Kæra bónda fyrir flutning á dráttarvél Eiður Þór Árnason skrifar 14. ágúst 2023 10:47 Það er í höndum lögreglunnar á Norðurlandi vestra að taka ákvörðun um framhaldið. Ljósmyndin kemur úr safni. Vísir/Arnar Matvælastofnun hefur kært flutning á dráttarvél frá riðusvæði á Norðurlandi vestra til riðulauss svæðis á Vesturlandi fyrr í sumar til lögreglu. Að sögn stofnunarinnar fór flutningurinn fram án lögbundinna þrifa og sótthreinsunar og án samþykkis héraðsdýralæknis. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun en í lok júlí kærði stofnunin tvo bændur á Norðurlandi vestra til lögreglu fyrir að hundsa fyrirmæli yfirdýralæknis. Bændurnir eru sakaðir um að neita að afhenda kindur sem þeir höfðu fengið frá nálægum bæ þar sem búið var að skera niður allt sauðfé vegna riðusmits. „Það fylgir þessu smithætta og það eru alveg skýr fyrirmæli um að það á að þrífa og sótthreinsa vélar. Þarna brást það og það er ólíðandi,“ segir Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur hjá Matvælastofnun, um dráttarvélamálið í samtali við fréttastofu. Sækja þurfi um leyfi til stofnunarinnar þegar tækjabúnaður sem notaður sé til landbúnaðarstarfa er fluttur milli sóttvarnarhólfa, einkum frá áhættusvæðum eða sýktum svæðum. Leyfið sé yfirleitt veitt ef sótthreinsun fer fram undir eftirliti Matvælastofnunar. Einar vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Lögreglan á Norðurlandi vestra staðfestir að fyrri málin sem kærð voru í júlí séu komin inn á borð embættisins og nú til meðferðar. Smitefnið talið geta lifað í yfir áratug Á síðustu árum hafa bæði komið upp riðutilfelli í Skagafirði og Húnaþingi vestra. Hefur bændum á þeim bæjum verið gert lóga kindum sínum til að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Bændurnir eru kærðir á grundvelli laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Þar er kveðið á um að brot gegn fyrirmælum gefnum samkvæmt dýrasjúkdómalögunum varði sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Riðuveiki er langvinnur og ólæknandi smitsjúkdómur í sauðfé sem getur leitt kindur til dauða, að því er segir á vef Matvælastofnunar. Hún veldur hrörnunarskemmdum í heila og mænu dýranna en smitefnið er hvorki baktería né veira heldur aflagað prótín. Smitefnið er talið geta lifað í umhverfi í meira en áratug og komið upp á sama bæ oftar en einu sinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Matvælaframleiðsla Lögreglumál Dýraheilbrigði Landbúnaður Tengdar fréttir Kæra tvo bændur fyrir að neita að afhenda kindur af bæ með riðusmit Matvælastofnun hefur kært tvo bændur á Norðurlandi vestra til lögreglu fyrir að hundsa fyrirmæli yfirdýralæknis. Bændurnir eru sakaðir um að neita að afhenda kindur sem þeir höfðu fengið frá nálægum bæ þar sem búið var að skera niður allt sauðfé vegna riðusmits. 26. júlí 2023 09:21 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun en í lok júlí kærði stofnunin tvo bændur á Norðurlandi vestra til lögreglu fyrir að hundsa fyrirmæli yfirdýralæknis. Bændurnir eru sakaðir um að neita að afhenda kindur sem þeir höfðu fengið frá nálægum bæ þar sem búið var að skera niður allt sauðfé vegna riðusmits. „Það fylgir þessu smithætta og það eru alveg skýr fyrirmæli um að það á að þrífa og sótthreinsa vélar. Þarna brást það og það er ólíðandi,“ segir Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur hjá Matvælastofnun, um dráttarvélamálið í samtali við fréttastofu. Sækja þurfi um leyfi til stofnunarinnar þegar tækjabúnaður sem notaður sé til landbúnaðarstarfa er fluttur milli sóttvarnarhólfa, einkum frá áhættusvæðum eða sýktum svæðum. Leyfið sé yfirleitt veitt ef sótthreinsun fer fram undir eftirliti Matvælastofnunar. Einar vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Lögreglan á Norðurlandi vestra staðfestir að fyrri málin sem kærð voru í júlí séu komin inn á borð embættisins og nú til meðferðar. Smitefnið talið geta lifað í yfir áratug Á síðustu árum hafa bæði komið upp riðutilfelli í Skagafirði og Húnaþingi vestra. Hefur bændum á þeim bæjum verið gert lóga kindum sínum til að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Bændurnir eru kærðir á grundvelli laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Þar er kveðið á um að brot gegn fyrirmælum gefnum samkvæmt dýrasjúkdómalögunum varði sektum eða allt að tveggja ára fangelsi. Riðuveiki er langvinnur og ólæknandi smitsjúkdómur í sauðfé sem getur leitt kindur til dauða, að því er segir á vef Matvælastofnunar. Hún veldur hrörnunarskemmdum í heila og mænu dýranna en smitefnið er hvorki baktería né veira heldur aflagað prótín. Smitefnið er talið geta lifað í umhverfi í meira en áratug og komið upp á sama bæ oftar en einu sinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Matvælaframleiðsla Lögreglumál Dýraheilbrigði Landbúnaður Tengdar fréttir Kæra tvo bændur fyrir að neita að afhenda kindur af bæ með riðusmit Matvælastofnun hefur kært tvo bændur á Norðurlandi vestra til lögreglu fyrir að hundsa fyrirmæli yfirdýralæknis. Bændurnir eru sakaðir um að neita að afhenda kindur sem þeir höfðu fengið frá nálægum bæ þar sem búið var að skera niður allt sauðfé vegna riðusmits. 26. júlí 2023 09:21 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Kæra tvo bændur fyrir að neita að afhenda kindur af bæ með riðusmit Matvælastofnun hefur kært tvo bændur á Norðurlandi vestra til lögreglu fyrir að hundsa fyrirmæli yfirdýralæknis. Bændurnir eru sakaðir um að neita að afhenda kindur sem þeir höfðu fengið frá nálægum bæ þar sem búið var að skera niður allt sauðfé vegna riðusmits. 26. júlí 2023 09:21