Olli stórhættu með glæfralegri framúrkeyrslu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. ágúst 2023 23:15 Litlu mátti muna þegar bílstjóri Eimskipa tók fram úr bíl á meðan bílaröð mætti úr gagnstæðri átt. vésteinn valgarðsson Bílstjóri Eimskipa olli mikilli hættu á þjóðveginum við Skeiðarársand með glæfralegri framúrkeyrslu sem náðist á myndband. Stutt er síðan sambærilegt myndband náðist af flutningabíl Samskipa sem varð til þess að bílstjóranum var sagt upp störfum. Myndbandið, sem tekið var fimmtudagskvöld, birti Vésteinn Valgarðsson sem var þar á ferð fyrir aftan flutningabílinn með fjölskyldu sinni. Á undan þeim var flutningabíll merktur Eimskipum með tengivagn. „Við erum þarna á 90 og bíllinn fyrir framan, Dacia duster, líka,“ segir Vésteinn í samtali við Vísi. „Við tökum eftir því að hann fer að rása svolítið frá hægri til vinstri. Höfðum tekið eftir því og vildum hafa extra fjarlægð, eins og maður gerir þegar bílstjórar eru glæfralegir. Hann fer svo fram úr bílnum á undan, þessi trukkur er þá á meira en 90, með tengivagninn, að troðast fram úr á mjóum veginum.“ Þau hafi þá tekið eftir því að bílar komu úr gagnstæðri átt. „Við náum þessu myndbandi þegar hann var að klára að fara fram úr. Hann rétt svo nær aftur yfir á sína akrein áður en hann mætir þremur bílum sem koma á móti. Þeir hafa ábyggilega þurft að hægja vel á sér til að fá ekki þetta ferlíki framan á sig og fara í köku.“ Það sem meira er, segir Vésteinn, virtist bílstjórinn ekki hafa verið að flýta sér. „Hann stoppar svo á veitingasölu tíu mínútum síðar. Ég er ekki að segja að það réttlæti svona hegðun í umferðinni en ef hann væri að flýta sér myndi maður skilja mótífið,“ bætir Vésteinn við. Bílstjóri Samskipa var í júlí staðinn að stórhættulegum framúrakstri á hringveginum og var í framhaldinu sagt upp störfum. Myndband náðist af akstri hans en greint var frá því að bílstjórinn verði yfirheyrður hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Sveitarfélagið Hornafjörður Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Nokkur hætta var á ferðum þegar vörubílstjóri Samskipa reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness um klukkan fjögur í dag. Engum varð meint af en sjónarvottur gagnrýnir bílstjórann harðlega fyrir að taka slíka áhættu á þröngum vegi. Samskip segja málið litið mjög alvarlegum augum. 11. júlí 2023 20:54 Bílstjórinn rekinn og má reikna með kæru fyrir aksturinn Bílstjóra Samskipa sem staðinn var að stórhættulegum framúrakstri á hringveginum í gær hefur verið sagt upp störfum. Hann verður yfirheyrður hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Saksóknari mun svo ákveða fyrir hversu alvarlegt brot hann verður ákærður. 12. júlí 2023 16:18 Líta málið alvarlegum augum og boða tilkynningu Nokkur hætta var á ferðum þegar flutningabílstjóri Samskipa með tengivagn reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness síðdegis í gær. Forstöðumaður innanlandsflutninga Samskipa segir atvikið engan veginn í samræmi við öryggiskröfur fyrirtækisins og að rætt verði við bílstjórann í dag til að ljúka málinu. 12. júlí 2023 14:59 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
Myndbandið, sem tekið var fimmtudagskvöld, birti Vésteinn Valgarðsson sem var þar á ferð fyrir aftan flutningabílinn með fjölskyldu sinni. Á undan þeim var flutningabíll merktur Eimskipum með tengivagn. „Við erum þarna á 90 og bíllinn fyrir framan, Dacia duster, líka,“ segir Vésteinn í samtali við Vísi. „Við tökum eftir því að hann fer að rása svolítið frá hægri til vinstri. Höfðum tekið eftir því og vildum hafa extra fjarlægð, eins og maður gerir þegar bílstjórar eru glæfralegir. Hann fer svo fram úr bílnum á undan, þessi trukkur er þá á meira en 90, með tengivagninn, að troðast fram úr á mjóum veginum.“ Þau hafi þá tekið eftir því að bílar komu úr gagnstæðri átt. „Við náum þessu myndbandi þegar hann var að klára að fara fram úr. Hann rétt svo nær aftur yfir á sína akrein áður en hann mætir þremur bílum sem koma á móti. Þeir hafa ábyggilega þurft að hægja vel á sér til að fá ekki þetta ferlíki framan á sig og fara í köku.“ Það sem meira er, segir Vésteinn, virtist bílstjórinn ekki hafa verið að flýta sér. „Hann stoppar svo á veitingasölu tíu mínútum síðar. Ég er ekki að segja að það réttlæti svona hegðun í umferðinni en ef hann væri að flýta sér myndi maður skilja mótífið,“ bætir Vésteinn við. Bílstjóri Samskipa var í júlí staðinn að stórhættulegum framúrakstri á hringveginum og var í framhaldinu sagt upp störfum. Myndband náðist af akstri hans en greint var frá því að bílstjórinn verði yfirheyrður hjá Lögreglunni á Vesturlandi.
Sveitarfélagið Hornafjörður Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Nokkur hætta var á ferðum þegar vörubílstjóri Samskipa reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness um klukkan fjögur í dag. Engum varð meint af en sjónarvottur gagnrýnir bílstjórann harðlega fyrir að taka slíka áhættu á þröngum vegi. Samskip segja málið litið mjög alvarlegum augum. 11. júlí 2023 20:54 Bílstjórinn rekinn og má reikna með kæru fyrir aksturinn Bílstjóra Samskipa sem staðinn var að stórhættulegum framúrakstri á hringveginum í gær hefur verið sagt upp störfum. Hann verður yfirheyrður hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Saksóknari mun svo ákveða fyrir hversu alvarlegt brot hann verður ákærður. 12. júlí 2023 16:18 Líta málið alvarlegum augum og boða tilkynningu Nokkur hætta var á ferðum þegar flutningabílstjóri Samskipa með tengivagn reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness síðdegis í gær. Forstöðumaður innanlandsflutninga Samskipa segir atvikið engan veginn í samræmi við öryggiskröfur fyrirtækisins og að rætt verði við bílstjórann í dag til að ljúka málinu. 12. júlí 2023 14:59 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Sjá meira
Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Nokkur hætta var á ferðum þegar vörubílstjóri Samskipa reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness um klukkan fjögur í dag. Engum varð meint af en sjónarvottur gagnrýnir bílstjórann harðlega fyrir að taka slíka áhættu á þröngum vegi. Samskip segja málið litið mjög alvarlegum augum. 11. júlí 2023 20:54
Bílstjórinn rekinn og má reikna með kæru fyrir aksturinn Bílstjóra Samskipa sem staðinn var að stórhættulegum framúrakstri á hringveginum í gær hefur verið sagt upp störfum. Hann verður yfirheyrður hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Saksóknari mun svo ákveða fyrir hversu alvarlegt brot hann verður ákærður. 12. júlí 2023 16:18
Líta málið alvarlegum augum og boða tilkynningu Nokkur hætta var á ferðum þegar flutningabílstjóri Samskipa með tengivagn reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness síðdegis í gær. Forstöðumaður innanlandsflutninga Samskipa segir atvikið engan veginn í samræmi við öryggiskröfur fyrirtækisins og að rætt verði við bílstjórann í dag til að ljúka málinu. 12. júlí 2023 14:59