„Ég myndi nú ekki baða mig í Víti núna“ Máni Snær Þorláksson skrifar 14. ágúst 2023 17:15 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að hann myndi ekki baða sig í Viti eins og staðan er núna. Vísir/Arnar Prófessor í jarðeðlisfræði segir að hann myndi ekki baða sig í Víti eins og staðan er núna. Það séu þó ekki enn komin merki um að gos sé að byrja. Haldi þetta áfram svona sé þó líklegt að það endi með gosi. „Ennþá er ekki farið að sjá merki um að leikar séu farnir að æsast ef svo má að orði komast. En þetta getur náttúrulega ekki haldið áfram svona endalaust. Ef þetta heldur svona áfram þá er líklegt að það endi með gosi, hvenær það verður er ekki gott að segja,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í samtali við fréttastofu. Magnús segir að Askja sé búin að vera að þenjast út í tvö ár. Hún sé búin að lyftast um sextíu, sjötíu sentímetra á þeim tíma. „Þetta telst mikið í flestum eldfjöllum en Askja er svolítið sérstök því hún var búin að síga um allt að einn og hálfan metra á síðustu fimmtíu árum á undan.“ Verið að gera betri mælingar Magnús segir að yfirvöld eigi örugglega eftir að skoða það að færa gönguleiðir og loka aðgengi að ákveðnum hlutum Öskju. Verið sé að fara á svæðið til að gera betri mælingar. „Það er hópur að fara þangað núna að mæla til að geta fengið sem skýrasta mynd af því sem er í gangi núna og hvar það stendur,“ segir hann. Þá segir Magnús að enn séu ekki komin merki um að eldgos sé að hefjast. Fyrir gosið árið 1961 hafi komið skýr merki vikurnar á undan um aukinn jarðhita og gufusprengingar. „Það er eitthvað sem við höfum að minnsta kosti ekki séð ennþá en þurfum að vera vakandi fyrir.“ Hann vekur athygli á því að tjaldsvæðið og skálinn á svæðinu sé langt fyrir utan hættusvæðið. Fólk þurfi ekki að hætta við ferðir þangað, það þurfi þó að fylgja mjög vel þeim leiðbeiningum sem gefnar eru. Sjálfur myndi hann til dæmis ekki taka sundsprett í Víti eins og staðan er. „Ég myndi nú ekki baða mig í Víti núna, ég held að það eigi ekki að gera það núna.“ Askja Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
„Ennþá er ekki farið að sjá merki um að leikar séu farnir að æsast ef svo má að orði komast. En þetta getur náttúrulega ekki haldið áfram svona endalaust. Ef þetta heldur svona áfram þá er líklegt að það endi með gosi, hvenær það verður er ekki gott að segja,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í samtali við fréttastofu. Magnús segir að Askja sé búin að vera að þenjast út í tvö ár. Hún sé búin að lyftast um sextíu, sjötíu sentímetra á þeim tíma. „Þetta telst mikið í flestum eldfjöllum en Askja er svolítið sérstök því hún var búin að síga um allt að einn og hálfan metra á síðustu fimmtíu árum á undan.“ Verið að gera betri mælingar Magnús segir að yfirvöld eigi örugglega eftir að skoða það að færa gönguleiðir og loka aðgengi að ákveðnum hlutum Öskju. Verið sé að fara á svæðið til að gera betri mælingar. „Það er hópur að fara þangað núna að mæla til að geta fengið sem skýrasta mynd af því sem er í gangi núna og hvar það stendur,“ segir hann. Þá segir Magnús að enn séu ekki komin merki um að eldgos sé að hefjast. Fyrir gosið árið 1961 hafi komið skýr merki vikurnar á undan um aukinn jarðhita og gufusprengingar. „Það er eitthvað sem við höfum að minnsta kosti ekki séð ennþá en þurfum að vera vakandi fyrir.“ Hann vekur athygli á því að tjaldsvæðið og skálinn á svæðinu sé langt fyrir utan hættusvæðið. Fólk þurfi ekki að hætta við ferðir þangað, það þurfi þó að fylgja mjög vel þeim leiðbeiningum sem gefnar eru. Sjálfur myndi hann til dæmis ekki taka sundsprett í Víti eins og staðan er. „Ég myndi nú ekki baða mig í Víti núna, ég held að það eigi ekki að gera það núna.“
Askja Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira