Pulisic sjóðandi heitur en Mourinho mátti sætta sig við tap Smári Jökull Jónsson skrifar 26. ágúst 2023 21:00 Christian Pulisic kom AC MIlan á bragðið í leiknum í kvöld með sínu öðru marki í jafnmörgum leikjum. Vísir/Getty Fjórir leikir fóru fram í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. AC Milan vann góðan sigur á heimavelli en lærisveinar Jose Mourinho í Roma fóru fýluferð til Verona. Fyrri í dag fóru fram tveir leikir. Frosinone komst á blað í töflunni með góðum heimasigri á Atalanta sem vann sigur á Sassuolo í fyrstu umferðinni. Abdou Harroui og Ilario Monterisi komu Frosinone yfir í fyrri hálfleik og þrátt fyrir að Duvan Zapata hafi náð að minnka muninn snemma í síðari hálfleik komst Atalanta ekki nær en það. 2-1 sigur Frosinone því staðreynd. AC Monza vann góðan 2-0 sigur á Empoli á heimavelli sínum í dag með tveimur mörkum frá Andrea Colpani en bæði lið töpuðu sínum leikjum í fyrstu umferðinni. Í kvöld voru síðan leiknir tveir leikir. AC Milan tók á móti liði Torino á heimavelli og þar var það Christian Pulisic sem skoraði fyrsta markið á 33. mínútu eftir sendingu frá Ruben Loftus-Cheek en báðir komu þeir til Milan frá Chelsea fyrir tímabilið. Pulisic byrjar heldur betur vel á Ítalíu því hann skoraði einnig í fyrsta leik Milan um síðustu helgi. 2 - Christian Pulisic has become the 5th player to score in both of his first two appearances for AC Milan in Serie A in the three points for a win era (since 1994/95), after Oliver Bierhoff, Andriy Shevchenko, Mario Balotelli and Jérémy Ménez. Sprint.#MilanTorino pic.twitter.com/dKX3IAdkSs— OptaPaolo (@OptaPaolo) August 26, 2023 Perr Schuurs jafnaði fyrir Torinu fyrir hlé en undir lok fyrri hálfleiks skoraði Milan tvö mörk. Fyrst skoraði Oliver Giroud af vítapunktinum og Theo Hernandez skoraði þriðja markið örskömmu síðar. Oliver Giroud skoraði annað mark af vítapunktinum á 65. mínútu og kom Milan í 4-1. Það urðu lokatölur kvöldsins og Milan með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. Í Verona tóku heimamenn á móti Jose Mourinho og liðsmönnum hans í Roma. Ondrej Duda kom Verona yfir á 4. mínútu og Cyri Ngonge skoraði annað mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks og kom Verona í 2-0. Houssem Aouar minnkaði muninn í 2-1 á 56. mínútu en hann var einn þriggja sem kom inn hjá Roma í hálfleik. Isak Hien fékk rautt spjald í liði Verona fyrir að ræna Andrea Belotti upplögðu marktækifæri og Lorenzo Pellegrini skaut í þverslána úr aukaspyrnunni í kjölfarið. Nær komust leikmenn Roma ekki og urðu því að sætta sig við 2-1 tap. Roma gerði 1-1 jafntefli gegn Salernitana í fyrstu umferðinni og því aðeins með eitt stig eftir tvo leiki. Ítalski boltinn Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Meiri meiðsli á Dönum Handbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
Fyrri í dag fóru fram tveir leikir. Frosinone komst á blað í töflunni með góðum heimasigri á Atalanta sem vann sigur á Sassuolo í fyrstu umferðinni. Abdou Harroui og Ilario Monterisi komu Frosinone yfir í fyrri hálfleik og þrátt fyrir að Duvan Zapata hafi náð að minnka muninn snemma í síðari hálfleik komst Atalanta ekki nær en það. 2-1 sigur Frosinone því staðreynd. AC Monza vann góðan 2-0 sigur á Empoli á heimavelli sínum í dag með tveimur mörkum frá Andrea Colpani en bæði lið töpuðu sínum leikjum í fyrstu umferðinni. Í kvöld voru síðan leiknir tveir leikir. AC Milan tók á móti liði Torino á heimavelli og þar var það Christian Pulisic sem skoraði fyrsta markið á 33. mínútu eftir sendingu frá Ruben Loftus-Cheek en báðir komu þeir til Milan frá Chelsea fyrir tímabilið. Pulisic byrjar heldur betur vel á Ítalíu því hann skoraði einnig í fyrsta leik Milan um síðustu helgi. 2 - Christian Pulisic has become the 5th player to score in both of his first two appearances for AC Milan in Serie A in the three points for a win era (since 1994/95), after Oliver Bierhoff, Andriy Shevchenko, Mario Balotelli and Jérémy Ménez. Sprint.#MilanTorino pic.twitter.com/dKX3IAdkSs— OptaPaolo (@OptaPaolo) August 26, 2023 Perr Schuurs jafnaði fyrir Torinu fyrir hlé en undir lok fyrri hálfleiks skoraði Milan tvö mörk. Fyrst skoraði Oliver Giroud af vítapunktinum og Theo Hernandez skoraði þriðja markið örskömmu síðar. Oliver Giroud skoraði annað mark af vítapunktinum á 65. mínútu og kom Milan í 4-1. Það urðu lokatölur kvöldsins og Milan með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. Í Verona tóku heimamenn á móti Jose Mourinho og liðsmönnum hans í Roma. Ondrej Duda kom Verona yfir á 4. mínútu og Cyri Ngonge skoraði annað mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks og kom Verona í 2-0. Houssem Aouar minnkaði muninn í 2-1 á 56. mínútu en hann var einn þriggja sem kom inn hjá Roma í hálfleik. Isak Hien fékk rautt spjald í liði Verona fyrir að ræna Andrea Belotti upplögðu marktækifæri og Lorenzo Pellegrini skaut í þverslána úr aukaspyrnunni í kjölfarið. Nær komust leikmenn Roma ekki og urðu því að sætta sig við 2-1 tap. Roma gerði 1-1 jafntefli gegn Salernitana í fyrstu umferðinni og því aðeins með eitt stig eftir tvo leiki.
Ítalski boltinn Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport KR-ingar grimmir í Seljaskóla Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Meiri meiðsli á Dönum Handbolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira