Þetta segir í nýútgefinni skýrslu ríkislögreglustjóra um kynferðisofbeldi. Þar segir jafnframt að lögreglan hafi skráð í allt 259 tilkynningar um kynferðisbrot á tímabilinu, sem samsvari sextán prósent fækkun frá síðustu þremur árum þar á undan.
Helsta breytingin sé fækkun á tilkynntum nauðgunum en tilkynningum um kynferðisbrot gegn börnum séu svipaðar að fjölda og yfir sama tímabil í fyrra, en fjögur prósent fleiri miðað við meðaltal síðustu þriggja ára á undan. Tilkynningum um stafræn kynferðisleg brot, kynferðislega áreitni, brot gegn kynferðislegri friðhelgi og barnaníð, hafi verið færri en yfir sama tímabil í fyrra en fjölgað um fimm prósent samanborið við meðaltal síðustu þriggja ára á undan.
Meðalaldur brotaþola kynferðisbrota er 23 ár, og þar af 44 prósent yngri en átján ára. Um 87 prósent brotaþola eru konur. Meðalaldur grunaðra er 34 ár og var 96 prósent þeirra karlar, og 67 prósent á aldrinum átján til 45 ára.