Enski boltinn

Nýjasti leikmaður Everton vann á KFC fyrir fjórum árum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Miklar væntingar eru bundnar við Beto hjá Everton.
Miklar væntingar eru bundnar við Beto hjá Everton. getty/Tony McArdle

Margt hefur gerst í lífi fótboltamannsins Beto, sem Everton keypti frá Udinese í gær, undanfarin ár.

Everton greiðir Udinese 25 milljónir punda fyrir Beto sem skoraði tíu mörk í ítölsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Portúgalinn hefur náð langt á skömmum tíma en 2018 var hann hálfatvinnumaður og þurfti að drýgja tekjurnar.

„Ég var að spila með Tires og vinna í Portúgal. Þetta var fínt líf. Ég vann á KFC. Það var gott,“ sagði Beto í viðtali við DAZN.

„Ég trúði því alltaf að ég gæti orðið atvinnumaður. Samherjar mínir trúðu því ekki, kannski bara tveir. Þeir sögðu mér: Beto, þetta er erfitt, þetta er ómögulegt. Síðan gekk ég í raðir Portimonense og þeim snerist hugur.“

Talsverð pressa er á Beto en Everton er á botni ensku úrvalsdeildarinnar og hefur ekki enn skorað mark á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×