Fótbolti

Fyrstur til að vera keyptur á meira en fimm­tíu og átta milljarða á ferlinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Félög hafa eytt meira en 58 milljörðum í brasilíska knattspyrnumanninn Neymar.
Félög hafa eytt meira en 58 milljörðum í brasilíska knattspyrnumanninn Neymar. Getty/Visionhaus

Brasilíumaðurinn Neymar er fyrsti fótboltamaður sögunnar sem hefur verið keyptur fyrir samanlagt meira en fjögur hundruð milljónir evra á sínum ferli.

Sádí-arabíska félagið Al-Hilal keypti Neymar frá franska félaginu París Saint Germain í vikunni fyrir 80 milljónir evra. Hann hefur því kostað samtals fjögur hundruð milljónir evra eða fimmtíu og átta milljarða íslenskra króna.

Áður hafði Barcelona keypt hann á 88 milljónir evra frá Santos í Brasilíu og svo Parísarliðið keypt hann á 222 milljónir evra frá Barcelona sem er enn heimsmet.

Með þessari nýjustu sölu þá tók Neymar efsta sætið af Romelu Lukaku sem hefur verið keyptur fyrir samtals 333,36 milljónir evra á ferlinum. Það má sjá listann hér.

Lukaku hefur verið keyptur sjö sinnum og er líklegur til að fara enn á ný á milli félaga áður en núverandi félagsskiptagluggi lokast.

Cristiano Ronaldo er í þriðja sætinu, Ousmane Dembele í því fjórða og fimmti er Alvaro Morata.

Aðrir á topplistanum eru Philippe Coutinho, Kylian Mbappe, Antoine Griezmann, Angel Di Maria og Zlatan Ibrahimovic. Mbappe er sá af þeim sem á möguleika á að hækka sig verulega á þessum lista í framtíðinni enda kornungur ennþá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×