Sat í níu ár í gæsluvarðhaldi Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 19. ágúst 2023 14:00 Fangelsi í höfuðborginni Port-au-Prince. Getty/Niels Salomonsen Rúm 80 prósent allra fanga á Haíti eru gæsluvarðhaldsfangar sem enn hafa ekki hlotið dóm. Dæmi eru um að fólk sitji árum saman í gæsluvarðhaldi fyrir litlar sakir. Evest Adonis beið spenntur eftir því á hverjum degi að heyra nafn sitt kallað upp. Hann hafði setið í gæsluvarðhaldi í 3.378 daga, rúmlega níu ár, þegar kallið loksins kom og málið hans kom fyrir dóm. 800 fangar í 200 manna fangelsi Adonis sat í Þjóðarfangelsinu í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí. Það er ætlað fyrir 800 fanga, en þar dvelja fjórum sinnum fleiri. Samkvæmt gögnum Institute for Crime and Justice Policy Research í Lundúnum eru 83 prósent fanga í Haítí gæsluvarðhaldsfangar sem bíða dóma, það er hæsta hlutfall gæsluvarðhaldsfanga í Ameríku. Fabio Pinzari, yfirmaður Fangelsismálastofnunar landsins, segir í samtali við Washington Post að réttarkerfi landsins sé gjörsamlega hrunið. Glæpagengi geri reglulega árásir á dómshús, kveiki í skjölum, sem ekki séu til á stafrænu formi og hræði í raun dómskerfið frá því að halda réttarhöld. Fangar eru sveltir og þurfa að kaupa sér mat Samkvæmt nýlegri úttekt Mannréttindaskrifstofu Sameinðu þjóðanna er föngum haldið í svo yfirfullum klefum að þeir þurfa að skiptast á að sofa í hengirúmum í klefunum. Þeir hafa ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu, fangaverðir misþyrma föngunum og víða eru þeir nánast sveltir í hel. Í fyrra létust 185 fangar í fangelsunum, þar af 42 úr kóleru. Fangar sögðu blaðamanni Washington Post að fangaverðir rukkuðu sársoltna fanga um gjald fyrir brauð, vatn og ísmola. Sakfelldur en sleppt lausum samdægurs Adonis fékk sinn dag í réttarsalnum eftir 9 ára bið. Hann var fundinn sekur um að hafa bitið hluta af eyra af manni í slagsmálum. Hann fékk hámarksrefsingu, eins árs fangelsi. Honum var því sleppt úr haldi samdægurs. Hann segist ekki bera kala til kerfisins, það eina sem hann hugsaði um væri að finna vinnu og vitja dóttur sinnar sem væri að verða 10 ára. Haítí Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Evest Adonis beið spenntur eftir því á hverjum degi að heyra nafn sitt kallað upp. Hann hafði setið í gæsluvarðhaldi í 3.378 daga, rúmlega níu ár, þegar kallið loksins kom og málið hans kom fyrir dóm. 800 fangar í 200 manna fangelsi Adonis sat í Þjóðarfangelsinu í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí. Það er ætlað fyrir 800 fanga, en þar dvelja fjórum sinnum fleiri. Samkvæmt gögnum Institute for Crime and Justice Policy Research í Lundúnum eru 83 prósent fanga í Haítí gæsluvarðhaldsfangar sem bíða dóma, það er hæsta hlutfall gæsluvarðhaldsfanga í Ameríku. Fabio Pinzari, yfirmaður Fangelsismálastofnunar landsins, segir í samtali við Washington Post að réttarkerfi landsins sé gjörsamlega hrunið. Glæpagengi geri reglulega árásir á dómshús, kveiki í skjölum, sem ekki séu til á stafrænu formi og hræði í raun dómskerfið frá því að halda réttarhöld. Fangar eru sveltir og þurfa að kaupa sér mat Samkvæmt nýlegri úttekt Mannréttindaskrifstofu Sameinðu þjóðanna er föngum haldið í svo yfirfullum klefum að þeir þurfa að skiptast á að sofa í hengirúmum í klefunum. Þeir hafa ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu, fangaverðir misþyrma föngunum og víða eru þeir nánast sveltir í hel. Í fyrra létust 185 fangar í fangelsunum, þar af 42 úr kóleru. Fangar sögðu blaðamanni Washington Post að fangaverðir rukkuðu sársoltna fanga um gjald fyrir brauð, vatn og ísmola. Sakfelldur en sleppt lausum samdægurs Adonis fékk sinn dag í réttarsalnum eftir 9 ára bið. Hann var fundinn sekur um að hafa bitið hluta af eyra af manni í slagsmálum. Hann fékk hámarksrefsingu, eins árs fangelsi. Honum var því sleppt úr haldi samdægurs. Hann segist ekki bera kala til kerfisins, það eina sem hann hugsaði um væri að finna vinnu og vitja dóttur sinnar sem væri að verða 10 ára.
Haítí Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira