Fótbolti

Mbappé fær að æfa með liðsfélögum sínum á ný

Siggeir Ævarsson skrifar
Mbappé fylgist með fyrsta leik tímabilsins hjá PSG úr stúkunni
Mbappé fylgist með fyrsta leik tímabilsins hjá PSG úr stúkunni Vísir/Getty

Einhver þíða virðist vera komin í samskipti Kylian Mbappé og PSG en samkvæmt tilkynningu frá félaginu í morgun hefur Mbappé verið hleypt inn í æfingahóp liðsins á ný.

Undanfarna mánuði hefur kalt stríð geisað á milli Mbappé og PSG en hann á aðeins ár eftir af samningi sínum við liðið sem hingað til hefur harðneitað að selja hann þrátt fyrir að Mbappé hafi áhuga á að leita á ný mið og neitað að framlengja samning sinn við liðið.

Samskipti hans og PSG hafa verið í algjörum hnút en forráðamenn franska liðsins telja að Mbappé hafi þegar samið við Real Madríd um félagaskipti sumarið 2024 þegar samningur hans við PSG rennur út. 

Al Hilal reyndi að höggva á hnútinn í sumar og bauð stjarnfræðilega háar upphæðir, bæði til PSG til að kaupa Mbappé og leikmanninum sjálfum 700 milljónir evra í árslaun, en hann neitað að svo mikið sem ræða við Sádana.

Hann var í kjölfarið settur á ís hjá PSG og fór ekki með liðinu í æfingaferð til Asíu og eftir að liðið kom til baka hefur hann æft einn. En eftir gott samtal á milli hans og stjórnenda liðsins virðist eitthvað vera að rofa til og Mbappé kominn inn úr frostinu.


Tengdar fréttir

Slök byrjun með stjörnurnar í straffi

Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain fara ekki vel af stað í frönsku úrvalsdeildinni. Markalaust jafntefli niðurstaðan í leik þar sem leikmenn utan liðsins vekja meiri athygli en þeir innan hans.

Heldur áfram að æfa einn

Kylian Mbappe mun halda áfram að æfa einn þegar liðsfélagar hans í PSG hefja lokaundirbúning sinn fyrir frönsku úrvalsdeildina í dag.

Mbappé neitar að ræða við Sádana

Kylian Mbappé hefur ekki minnsta áhuga á að spila fótbolta í Sádi-Arabíu og hefur neitað að ræða við forráðamenn Al Hilal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×