni árásinni voru tvær flutningavélar sprengdar í loft upp á Pskov flugvellinum er í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá víglínunni í Úkraínu. 30. ágúst 2023 07:24 Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út. 28. ágúst 2023 11:19 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Harðir bardagar í suðri Úkraínskir hermenn hafa náð tiltölulega miklum árangri í Sapórisjíahéraði í suðurhluta Úkraínu á undanförnum dögum og vikum. Svo virðist sem aukinn hraði hafi færst í framsókn Úkraínumanna nærri bænum Robotyne en Rússar hafa sent sínar bestu hersveitir á svæðið til að stöðva sóknina. 30. ágúst 2023 10:56
Umfangsmiklar árásir í nótt á báða bóga Úkraínumenn gerðu í nótt víðtækar drónaárásir á svæði í Rússlandi. Í einni árásinni voru tvær flutningavélar sprengdar í loft upp á Pskov flugvellinum er í mörg hundruð kílómetra fjarlægð frá víglínunni í Úkraínu. 30. ágúst 2023 07:24
Síðustu dagar Prígósjíns: Kepptist við að halda veldi sínu saman Rússneski auðjöfurinn Jevgení Prígósjín, sem stofnaði og fjármagnaði meðal annars málaliðahópinn Wagner Group, varði sínum síðustu dögum á flakki um heiminn og reyndi að halda lífi í viðskiptaveldi sínu í Afríku og Mið-Austurlöndum. Varnarmálaráðuneyti Rússlands beitti hann miklum þrýstingi og var að bola Wagner út. 28. ágúst 2023 11:19