Innlent

Settur for­stjóri skipaður for­stjóri Skipu­lags­stofnunar

Atli Ísleifsson skrifar
Ólafur Árnason hefur verið settur forstjóri Skipulagsstofnunar síðasta árið.
Ólafur Árnason hefur verið settur forstjóri Skipulagsstofnunar síðasta árið. Stjr

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur skipað Ólaf Árnason í embætti forstjóra Skipulagsstofnunar frá 1. september næstkomandi. Ólafur hefur verið settur forstjóri stofnunarinnar síðasta árið.

Alls sóttu fjórir umsækjendur um embættið og segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að hæfnisnefnd hafi verið ráðherra til ráðgjafar við mat á umsækjendum.

„Ólafur er með meistaragráðu í umhverfismati, umhverfisstjórnun og skipulagsmálum frá Oxford Brookes háskóla og MPM gráðu í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Ólafur hefur starfað síðustu tvo áratugi að skipulagsmálum og umhverfismati sem stjórnandi og ráðgjafi en einnig sinnt kennslu og rannsóknum. Hann hefur m.a. verið stjórnandi bæði hjá Eflu hf. og Skipulagsstofnun. Síðastliðið ár var Ólafur settur forstjóri Skipulagsstofnunar og þar áður var hann forstöðumaður nýsköpunar og þróunar hjá Skipulagsstofnun og staðgengill forstjóra.

Þriggja manna hæfnisnefnd var skipuð til að meta hæfni umsækjenda. Hún starfaði í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og hafði til hliðsjónar reglur um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Settur forstjóri glímir við þrjú um stöðuna

Fjórar umsóknir bárust um embætti forstjóra Skipulagsstofnunar. Þriggja manna hæfisnefnd mun meta umsækjendur í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×