Fótbolti

Stuðnings­menn enska kvenna­lands­liðsins gripu í tómt á He­at­hrow

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ensku stuðningsmennirnir Sian og Minnie frá Coventry fengu ekki að hitta hetjurnar sínar.
Ensku stuðningsmennirnir Sian og Minnie frá Coventry fengu ekki að hitta hetjurnar sínar. Getty/Andrew Matthews

Enska silfurliðið frá heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta er komið aftur til Englands eftir HM í Ástralíu og Nýja Sjálandi en það var engin formleg móttaka á flugvellinum þrátt fyrir sögulegan árangur liðsins.

Leikmenn enska liðsins fóru nefnilega ekki í gegnum komusalinn á flugvellinum eins og hinn almennu borgarar gera og því gátu stuðningsmennirnir ekki fagnað þeim við komuna til Englands.

Breska ríkisútvarpið forvitnaðist um ástæðurnar fyrir þessu en þá kom í ljós að þetta er venjan í landsliðsferðum ensku liðanna.

Leikmenn yfirgefa flugvöllinn á þennan hátt, eða í gagnum bakdyrnar, og samkvæmt upplýsingum BBC þá hefði þetta ekkert verið neitt öðruvísi þótt að enska liðið hefði unnið heimsmeistaratitilinn.

Starfsmenn Heathrow fengu líka að vita af þessu fyrir fram og gátu því upplýst stuðningsmennina sem vildu taka á móti hetjunum sínum en fengu það ekki. Það voru samt þó nokkrir sem biðu á flugvellinum og lifðu enn í voninni um að sjá silfurstelpurnar snúa aftur heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×