Innlent

Kæra Vítalíu endan­lega felld niður

Árni Sæberg skrifar
Kæra Vítalíu á hendur þremenningunum hefur verið felld niður.
Kæra Vítalíu á hendur þremenningunum hefur verið felld niður. Vísir

Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur staðfest ákvörðun héraðssak­sókn­ara frá því í apríl síðastliðnum um að fella niður rannsókn á kynferðisbrotakæru Vítalíu Lazarevu á hendur þeim Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni.

Þetta staðfestir ríkissaksóknari við Morgunblaðið.

Vítalía hefur sakað mennina þrjá, sem þá voru áberandi með einum eða öðrum hætti í íslensku viðskiptalífi, um kynferðisbrot í sumarbústaðaferð í desember 2020. Hún var þá í sambandi með líkamsræktarþjálfaranum Arnari Grant.

Hún kærði ákvörðun héraðssaksóknara á þeim grundvelli að gögn hafi vantað í málið

Í rök­stuðningi rík­is­sak­sókn­ara kem­ur fram að hægt hefði verið að afla frek­ari gagna en embættið telji þó að það breyti ekki sönn­un­ar­stöðu máls­ins. Því sé ekki grund­völl­ur fyrir áframhaldandi rannsókn.

Ekki komin ákvörðun í fjárkúgunarmálinu

Þremenningarnir kærðu Vítalíu og Arnar fyrir fjárkúgun í kjölfar ásakana hennar á hendur þeim. Í júní felldi héraðssaksóknari rannsókn á því máli niður á grundvelli þess að það væri ekki líklegt til sakfellingar.

Vítalía fagnaði niðurstöðunni og sagði hana staðfesting á því að um þöggunartilburði hafi verið að ræða af hálfu þriggja karlmanna í viðskiptalífinu.

Í frétt Morgunblaðsins segir að mennirnir þrír hafi kært þá ákvörðun til ríkissaksóknara, sem hafi málið enn til skoðunar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×