Bestu mörkin: Tap í bikarúrslitum gerði útslagið í titilbaráttu Blika Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. ágúst 2023 13:01 Breiðablik mátti þola óvænt 3-1 tap gegn Lengjudeildarliði Víkings í úrslitum Mjólkurbikarsins á dögunum og gengi liðsins hefur verið slakt síðan þá. Vísir/Hulda Margrét Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar Bestu markanna gerðu upp tímabilið hjá hverju liði fyrir sig í þætti gærkvöldsins eftir að lokaumferð Bestu-deildar kvenna fyrir tvískiptingu fór fram. Breiðabliki hefur fatast flugið í síðustu leikjum og liðið er nú átta stigum á eftir toppliði Vals. Breiðablik og Valur háðu harða toppbaráttu lengst af í sumar og lengi vel voru Blikar skrefi framar. Íslandsmeistarar Vals hafa þó sigið fram úr á undanförnum vikum, enda er Breiðablik án sigurs í síðustu þremur leikjum. Raunar hefur Breiðablik aðeins unnið tvo leiki af þeim sex sem liðið hefur leikið eftir landsleikjahléið sem var í síðasta mánuði og þrátt fyrir að hafa skorað 42 mörk í þessum 18 umferðum virðist draumurinn um Íslandsmeistaratitilinn vera að fjara út áður en úrslitakeppnin hefst. „Þær voru svo frábærar og við ræddum það fyrir hlé. Ási [Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks] sagði það í viðtali að liðið hefði eiginlega ekki kosið að fá hlé,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna. „Síðan svona hökta þær aðeins eftir það og þessi bikarúrslit fóru með þetta,“ bætti Helena við, en Breiðablik þurfti að sætta sig við 3-1 tap gegn Lengjudeildarliði Víkings í úrslitum Mjólkurbikarsins á dögunum. Sérfræðingar þáttarins hrósuðu Breiðabliki þó fyrir fjölda marka sem liðið hefur skorað í sumar og hversu stór hluti leikmannahópsins hefur komið að mörkum liðsins. Meiðsli og brotthvarf leikmanna í háskóla hafi þó sett strik í reikninginn og voru þær flestar sammála um það að liðinu vanti breidd til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Klippa: Bestu mörkin - Breiðablik Eins og áður segir situr Breiðablik í öðru sæti deildarinnar nú þegar komið er að úrslitakeppninni. Liðið er átta stigum á eftir ríkjandi og verðandi Íslandsmeistum Vals og þurfa Blikar líklega frekar að horfa niður fyrir sig í töfluna og einbeita sér að því að halda öðru sætinu frekar en að hafa áhyggjur af titilbaráttu. Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Breiðablik og Valur háðu harða toppbaráttu lengst af í sumar og lengi vel voru Blikar skrefi framar. Íslandsmeistarar Vals hafa þó sigið fram úr á undanförnum vikum, enda er Breiðablik án sigurs í síðustu þremur leikjum. Raunar hefur Breiðablik aðeins unnið tvo leiki af þeim sex sem liðið hefur leikið eftir landsleikjahléið sem var í síðasta mánuði og þrátt fyrir að hafa skorað 42 mörk í þessum 18 umferðum virðist draumurinn um Íslandsmeistaratitilinn vera að fjara út áður en úrslitakeppnin hefst. „Þær voru svo frábærar og við ræddum það fyrir hlé. Ási [Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks] sagði það í viðtali að liðið hefði eiginlega ekki kosið að fá hlé,“ sagði Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna. „Síðan svona hökta þær aðeins eftir það og þessi bikarúrslit fóru með þetta,“ bætti Helena við, en Breiðablik þurfti að sætta sig við 3-1 tap gegn Lengjudeildarliði Víkings í úrslitum Mjólkurbikarsins á dögunum. Sérfræðingar þáttarins hrósuðu Breiðabliki þó fyrir fjölda marka sem liðið hefur skorað í sumar og hversu stór hluti leikmannahópsins hefur komið að mörkum liðsins. Meiðsli og brotthvarf leikmanna í háskóla hafi þó sett strik í reikninginn og voru þær flestar sammála um það að liðinu vanti breidd til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Klippa: Bestu mörkin - Breiðablik Eins og áður segir situr Breiðablik í öðru sæti deildarinnar nú þegar komið er að úrslitakeppninni. Liðið er átta stigum á eftir ríkjandi og verðandi Íslandsmeistum Vals og þurfa Blikar líklega frekar að horfa niður fyrir sig í töfluna og einbeita sér að því að halda öðru sætinu frekar en að hafa áhyggjur af titilbaráttu.
Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira