Fréttu af brotthvarfi Ásmundar á æfingu: „Svona er bara lífið í fótboltanum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. ágúst 2023 07:30 Ásmundur Arnarsson þjálfaði Blika frá árinu 2021. Vísir/Vilhelm Leikmenn kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta fengu óvænt sjokk þegar að þær fréttu af brotthvarfi þjálfarans Ásmundar Arnarssonar frá félaginu á æfingu á mánudaginn. Þau tíðindi bárust á mánudaginn að knattspyrnudeild Breiðabliks og Ásmundur Arnarsson hefðu komist að samkomulagi um að binda enda á samstarf sitt. Ásmundur hafði þjálfað kvennalið Breiðabliks síðan haustið 2021 en árangur liðsins upp á síðkastið hefur verið undir væntingum og því var ákveðið að leiðir skildu skilja. Ásta Eir Árnadóttir er fyrirliði Blika, en hún og aðrir leikmenn liðsins fréttu af brotthvarfi Ásmundar á æfingu á mánudaginn. „Þetta var náttúrulega bara mikið sjokk og bara leiðinlegar aðstæður. Það er sama hvað gengur á inni á vellinum, þetta er alltaf leiðinlegt,“ sagði Ásta í Sportpakkanum í gær. „Það voru kannski smá sérstakar aðstæður á æfingu í gær [á mánudaginn] og líka pirringur í leikmönnum eftir leiðinleg úrslit deginum áður. Við þurfum bara að horfa á framhaldið núna. Það er bara þannig.“ Ásta hefur aðeins góða hluti að segja um Ásmund og hans starf hjá Breiðabliki. „Ási er frábær náungi og bara mjög góður maður og góður þjálfari. Þannig ég hef bara góða hluti um Ása að segja. Stundum er þetta bara svo grimmt sport og hlutirnir gerast svo hratt og það er mikil pressa. Svona er bara lífið í fótboltanum, því miður. En ég óska honum alls hins besta.“ Klippa: Fréttu af brotthvarfi Ásmundar á æfingu Breiðablik situr í öðru sæti Bestu-deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Vals og fimm stigum fyrir ofan Stjörnuna sem situr í þriðja sæti. Fram undan er úrslitakeppni deildarinnar og vill Ásta Eir að Blikar stígi upp í þessum krefjandi aðstæðum. „Við erum ekkert að grafa okkur ofan í einhverja holu. Við erum í öðru sæti í deildinni og planið er að halda í það. Það eru 15 stig eftir í pottinum og ég ætla ekkert að útiloka neitt. Mótið er ekki búið,“ sagði Ásta að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sjá meira
Þau tíðindi bárust á mánudaginn að knattspyrnudeild Breiðabliks og Ásmundur Arnarsson hefðu komist að samkomulagi um að binda enda á samstarf sitt. Ásmundur hafði þjálfað kvennalið Breiðabliks síðan haustið 2021 en árangur liðsins upp á síðkastið hefur verið undir væntingum og því var ákveðið að leiðir skildu skilja. Ásta Eir Árnadóttir er fyrirliði Blika, en hún og aðrir leikmenn liðsins fréttu af brotthvarfi Ásmundar á æfingu á mánudaginn. „Þetta var náttúrulega bara mikið sjokk og bara leiðinlegar aðstæður. Það er sama hvað gengur á inni á vellinum, þetta er alltaf leiðinlegt,“ sagði Ásta í Sportpakkanum í gær. „Það voru kannski smá sérstakar aðstæður á æfingu í gær [á mánudaginn] og líka pirringur í leikmönnum eftir leiðinleg úrslit deginum áður. Við þurfum bara að horfa á framhaldið núna. Það er bara þannig.“ Ásta hefur aðeins góða hluti að segja um Ásmund og hans starf hjá Breiðabliki. „Ási er frábær náungi og bara mjög góður maður og góður þjálfari. Þannig ég hef bara góða hluti um Ása að segja. Stundum er þetta bara svo grimmt sport og hlutirnir gerast svo hratt og það er mikil pressa. Svona er bara lífið í fótboltanum, því miður. En ég óska honum alls hins besta.“ Klippa: Fréttu af brotthvarfi Ásmundar á æfingu Breiðablik situr í öðru sæti Bestu-deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Vals og fimm stigum fyrir ofan Stjörnuna sem situr í þriðja sæti. Fram undan er úrslitakeppni deildarinnar og vill Ásta Eir að Blikar stígi upp í þessum krefjandi aðstæðum. „Við erum ekkert að grafa okkur ofan í einhverja holu. Við erum í öðru sæti í deildinni og planið er að halda í það. Það eru 15 stig eftir í pottinum og ég ætla ekkert að útiloka neitt. Mótið er ekki búið,“ sagði Ásta að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fleiri fréttir „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sjá meira