Atlético skoraði sjö í ótrúlegum sigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. ágúst 2023 22:30 Memphis og Saúl Ñíguez fagna einu af sjö mörkum Atlético í kvöld. EPA-EFE/Rodrigo Jimenez Atlético Madríd gerði sér lítið fyrir og vann 7-0 útisigur á nágrönnum sínum í Rayo Vallecano í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Það tók gestina í Atlético ekki langan tíma að opna markareikning kvöldsins en Antoine Griezmann skoraði strax á 2. mínútu eftir undirbúning Rodrigo de Paul. Þegar rúmur stundarfjórðungur var liðinn tvöfaldaði Memphis forystu gestanna eftir undirbúning Saúl Ñíguez. Memphis fór meiddur af velli á 35. mínútu en í hans stað kom Álvaro Morata inn á. Mínútu síðar var staðan orðin 3-0 Atlético í vil. Að þessu sinni var það Nahuel Molina sem skilaði boltanum í netið eftir undirbúning De Paul, staðan 0-3 í hálfleik. Það tók gestina dágóða stund að bæta við fjórða markinu en það gerði Morata á 73. mínútu eftir sendingu frá Ñíguez. Sex mínútum síðar kom Angel Correa gestunum í 5-0. Morata bætti svo við sjötta markinu áður en Marcos Llorente tryggði ótrúlegan 7-0 sigur Atlético Madríd á 86. mínútu leiksins. FINAL #RayoAtleti 0-7 ¡Contundente triunfo del @Atleti a domicilio!#LALIGAEASPORTS pic.twitter.com/dwzwXwq5Md— LALIGA (@LaLiga) August 28, 2023 Með sigrinum fer Atlético upp í 3. sæti með 7 stig, tveimur stigum á eftir nágrönnum sínum í Real sem tróna á toppi deildarinnar með níu stig. Önnur lið með sjö stig eftir þrjár umferðir eru Girona og Barcelona. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira
Það tók gestina í Atlético ekki langan tíma að opna markareikning kvöldsins en Antoine Griezmann skoraði strax á 2. mínútu eftir undirbúning Rodrigo de Paul. Þegar rúmur stundarfjórðungur var liðinn tvöfaldaði Memphis forystu gestanna eftir undirbúning Saúl Ñíguez. Memphis fór meiddur af velli á 35. mínútu en í hans stað kom Álvaro Morata inn á. Mínútu síðar var staðan orðin 3-0 Atlético í vil. Að þessu sinni var það Nahuel Molina sem skilaði boltanum í netið eftir undirbúning De Paul, staðan 0-3 í hálfleik. Það tók gestina dágóða stund að bæta við fjórða markinu en það gerði Morata á 73. mínútu eftir sendingu frá Ñíguez. Sex mínútum síðar kom Angel Correa gestunum í 5-0. Morata bætti svo við sjötta markinu áður en Marcos Llorente tryggði ótrúlegan 7-0 sigur Atlético Madríd á 86. mínútu leiksins. FINAL #RayoAtleti 0-7 ¡Contundente triunfo del @Atleti a domicilio!#LALIGAEASPORTS pic.twitter.com/dwzwXwq5Md— LALIGA (@LaLiga) August 28, 2023 Með sigrinum fer Atlético upp í 3. sæti með 7 stig, tveimur stigum á eftir nágrönnum sínum í Real sem tróna á toppi deildarinnar með níu stig. Önnur lið með sjö stig eftir þrjár umferðir eru Girona og Barcelona.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira