Enski boltinn

Endur­koma Greenwood undir­búin: Bar­áttu­sam­tök gegn heimilis­of­beldi sögð „fjand­sam­leg“

Aron Guðmundsson skrifar
Forráðamenn Manchester United virðast ekki enn hafa gert upp við sig hvort að Mason Greenwood muni spila aftur fyrir liðið.
Forráðamenn Manchester United virðast ekki enn hafa gert upp við sig hvort að Mason Greenwood muni spila aftur fyrir liðið. Getty/Marc Atkins

Stjórnendur innan raða Manchester United hafa í gær og í dag haldið hitafundi með starfsfólki félagsins en mikil óánægja er sögð ríkja eftir að fréttir bárust af því að líklega myndi Mason Greenwood fá brautargengi í karlaliði félagsins á nýjan leik. 

Hinn 21 árs gamli Greenwood hefur verið í skammarkróknum hjá félaginu síðan hann var ásakaður um berja og kúga kærustu sína en þetta kom allt fram í dagsljósið þegar myndböndum og myndum af þeim var lekið á netið.

Greenwood var ákærður fyrir tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir voru ákærur á hendur honum felldar niður. 

Í kjölfar þeirrar ákvörðunar hóf Manchester United innri rannsókn á máli leikmannsins sem átti síðan að leiða af sér endanlega ákvörðun um framtíð hans. 

Greenwood í leik með Manchester United

Íhuga að segja starfi sínu lausu

Á mið­viku­daginn greindi The At­hletic frá því að stutt væri í niður­stöðu hjá United og að lík­legt þætti að Greenwood fengi að spila aftur með fé­laginu.

„Síðan þá hafa stjórn­endur hjá fé­laginu setið nokkra hita­fundi með starfs­fólki Manchester United sem skammast sín sökum væntan­legrar á­kvörðunar fé­lagsins,“ skrifar Adam Crafton, blaða­maður The At­hletic.

 „Sumir úr starfs­liðinu í­huga að segja starfi sínu lausu á meðan að aðrir starfs­manna­hópar í­huga verk­fall.

Starfs­fólkið bíði hins vegar með endan­lega á­kvörðun sína þar til fé­lagið hefur gefið það opin­ber­lega út hvaða stefna verður tekin með Greenwood.

Hita­um­ræðan hafi hins vegar það mikil undan­farna daga um mál­efni leik­mannsins að stjórn­endur fé­lagsins boðuðu til krísu­fundar með starfs­fólki, bæði í dag og í gær, þar sem að þeir reyndu að rétt­læta mögu­lega á­kvörðun um að taka Greenwood inn í leik­manna­hóp Manchester United að fullu en þó með þeirri á­herslu að engin endan­leg á­kvörðun hefði verið tekin um fram­tíð leik­mannsins.

Hafa undirbúið endurkomuna í þaula 

Í frétt The At­hletic segir að for­ráða­menn Manchester United hafi verið komnir það langt í á­ætlunum sínum er vörðuðu endur­komu Greenwood í liðið að búið vera setja saman leið­beiningar er sneru meðal annars að því hvernig myndir ættu að vera teknar af leik­manninum á æfingum.

Þá er einnig búið að út­búa svör fyrir knatt­spyrnu­stjórann Erik ten Hag, yrði hann spurður út í leik­manninn á blaða­manna­fundi.

Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United Vísir/Getty

Þá hafa heimildar­menn miðilsins, sem eru vel tengdir Manchester United, sagt fé­lagið hafa út­búið lista yfir vel þekkt fólk, knatt­spyrnu­sér­fræðinga í fjöl­miðlum, blaða­menn, stjórnmálamenn sem og baráttusamtök gegn heimilisofbeldi, og hvort þessir ein­staklingar og hópar væru með eða á móti endurkomu Greenwood.

Flokkarnir voru eftir­farandi: Stuðnings­rík (e. supportive), með opinn huga (e. open minded) eða fjand­sam­leg (e. hostile). Baráttusamtökin gegn heimilisofbeldi eru flokkuð sem fjandsamleg.

Crafton segir það liggja á huldu hvort að ó­á­nægja á­kveðins hóps starfs­fólks Manchester United muni hafa á­hrif á á­kvörðun stjórn­enda fé­lagsins en búist sé við endan­legri á­kvörðun fyrir lok mánaðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×