Fótbolti

AGF vann Íslendingaslaginn gegn Lyngby

Siggeir Ævarsson skrifar
Mikael Neville Anderson var í byrjunarliðinu hjá AGF í dag
Mikael Neville Anderson var í byrjunarliðinu hjá AGF í dag vísir/Getty

Það var boðið upp á Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar AGF tók á móti Lyngby. Stöðva þurfti leikinn í rúmar 20 mínútur þegar 88:30 voru komnar á klukkuna vegna þrumuveðurs.

Allir Íslendingarnir í báðum liðum voru í byrjunarliðunum í dag. Kolbeinn Finnsson var öflugur á vinstri vængnum hjá Lyngby og lék allan leikinn en landar hans fóru allir af velli á einhverjum tímapunkti. Patrick Mortensen skoraði eina mark leiksins strax á 6. mínútu.

Leikurinn var hluti af 6. umferð deildarinnar. Lyngby sitja í 9. sæti af tólf liðum með sjö stig en AGF eru í 3. með ellefu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×