Leikmennirnir mæta Finnum í æfingaleik í Finnlandi þann 7. september næstkomandi áður en liðið tekur á móti Tékkum á Víkingsvelli þriðjudaginn 12. september í forkeppni EM 2025.
Í hópnum eru sjö leikmenn sem léku með U19 ára landsliði Íslands á lokamóti EM í sumar. Það eru þeir Lúkas J. Blöndal Petersson, Logi Hrafn Róbertsson, Bjarni Guðjón Brynjólfsson, Eggert Aron Guðmundsson, Guðmundur Baldvin Nökkvason, Hilmir Rafn Mikaelsson og Hlynur Freyr Karlsson. Hópinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.
🇮🇸Davíð Snorri Jónasson hefur valið hóp sinn sem mætir Finnlandi í vináttuleik og Tékklandi í riðlakeppni fyrir EM 2025!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) August 30, 2023
👉Leikurinn gegn Finnlandi verður leikinn ytra þann 7. september en leikurinn gegn Tékklandi verður á Víkingsvelli þann 12. september.#fyrirísland pic.twitter.com/Ybv3GCya46