Innlent

Bein útsending: Ný framkvæmdaáætlun um barnavernd

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Börn að leik í Elliðaárdal.
Börn að leik í Elliðaárdal. Vísir/Vilhelm

Ný framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndar fyrir árin 2023 til 2027 verður kynnt í morgunsárið. Mennta- og barnamálaráðuneytið stendur fyrir morgunverðarfundi af því tilefni í beinu streymi.

Á fundinum verða kynntar tillögur að aðgerðum og fyrirkomulagi þjónustu við börn með fjölþættan vanda.

Dagskrá

8:30 Morgunverður

8:45 Ávarp mennta- og barnamálaráðherra

8:55 Framkvæmdaáætlun um barnavernd

Hlín Sæþórsdóttir, sérfræðingur hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu

9:25 Fyrirkomulag þjónustu við börn með fjölþættan vanda

Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Barna- og fjölskyldustofu

Arnar Haraldsson, ráðgjafi hjá HLH ráðgjöf

9:45 Umræður

Í tilkynningu vegna viðburðarins segir að framkvæmdaáætlunin miði að því að börn verði í öndvegi í allri nálgun. Hún leggur áherslu á mannréttindi og samfélagsþátttöku barna og að hver og ein aðgerð í áætluninni taki mið af öllum börnum óháð kynþætti, þjóðerni, trú, lífsskoðun, fötlun og kynhneigð. 

Nánari upplýsingar um framkvæmdaáætlunina er að finna í samráðsgátt stjórnvalda.

„Við undirbúning áætlunarinnar var haft víðtækt samráð við helstu hagsmunaaðila um áherslur og forgangsröðun verkefna. Var þetta í fyrsta sinn sem börn voru þátttakendur í samráði við undirbúning framkvæmdaáætlunar á sviði barnaverndar. Litið var sérstaklega til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Þingsályktunartillaga um framkvæmdaáætlunina verður lögð fyrir Alþingi í haust,“ segir í tilkynningu.

Síðasta sumar skipaði Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, stýrihóp um fyrirkomulag þjónustu við börn með fjölþættan vanda. Tillögur stýrihópsins verða einnig kynntar á fundinum. Þeim er ætlað að tryggja að börn hafi aðgang að viðeigandi úrræðum þegar þeirra er þörf.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×