Fótbolti

Messi út­skýrir fögn sín

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Messi hefur raðað inn mörkum síðan hann kom til Bandaríkjanna.
Messi hefur raðað inn mörkum síðan hann kom til Bandaríkjanna. Hector Vivas/Getty Images

Knattspyrnumaðurinn Lionel Messi hefur byrjað af krafti með Inter Miami og skorað 9 mörk í aðeins sex leikjum. Hann hefur fagnað þónokkuð af mörkunum á einstakan hátt og var spurður út í það.

Þau sem hafa horft á ofurhetjumyndirnar frá Marvel hafa ef til vill áttað sig á hvað Messi er að vitna í þegar hann fagnar mörkum sínum. Hann útskýrði fögn sín svo:

„Krakkarnir mínir þrír eru enn í fríi og hafa ekki byrjað í skólanum svo á hverju kvöldi horfum við á ofurhetjumynd. Þau komu með hugmyndina og sögðu að í hvert skipti sem ég skora í leik þá þarf ég að fagna eins og ofurhetja.“

„Ég get aðeins gert það í heimaleikjum þegar krakkarnir eru á vellinum, svo við getum deilt þessu augnablikum saman,“ sagði Messi um fögnin sín en á myndunum hér að ofan má sjá hann fagna að hætti Köngulóarmannsins, Svara pardusdýrið og Þór.

Messi hefur til þessa spilað sex leiki með Inter Miami, skorað 9 mörk og gefið eina stoðsendingu. Hann á þó enn eftir að leika í MLS-deildinni en leikirnir sex hafa verið í deildarbikarnum þar sem Inter er komið í úrslit gegn Nashville.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×