Fótbolti

Mikael Neville tryggði AGF stig með marki úr víti á 103. mínútu

Siggeir Ævarsson skrifar
Mikael Neville Anderson var allt í öllu hjá AGF í dag
Mikael Neville Anderson var allt í öllu hjá AGF í dag vísir/Getty

Það var boðið upp á mikla dramatík í lokaleik dagsins í dönsku úrvalsdeildinni en það var Mikael Neville sem tryggði AGF stig gegn Silkeborg með marki þegar 102 mínútur voru komnar á leikklukkuna.

Uppgefinn uppbótartími í leiknum var fimm mínútur en leikmönnum Silkeborg tókst að setja boltann tvisvar í netið eftir að 90. mínútur voru liðnar og því bætti dómarinn nokkrum mínútum enn við. 

Á 103. mínútu fékk AGF svo vítaspyrnu og fór Mikael á punktinn og skoraði. Stefán Teitur Þórðarson mótmælti dómnum af krafti en uppskar aðeins gult spjald að launum. Mikael var allt í öllu hjá AGF í dag en hann lagði upp fyrra mark liðsins.

Úrslit dagsins í dönsku úrvalsdeildinni

Randers 0 - Nordsjælland 5

Velje 1 - Midtjylland 2

Bröndby 3 - Lyngby 0

AGF 2 - Silkeborg 2


Tengdar fréttir

Kolbeinn sá rautt í 3-0 tapi Lyngby

Freyr Alexandersson og lærisveinar hans í Lyngby áttu ekki góða ferð til Bröndby í dag en liðið tapaði 3-0 í 4. umferð dönsku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×