Innlent

Hópslagsmál og hávaðatilkynningar í nótt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lögregla sinnti ýmsum verkefnum á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Flest þeirra voru aðstoðarbeiðnir, hávaðatilkynningar eða tilkynningar um aðila í annarlegu ástandi.
Lögregla sinnti ýmsum verkefnum á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Flest þeirra voru aðstoðarbeiðnir, hávaðatilkynningar eða tilkynningar um aðila í annarlegu ástandi. Vísir/Vilhelm

Lögreglan var kölluð til í Reykjavík og í Kópavogi í nótt vegna hópslagsmála. Alls voru 77 mál skráð hjá lögreglu yfir hálfan sólarhring, frá fimm síðdegis þar til í nótt.

Vestan Elliðaár handtók lögregla aðila sem talinn var reyna að brjóta sér leið inn í húsnæði í miðbænum. Þá var lögregla kölluð út vegna hópslagsmála í póstnúmeri 104. 

Vísa þurfti einum sem var til vandræða á skemmtistað í miðborginni út af staðnum. Þá var annar í annarlegu ástandi staðinn að því að valda eignarspjöllum á nærliggjandi bifreiðum.

Í Kópavogi var lögreglan einnig kölluð út vegna hópslagsmála og þá sinnti lögreglufólk af stöðinni aðila í annarlegu ástandi og illa til reika. Í nágrannasveitafélaginu Garðabæ var lögregla kölluð til vegna slagsmála. 

Ekið var á reiðhjólamanna í Grafarvogi og þá voru tveir ökuþórar handteknir grunaðir um ölvun við akstur annars vegar og akstur undir áhrifum fíkniefna hins vegar. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×