Innlent

„Þetta tryggir okkur skíðafæri“

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla segir að það hafi verið mikil gleðistund þegar borun hófst í morgun.
Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla segir að það hafi verið mikil gleðistund þegar borun hófst í morgun. vísir/arnar/skíðasvæðin

Framkvæmdir hófust við Bláfjöll í morgun þar sem borað er fyrir vatni fyrir snjóframleiðslu á skíðasvæðinu. Einar Bjarnason rekstrarstjóri Bláfjalla segir framleiðsluna munu gjörbreyta aðstöðunni.

„Í fyrrasumar settum við upp nýjar lyftur. Næsta skref í uppbyggingunni var aðsetja snjókerfi sem er núna komið í gang. Undirbúningur hefur verið í gangi frá því í maí.“

Frá borun í morgun.Skiðasvæðin

„Þar á meðal er að koma niður öllum rörum, um allt fjall, og smíða þetta lón. Það er í smíðum núna og það styttist í endahnútinn þar. Stóri leggurinn er auðvitað þessi hola,“ segir Einar sem hefur beðið lengi eftir framkvæmdunum. Það var því mikil gleðistund í morgun þegar menn hófu að bora.

Með snjóframleiðslunni gjörbreytist aðstaðan.

„Þetta tryggir það að við sem búum hér á suðvesturhorninu fáum að skíða. Þurfum ekki að grenja í febrúar þegar það kemur rigning í hálfan mánuð, því það kemur alltaf frostakafli eftir það. Þá er bara hægt að henda upp blautum grunni og fengið náttúrulegan snjó ofan á það.“

Með því fáist sterkur grunnur enda sé framleiddi snjórinn tíu sinnum sterkari en venjulegur snjór í bræðslugetu.

Áætluð verklok eru í lok október. 

„Þetta á að vera orðið virkt fyrir næsta vetur. Þetta tryggir okkur skíðafæri, þetta er framtíðin,“ segir Einar að lokum.


Tengdar fréttir

„Austur­ríki hvað?“

Gjörbreytt skíðasvæði í Bláfjöllum lítur fljótlega dagsins ljós en framkvæmdir eru á lokametrunum. Tvær nýjar stólalyftur hafa það í för með sér að raðir heyra sögunni til. Setið er um skíðastóla úr gömlu stólalyftunni sem margir vilja nota sem garðhúsgagn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×