„Allir aðalvellir allra aðalliða í Evrópu eru með hybrid“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. ágúst 2023 19:30 Vísir/Arnar Halldórsson FH fetar ótroðnar slóðir hér á landi með því að vera fyrsta félagið til að láta leggja svokallað „hybrid“ gras í Kaplakrika. Framkvæmdir við lagningu „hybrid“ vallarins eru langt komnar í Hafnarfirði, en notast er við blöndu af náttúrulegu grasi og gervigrasi á þannig gerð af völlum. Slíka velli er til að mynda að finna á flest öllum leikvöngum í ensku úrvalsdeildinni og er þetta útfærsla sem FH-ingar hafa horft lengi til. „Þetta er þróunin í Evrópu og hefur verið lengi,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH, sem svaraði spurningum fréttastofu Stöðvar 2 um hybrid grasið í fjarveru bróður síns, Viðars Halldórssonar, sem var staddur erlendis. „Allir aðalvellir allra aðalliða í Evrópu eru með hybrid. Þetta gefur okkur það að við getum aukið álagið vegna þess að þetta er þannig uppbyggt. Við getum spilað lengur og byrjað fyrr og ég held að við getum lengt notkunina á þessu um fjóra mánuði miðað við notkunina á náttúrulegu grasi.“ „Síðan er þetta náttúrulega rosalega umhverfisvænt og það er sennilega ástæðan fyrir þessu.“ Klippa: FH fetar ótroðnar en spennandi slóðir hér á landi Taka prufu á æfingavellinum FH-ingar prufukeyra þessa útfærslu fyrst á æfingavellinum sínum með það fyrir augum að niðurstaðan verði það góð að hybrid gras verði hægt að leggja á aðalvöll félagsins. „Kaplakrikavöllurinn - eins og menn vita - er bara hægt að nota frá maí og kannski fram í september og kannski október. Við notum hann í um kannski 360 tíma á ári. Ef þetta væri þar þá gætum við notan hann fjórum mánuðum lengur og þá miðað við sama tíma værum við með tvöfalt fleiri tíma á vellinum.“ „Þannig að við getum aukið álag per fermeter um að minnsta kosti tvisvar sinnum.“ Þá segir Jón að kostnaðurinn við framkvæmdina sé ekki óviðráðanlegur. „Startkostnaðurinn er á pari við gervigras. Viðhaldið til lengri tíma - og ef menn far eftir því sem á að gera - er mun lægra. Mun lægri kostnaður.“ FH Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Sjá meira
Framkvæmdir við lagningu „hybrid“ vallarins eru langt komnar í Hafnarfirði, en notast er við blöndu af náttúrulegu grasi og gervigrasi á þannig gerð af völlum. Slíka velli er til að mynda að finna á flest öllum leikvöngum í ensku úrvalsdeildinni og er þetta útfærsla sem FH-ingar hafa horft lengi til. „Þetta er þróunin í Evrópu og hefur verið lengi,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH, sem svaraði spurningum fréttastofu Stöðvar 2 um hybrid grasið í fjarveru bróður síns, Viðars Halldórssonar, sem var staddur erlendis. „Allir aðalvellir allra aðalliða í Evrópu eru með hybrid. Þetta gefur okkur það að við getum aukið álagið vegna þess að þetta er þannig uppbyggt. Við getum spilað lengur og byrjað fyrr og ég held að við getum lengt notkunina á þessu um fjóra mánuði miðað við notkunina á náttúrulegu grasi.“ „Síðan er þetta náttúrulega rosalega umhverfisvænt og það er sennilega ástæðan fyrir þessu.“ Klippa: FH fetar ótroðnar en spennandi slóðir hér á landi Taka prufu á æfingavellinum FH-ingar prufukeyra þessa útfærslu fyrst á æfingavellinum sínum með það fyrir augum að niðurstaðan verði það góð að hybrid gras verði hægt að leggja á aðalvöll félagsins. „Kaplakrikavöllurinn - eins og menn vita - er bara hægt að nota frá maí og kannski fram í september og kannski október. Við notum hann í um kannski 360 tíma á ári. Ef þetta væri þar þá gætum við notan hann fjórum mánuðum lengur og þá miðað við sama tíma værum við með tvöfalt fleiri tíma á vellinum.“ „Þannig að við getum aukið álag per fermeter um að minnsta kosti tvisvar sinnum.“ Þá segir Jón að kostnaðurinn við framkvæmdina sé ekki óviðráðanlegur. „Startkostnaðurinn er á pari við gervigras. Viðhaldið til lengri tíma - og ef menn far eftir því sem á að gera - er mun lægra. Mun lægri kostnaður.“
FH Mest lesið Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Íslenski boltinn Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport Potter rekinn frá West Ham Enski boltinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter rekinn frá West Ham „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Ársbann frá fótbolta fyrir skjalafals Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Sjá meira