Fréttu af brotthvarfi Ásmundar á æfingu: „Svona er bara lífið í fótboltanum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. ágúst 2023 07:30 Ásmundur Arnarsson þjálfaði Blika frá árinu 2021. Vísir/Vilhelm Leikmenn kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta fengu óvænt sjokk þegar að þær fréttu af brotthvarfi þjálfarans Ásmundar Arnarssonar frá félaginu á æfingu á mánudaginn. Þau tíðindi bárust á mánudaginn að knattspyrnudeild Breiðabliks og Ásmundur Arnarsson hefðu komist að samkomulagi um að binda enda á samstarf sitt. Ásmundur hafði þjálfað kvennalið Breiðabliks síðan haustið 2021 en árangur liðsins upp á síðkastið hefur verið undir væntingum og því var ákveðið að leiðir skildu skilja. Ásta Eir Árnadóttir er fyrirliði Blika, en hún og aðrir leikmenn liðsins fréttu af brotthvarfi Ásmundar á æfingu á mánudaginn. „Þetta var náttúrulega bara mikið sjokk og bara leiðinlegar aðstæður. Það er sama hvað gengur á inni á vellinum, þetta er alltaf leiðinlegt,“ sagði Ásta í Sportpakkanum í gær. „Það voru kannski smá sérstakar aðstæður á æfingu í gær [á mánudaginn] og líka pirringur í leikmönnum eftir leiðinleg úrslit deginum áður. Við þurfum bara að horfa á framhaldið núna. Það er bara þannig.“ Ásta hefur aðeins góða hluti að segja um Ásmund og hans starf hjá Breiðabliki. „Ási er frábær náungi og bara mjög góður maður og góður þjálfari. Þannig ég hef bara góða hluti um Ása að segja. Stundum er þetta bara svo grimmt sport og hlutirnir gerast svo hratt og það er mikil pressa. Svona er bara lífið í fótboltanum, því miður. En ég óska honum alls hins besta.“ Klippa: Fréttu af brotthvarfi Ásmundar á æfingu Breiðablik situr í öðru sæti Bestu-deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Vals og fimm stigum fyrir ofan Stjörnuna sem situr í þriðja sæti. Fram undan er úrslitakeppni deildarinnar og vill Ásta Eir að Blikar stígi upp í þessum krefjandi aðstæðum. „Við erum ekkert að grafa okkur ofan í einhverja holu. Við erum í öðru sæti í deildinni og planið er að halda í það. Það eru 15 stig eftir í pottinum og ég ætla ekkert að útiloka neitt. Mótið er ekki búið,“ sagði Ásta að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Þau tíðindi bárust á mánudaginn að knattspyrnudeild Breiðabliks og Ásmundur Arnarsson hefðu komist að samkomulagi um að binda enda á samstarf sitt. Ásmundur hafði þjálfað kvennalið Breiðabliks síðan haustið 2021 en árangur liðsins upp á síðkastið hefur verið undir væntingum og því var ákveðið að leiðir skildu skilja. Ásta Eir Árnadóttir er fyrirliði Blika, en hún og aðrir leikmenn liðsins fréttu af brotthvarfi Ásmundar á æfingu á mánudaginn. „Þetta var náttúrulega bara mikið sjokk og bara leiðinlegar aðstæður. Það er sama hvað gengur á inni á vellinum, þetta er alltaf leiðinlegt,“ sagði Ásta í Sportpakkanum í gær. „Það voru kannski smá sérstakar aðstæður á æfingu í gær [á mánudaginn] og líka pirringur í leikmönnum eftir leiðinleg úrslit deginum áður. Við þurfum bara að horfa á framhaldið núna. Það er bara þannig.“ Ásta hefur aðeins góða hluti að segja um Ásmund og hans starf hjá Breiðabliki. „Ási er frábær náungi og bara mjög góður maður og góður þjálfari. Þannig ég hef bara góða hluti um Ása að segja. Stundum er þetta bara svo grimmt sport og hlutirnir gerast svo hratt og það er mikil pressa. Svona er bara lífið í fótboltanum, því miður. En ég óska honum alls hins besta.“ Klippa: Fréttu af brotthvarfi Ásmundar á æfingu Breiðablik situr í öðru sæti Bestu-deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Vals og fimm stigum fyrir ofan Stjörnuna sem situr í þriðja sæti. Fram undan er úrslitakeppni deildarinnar og vill Ásta Eir að Blikar stígi upp í þessum krefjandi aðstæðum. „Við erum ekkert að grafa okkur ofan í einhverja holu. Við erum í öðru sæti í deildinni og planið er að halda í það. Það eru 15 stig eftir í pottinum og ég ætla ekkert að útiloka neitt. Mótið er ekki búið,“ sagði Ásta að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn