Erlent

Rúss­neska geim­farið brot­lenti á tunglinu

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Teikning af Luna-25 sem brotlenti á tunglinu.
Teikning af Luna-25 sem brotlenti á tunglinu. samsett

Luna-25, hið rússneska tunglfar, brotlenti á tunglinu. Þetta var fyrsta tilraun Rússa til að komast til tunglsins í 47 ár.

Roskosmos, rússneska geimferðastofnunin, tilkynnti í gær að hún hefði misst samband við Luna-25 skömmu eftir að bilun kom upp í farinu, skömmu fyrir áætlaða lendingu.

„Farið færðist inn í ófyrirséðan sporbaug og hætti að vera til eftir árekstur við yfirborð tunglsins,“ segir í tilkynningu Roskomos.

Luna -25 átti að lenda á suðurpól tunglsins þann 21. ágúst. Samkvæmt fréttastofunni Reuters hafa Rússar verið í kappi við Indverja, sem hyggjast lenda tunglfarinu Chandrayaan-3 í vikunni. Þá hafa Bandaríkjamenn og Kínverjar sýnt tunglinu mikinn áhuga að undanförnu.


Tengdar fréttir

Rúss­neska farið á braut um tunglið

Luna-25, fyrsta rússneska tunglfarið í tæpa hálfa öld, komst á braut um tunglið í gær. Farið á að fara fimm brautir í kringum tunglið áður en reynt verður að lenda því á suðurpólnum á mánudag.

Rússar á leið til tunglsins

Rússar skutu tunglfarinu Luna-25 á loft í morgun í fyrstu tunglferð landsins í 47 ár. Geimfarið á að lenda 23. ágúst á tunglinu, sama dag og indverska tunglfarið sem fór á loft í júlí.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×