Bæjarstjóri mætti ekki til að rökstyðja úthlutun án útboðs Árni Sæberg skrifar 25. ágúst 2023 14:01 Theodóra S. Þorsteinsdóttir er bæjarfulltrúi Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Bæjarfulltrúi minnihlutans í Kópavogi segir skýringar bæjarstjóra, á því hvers vegna lóðinni Reit þrettán var úthlutað án útboðs, ekki halda neinu vatni. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu í gær að samningsstaða bæjarins hefði orðið veikari með auglýsingu lóðarinnar Reits 13 á Kársnesi. Minnihluti bæjarstjórnar telur afhendingu lóðarinnar, til félags í eigu MATA-systkinanna svokölluðu, ganga í berhögg við reglur bæjarins um úthlutun og brot á jafnræði. Ásdís segir minnihlutann slíta málið úr samhengi. Theódóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar, segist ósammála því. „Við erum einmitt að setja málið í samhengi, og við reyndum það nú í bæjarstjórn, í umræðunni þar. En það reyndist okkur svolítið erfitt af því að bæjarstjórinn mætti ekki. Hún sem sagt skrifaði undir samning með fyrirvara um samþykki bæjarráðs en mætti svo ekki sjálf til þess að svara fyrir samninginn. Við vorum náttúrulega með ótal spurningar um hann.“ Vel hefði verið hægt að fara í útboð Theodóra segir að í samningi um uppbyggingu á svæðinu sé kveðið á um að mögulega yrði farið aftur í deiliskipulag og lóðinni skipt upp. Þá sé framsalsheimild bæjarins mjög rík. „Við erum bara mjög ósammála því að það hafi verið einhver ógjörningur að úthluta lóðinni með öðrum hætti heldur en til þeirra sem halda á hluta af lóðinni,“ segir hún. Fyrri bæjarstjóri hafi lofað útboði Theodóra segir að málið hafi lengi verið umdeilt og að stjórnsýsla í því hafi verið annmörkum háð í mörg ár. Skipulagsstofnun hafi til að mynda gert athugasemdir við ferlið. „Ég hef gagnrýnt þetta mál ítrekað. Þetta er svolítið punkturinn yfir I-ið, það að þau skuli úthluta þessu til þeirra án útboðs. Ég vil líka taka það fram að fyrrverandi bæjarstjóri talaði alltaf um að þetta færi í almennt ferli, að þessu yrði úthlutað með lögmætum hætti,“ segir Theodóra. Kópavogur Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk“ Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt samkomulag um afhendingu og uppbyggingu lóða á svæði sem gengur undir nafninu Reitur 13. Svæði þetta hefur verið milli tannana á fólki síðustu ár, en minnihlutinn í Kópavogi mótmælti ákvörðun bæjarstjórnar þegar hún var samþykkt í vikunni og lagði til að ákvörðun um málið yrði frestað. 24. ágúst 2023 16:20 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs sagði í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu í gær að samningsstaða bæjarins hefði orðið veikari með auglýsingu lóðarinnar Reits 13 á Kársnesi. Minnihluti bæjarstjórnar telur afhendingu lóðarinnar, til félags í eigu MATA-systkinanna svokölluðu, ganga í berhögg við reglur bæjarins um úthlutun og brot á jafnræði. Ásdís segir minnihlutann slíta málið úr samhengi. Theódóra S. Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi Viðreisnar, segist ósammála því. „Við erum einmitt að setja málið í samhengi, og við reyndum það nú í bæjarstjórn, í umræðunni þar. En það reyndist okkur svolítið erfitt af því að bæjarstjórinn mætti ekki. Hún sem sagt skrifaði undir samning með fyrirvara um samþykki bæjarráðs en mætti svo ekki sjálf til þess að svara fyrir samninginn. Við vorum náttúrulega með ótal spurningar um hann.“ Vel hefði verið hægt að fara í útboð Theodóra segir að í samningi um uppbyggingu á svæðinu sé kveðið á um að mögulega yrði farið aftur í deiliskipulag og lóðinni skipt upp. Þá sé framsalsheimild bæjarins mjög rík. „Við erum bara mjög ósammála því að það hafi verið einhver ógjörningur að úthluta lóðinni með öðrum hætti heldur en til þeirra sem halda á hluta af lóðinni,“ segir hún. Fyrri bæjarstjóri hafi lofað útboði Theodóra segir að málið hafi lengi verið umdeilt og að stjórnsýsla í því hafi verið annmörkum háð í mörg ár. Skipulagsstofnun hafi til að mynda gert athugasemdir við ferlið. „Ég hef gagnrýnt þetta mál ítrekað. Þetta er svolítið punkturinn yfir I-ið, það að þau skuli úthluta þessu til þeirra án útboðs. Ég vil líka taka það fram að fyrrverandi bæjarstjóri talaði alltaf um að þetta færi í almennt ferli, að þessu yrði úthlutað með lögmætum hætti,“ segir Theodóra.
Kópavogur Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir „Bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk“ Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt samkomulag um afhendingu og uppbyggingu lóða á svæði sem gengur undir nafninu Reitur 13. Svæði þetta hefur verið milli tannana á fólki síðustu ár, en minnihlutinn í Kópavogi mótmælti ákvörðun bæjarstjórnar þegar hún var samþykkt í vikunni og lagði til að ákvörðun um málið yrði frestað. 24. ágúst 2023 16:20 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Sjá meira
„Bara dýrar íbúðir fyrir ríkt fólk“ Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt samkomulag um afhendingu og uppbyggingu lóða á svæði sem gengur undir nafninu Reitur 13. Svæði þetta hefur verið milli tannana á fólki síðustu ár, en minnihlutinn í Kópavogi mótmælti ákvörðun bæjarstjórnar þegar hún var samþykkt í vikunni og lagði til að ákvörðun um málið yrði frestað. 24. ágúst 2023 16:20
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði