Biðst afsökunar á ummælum um land fyrir aðild Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. ágúst 2023 08:26 Nató hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem stuðningur bandalagsins við Úkraínu er ítrekaður. epa/Toms Kalnins Stian Jenssen, yfirmaður skrifstofu Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla á dögunum þar sem hann gaf í skyn að Úkraína gæti bundið enda á átökin með því að láta land af hendi. Ummælin lét Jenssen falla í pallborðsumræðum í Noregi á þriðjudag, þar sem hann sagði viðræður standa yfir milli aðildarríkja Nató um það hvernig binda mætti enda á stríðið í Úkraínu. „Ég held að ein lausn gæti verið sú að Úkraína gæfi eftir land í staðinn fyrir aðild að Nató,“ sagði Jenssen en ítrekaði jafnframt að það væri undir Úkraínu komið að ákveða hvað væri ásættanlegt hvað þetta varðaði. Stjórnvöld í Kænugarði brugðust harkalega við ummælunum eftir að greint var frá þeim í miðlinum VG, sem leitaði viðbragða hjá Jenssen seinna sama dag. Sagðist hann þá iðrast þess hvernig hann hefði varpað hugmyndinni fram, það hefðu verið mistök. Hann dró hana hins vegar ekki til baka og sagði að þegar menn myndu setjast niður og eiga alvöru viðræður um frið í Úkraínu myndi hernaðarleg staða mála, þar á meðal hver hefði yfirráð yfir hvaða landsvæði, óneitanlega hafa úrslitaáhrif á umræddar viðræður. Úkraínumenn hafa verið nokkuð afdráttarlausir í þeirri afstöðu sinni að sigur verði aðeins unninn þegar allt það landsvæði sem tilheyrði Úkraínu áður en Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 verði aftur undir þeirra stjórn. Mykhailo Podolyak, einn ráðgjafa Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, var meðal þeirra sem tjáðu sig um ummæli Jenssen og sagði það fáránlega hugmynd að verðlauna Rússa með því að láta Úkraínu gefa frá sér land til að komast undir verndarvæng Nató. Aðeins afgerandi sigur gegn Rússum og stjórnarskipti í Moskvu gætu komið í veg fyrir frekari yfirgang Rússa. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína NATO Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Ummælin lét Jenssen falla í pallborðsumræðum í Noregi á þriðjudag, þar sem hann sagði viðræður standa yfir milli aðildarríkja Nató um það hvernig binda mætti enda á stríðið í Úkraínu. „Ég held að ein lausn gæti verið sú að Úkraína gæfi eftir land í staðinn fyrir aðild að Nató,“ sagði Jenssen en ítrekaði jafnframt að það væri undir Úkraínu komið að ákveða hvað væri ásættanlegt hvað þetta varðaði. Stjórnvöld í Kænugarði brugðust harkalega við ummælunum eftir að greint var frá þeim í miðlinum VG, sem leitaði viðbragða hjá Jenssen seinna sama dag. Sagðist hann þá iðrast þess hvernig hann hefði varpað hugmyndinni fram, það hefðu verið mistök. Hann dró hana hins vegar ekki til baka og sagði að þegar menn myndu setjast niður og eiga alvöru viðræður um frið í Úkraínu myndi hernaðarleg staða mála, þar á meðal hver hefði yfirráð yfir hvaða landsvæði, óneitanlega hafa úrslitaáhrif á umræddar viðræður. Úkraínumenn hafa verið nokkuð afdráttarlausir í þeirri afstöðu sinni að sigur verði aðeins unninn þegar allt það landsvæði sem tilheyrði Úkraínu áður en Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 verði aftur undir þeirra stjórn. Mykhailo Podolyak, einn ráðgjafa Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, var meðal þeirra sem tjáðu sig um ummæli Jenssen og sagði það fáránlega hugmynd að verðlauna Rússa með því að láta Úkraínu gefa frá sér land til að komast undir verndarvæng Nató. Aðeins afgerandi sigur gegn Rússum og stjórnarskipti í Moskvu gætu komið í veg fyrir frekari yfirgang Rússa.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína NATO Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent