Fótbolti

Helmingslíkur á því að Gylfi Þór gangi í raðir Lyngby

Aron Guðmundsson skrifar
Íslenski knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er án félags
Íslenski knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson er án félags Vísir/Getty

Freyr Alexanders­son, þjálfari danska úr­vals­deildar­fé­lagsins Lyng­by, segir helmings­líkur á því að Gylfi Þór Sigurðs­son semji við fé­lagið. Frá þessu greinir Freyr í við­tali við fjöl­miðla ytra.

Gylfi hefur verið ó­samnings­bundinn frá því að fimm ára risa­samningur hans við enska úr­vals­deildar­fé­lagið E­ver­ton rann út sumarið 2022.

Hann hefur ekki spilað fót­bolta­leik síðan í maí 2021 en hann var hand­tekinn síðar það sumar vegna gruns um brot gegn ó­lög­ráða ein­stak­lingi.

Í apríl síðast­liðnum lýsti lög­reglan í Manchester því hins vegar yfir að sönnunar­gögn „næðu ekki þeim þröskuldi sem fellur að reglum sak­sóknara krúnunnar“, og var Gylfi þar með laus allra mála.

Freyr stað­festir í dönskum fjöl­miðlum að Lyng­by hafi átt í við­ræðum við Gylfa þess efnis að hann gangi til liðs við fé­lagið.

„Ég myndi segja að líkurnar væru 50/50,“ sagði Freyr sem vildi ekki fara nánar út í við­ræðurnar. „Ég get ekki farið í nein smá­at­riði en við höfum sett saman plan og ef það gengur upp er raun­hæft að Gylfi Þór verði leik­maður Lyng­by.“


Tengdar fréttir

Age Hareide tjáir sig um framtíð Gylfa

Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, vonast til að Gylfi Þór Sigurðsson muni snúa aftur á fótboltavöllinn sem fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×