Giuliani ábyrgur fyrir meiðyrðum í garð kosningastarfsmanna Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2023 15:49 Rudy Giuliani ræðir við blaðamenn við fangelsi í Fulton-sýslu í Georgíu þegar hann gaf sig fram þar á dögunum. Fyrir aftan han stendur maður sem heldur á klút sem á er letrað „Trúðabílsvaldarán“. Vísir/EPA Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði að Rudy Giuliani, fyrrverandi persónulegur lögmaður Donalds Trump, hefði gefið meiðyrðamál tveggja kosningastarfsmanna í Georgíu á hendur honum. Starfsmennirnir sættu líflátshótunum eftir að Giuliani og fleiri sökuðu þær ranglega um svik. Giuliani afhenti ekki stefnendunum rafræn gögn sem þeir kröfðust í málinu. Því úrskurðaði dómari að hann hefði fyrirgert rétti sínum til málsvarnar. Hann gæti nú átt yfir höfði sér þunga sekt sem fjallað verður sérstaklega um fyrir dómi í Washington-borg seinna á þessu ári eða snemma á því næsta, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Mæðgurnar Ruby Freeman og Wandrea Moss sökuðu Giuliani um að valda sér tilfinningalegum skaða og mannorðshnekk auk þess að stefna öryggi þeirra í hættu með lygum hans um að þær hefðu átt við atkvæði við talningu eftir forsetakosningarnar árið 2020. Giulani hefur áður viðurkennt að ásakanir hans á hendur mæðgunum hafi verið rangar og að þær hafi skaðað mannorð þeirra. Giuliani er einn nítján sakborninga sem eru nefndir í ákæru umdæmissaksóknara í Georgíu fyrir samsæri um að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna þar ólöglega. Trump, sem er einnig ákærður í því máli, hefur haldið því ranglega fram að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigur í Georgíu. Hluti sakborninganna í málinu eru ákærðir fyrir sinn þátt í að áreita Freeman og Moss. Stjarna Giuliani hefur fallið skarpt undanfarin ár en hann naut nokkuð almennrar aðdáunar sem borgarstjóri New York eftir hryðjuverkaárásirnar þar 11. september árið 2001. Hann er nú sagður í fjárhagskröggum, ekki síst vegna sligandi lögfræðikostnaðar í tengslum við herferð hans og Trump til þess að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna fyrir tæpum þremur árum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Falskir kjörmenn og lygar kjarninn í málinu gegn Trump Listi yfir falska kjörmenn sem Donald Trump og bandamenn hans fengu repúblikana í Georgíu til þess að senda Bandaríkjaþingi og lygar um kosningaúrslitin eru kjarninn í víðfeðmri ákæru á hendur fyrrverandi forsetanum og átján samverkamönnum hans í ríkinu. Nokkrir þeirra eru ákærðir fyrir tilraun til að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. 15. ágúst 2023 13:59 „Eins og að ætla að tæma hafið með skóflu“ Stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta hótuðu kjörstjórnarfulltrúum lífláti vegna ásakana Trumps og stuðningsmanna hans um að kosningasvindl hafi verið framin í forstetakosningunum árið 2020. 21. júní 2022 22:29 Fulltrúi Kanye þrýsti á kosningastarfsmann um að játa á sig kosningasvindl Trevian Kutti, sem starfar fyrir tónlistarmanninn, frumkvöðulinn og forsetaframbjóðandann fyrrverandi, Kanye West, þrýsti á kosningastarfsmenn í Georgíu um að játa kosningasvindl skömmu eftir forsetakosningarnar vestanhafs í fyrra. 10. desember 2021 16:13 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Sjá meira
Giuliani afhenti ekki stefnendunum rafræn gögn sem þeir kröfðust í málinu. Því úrskurðaði dómari að hann hefði fyrirgert rétti sínum til málsvarnar. Hann gæti nú átt yfir höfði sér þunga sekt sem fjallað verður sérstaklega um fyrir dómi í Washington-borg seinna á þessu ári eða snemma á því næsta, að sögn CNN-fréttastöðvarinnar. Mæðgurnar Ruby Freeman og Wandrea Moss sökuðu Giuliani um að valda sér tilfinningalegum skaða og mannorðshnekk auk þess að stefna öryggi þeirra í hættu með lygum hans um að þær hefðu átt við atkvæði við talningu eftir forsetakosningarnar árið 2020. Giulani hefur áður viðurkennt að ásakanir hans á hendur mæðgunum hafi verið rangar og að þær hafi skaðað mannorð þeirra. Giuliani er einn nítján sakborninga sem eru nefndir í ákæru umdæmissaksóknara í Georgíu fyrir samsæri um að reyna að snúa úrslitum forsetakosninganna þar ólöglega. Trump, sem er einnig ákærður í því máli, hefur haldið því ranglega fram að stórfelld kosningasvik hafi kostað hann sigur í Georgíu. Hluti sakborninganna í málinu eru ákærðir fyrir sinn þátt í að áreita Freeman og Moss. Stjarna Giuliani hefur fallið skarpt undanfarin ár en hann naut nokkuð almennrar aðdáunar sem borgarstjóri New York eftir hryðjuverkaárásirnar þar 11. september árið 2001. Hann er nú sagður í fjárhagskröggum, ekki síst vegna sligandi lögfræðikostnaðar í tengslum við herferð hans og Trump til þess að reyna að snúa við úrslitum forsetakosninganna fyrir tæpum þremur árum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Falskir kjörmenn og lygar kjarninn í málinu gegn Trump Listi yfir falska kjörmenn sem Donald Trump og bandamenn hans fengu repúblikana í Georgíu til þess að senda Bandaríkjaþingi og lygar um kosningaúrslitin eru kjarninn í víðfeðmri ákæru á hendur fyrrverandi forsetanum og átján samverkamönnum hans í ríkinu. Nokkrir þeirra eru ákærðir fyrir tilraun til að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. 15. ágúst 2023 13:59 „Eins og að ætla að tæma hafið með skóflu“ Stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta hótuðu kjörstjórnarfulltrúum lífláti vegna ásakana Trumps og stuðningsmanna hans um að kosningasvindl hafi verið framin í forstetakosningunum árið 2020. 21. júní 2022 22:29 Fulltrúi Kanye þrýsti á kosningastarfsmann um að játa á sig kosningasvindl Trevian Kutti, sem starfar fyrir tónlistarmanninn, frumkvöðulinn og forsetaframbjóðandann fyrrverandi, Kanye West, þrýsti á kosningastarfsmenn í Georgíu um að játa kosningasvindl skömmu eftir forsetakosningarnar vestanhafs í fyrra. 10. desember 2021 16:13 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Sjá meira
Falskir kjörmenn og lygar kjarninn í málinu gegn Trump Listi yfir falska kjörmenn sem Donald Trump og bandamenn hans fengu repúblikana í Georgíu til þess að senda Bandaríkjaþingi og lygar um kosningaúrslitin eru kjarninn í víðfeðmri ákæru á hendur fyrrverandi forsetanum og átján samverkamönnum hans í ríkinu. Nokkrir þeirra eru ákærðir fyrir tilraun til að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. 15. ágúst 2023 13:59
„Eins og að ætla að tæma hafið með skóflu“ Stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta hótuðu kjörstjórnarfulltrúum lífláti vegna ásakana Trumps og stuðningsmanna hans um að kosningasvindl hafi verið framin í forstetakosningunum árið 2020. 21. júní 2022 22:29
Fulltrúi Kanye þrýsti á kosningastarfsmann um að játa á sig kosningasvindl Trevian Kutti, sem starfar fyrir tónlistarmanninn, frumkvöðulinn og forsetaframbjóðandann fyrrverandi, Kanye West, þrýsti á kosningastarfsmenn í Georgíu um að játa kosningasvindl skömmu eftir forsetakosningarnar vestanhafs í fyrra. 10. desember 2021 16:13