Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Eiður Þór Árnason og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 11. júlí 2023 20:54 Litlu mátti muna þegar bílstjórinn reyndi að komast aftur inn á hægri vegarhelminginn. Arna Sjöfn Ævarsdóttir Nokkur hætta var á ferðum þegar vörubílstjóri Samskipa reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness um klukkan fjögur í dag. Engum varð meint af en sjónarvottur gagnrýnir bílstjórann harðlega fyrir að taka slíka áhættu á þröngum vegi. Samskip segja málið litið mjög alvarlegum augum. Arna Sjöfn Ævarsdóttir greinir frá atvikinu á Facebook-síðu sinni og deilir myndskeiði sem hún náði af akstrinum. Hún segir um hafi verið að ræða þröngan veg með lélegu skyggni til framúraksturs. „Við sáum hann fyrir aftan okkur reyna og reyna að færa sig um akrein til þess að taka fram úr. Sáum við bílinn koma á móti en skil ég ekki hvers vegna hann sá bílinn ekki þar sem hann var á margfalt stærri bíl,“ segir hún í færslunni sem hefur vakið mikla athygli. Bílstjórar á þessum vegarkafla hafi verið að keyra á um áttatíu kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er níutíu kílómetrar. Klippa: Glæfralegur akstur vörubílstjóra „Vorkenni ég virkilega fólkinu sem kom keyrandi á móti manninum sem rétt náðu að skjóta sér frá og einnig þeim sem voru fyrir framan okkur á rauða bílnum sem var þrýst í það að sveigja sér næstum því útaf veginum til þess að bjarga sér frá stórskaða.“ Tók fram úr yfir fimm bílum Í samtali við Vísi segist Arna fljótlega tekið upp símann til þess að taka upp þegar hún sá aksturslag ökumannsins nokkrum bílum aftar. „Við sjáum fyrir okkur stórslys í vændum,“ segir hún og vekur athygli á hve þröngur vegurinn var auk þess hve vont skyggnið var. „Við sáum hann í baksýnisspeglinum byrja að taka fram úr bílunum á bak við okkur og þá hægði unnusti minn á sér af því að við sáum bílinn koma á móti og við héldum að hann myndi skjóta sér fyrir framan okkur. Í staðinn hélt hann bara áfram, í svona slæmu skyggni,“ segir Arna. Flutningabíllinn hafði þá tekið fram úr fimm bílum. Arna segir atburðinn hafa verið mikið áfall og heppni að ekki hafi farið verr. Hún segir bílstjóra rauða bílsins sem ók á undan þeim hafa þurft að stoppa í vegkanti til þess að ná andanum eftir atvikið. Sama hafi átt við konurnar í svarta bílnum sem ók á móti þeim. „Það er svo hræðileg tilhugsun að hugsa með sér hvað hefði gerst ef fólk hefði ekki brugðist svona skjótt við,“ segir Arna. Búið að ræða við bílstjórann Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, markaðsstjóri Samskipa, segir fyrirtækið harma þetta atvik og líta málið mjög alvarlegum augum. Strax hafi verið rætt við umræddan bílstjóra vegna málsins en Þórunn gat ekki sagt til um það hvort þetta kunni að hafa einhverjar afleiðingar fyrir starfsmanninn. Næstu skref í málinu verði tekin á morgun. Hún bætir við að aksturinn sé engan veginn í samræmi við verklagsreglur Samskipa um hegðun bílstjóra í umferðinni og þau þakki Örnu fyrir að vekja athygli þeirra á þessu. „Ég bara undirstrika það að við tökum þetta mjög, mjög, mjög alvarlega.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Umferð Umferðaröryggi Borgarbyggð Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að fara að gera eitthvað meira heldur en að tala“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira
Arna Sjöfn Ævarsdóttir greinir frá atvikinu á Facebook-síðu sinni og deilir myndskeiði sem hún náði af akstrinum. Hún segir um hafi verið að ræða þröngan veg með lélegu skyggni til framúraksturs. „Við sáum hann fyrir aftan okkur reyna og reyna að færa sig um akrein til þess að taka fram úr. Sáum við bílinn koma á móti en skil ég ekki hvers vegna hann sá bílinn ekki þar sem hann var á margfalt stærri bíl,“ segir hún í færslunni sem hefur vakið mikla athygli. Bílstjórar á þessum vegarkafla hafi verið að keyra á um áttatíu kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er níutíu kílómetrar. Klippa: Glæfralegur akstur vörubílstjóra „Vorkenni ég virkilega fólkinu sem kom keyrandi á móti manninum sem rétt náðu að skjóta sér frá og einnig þeim sem voru fyrir framan okkur á rauða bílnum sem var þrýst í það að sveigja sér næstum því útaf veginum til þess að bjarga sér frá stórskaða.“ Tók fram úr yfir fimm bílum Í samtali við Vísi segist Arna fljótlega tekið upp símann til þess að taka upp þegar hún sá aksturslag ökumannsins nokkrum bílum aftar. „Við sjáum fyrir okkur stórslys í vændum,“ segir hún og vekur athygli á hve þröngur vegurinn var auk þess hve vont skyggnið var. „Við sáum hann í baksýnisspeglinum byrja að taka fram úr bílunum á bak við okkur og þá hægði unnusti minn á sér af því að við sáum bílinn koma á móti og við héldum að hann myndi skjóta sér fyrir framan okkur. Í staðinn hélt hann bara áfram, í svona slæmu skyggni,“ segir Arna. Flutningabíllinn hafði þá tekið fram úr fimm bílum. Arna segir atburðinn hafa verið mikið áfall og heppni að ekki hafi farið verr. Hún segir bílstjóra rauða bílsins sem ók á undan þeim hafa þurft að stoppa í vegkanti til þess að ná andanum eftir atvikið. Sama hafi átt við konurnar í svarta bílnum sem ók á móti þeim. „Það er svo hræðileg tilhugsun að hugsa með sér hvað hefði gerst ef fólk hefði ekki brugðist svona skjótt við,“ segir Arna. Búið að ræða við bílstjórann Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, markaðsstjóri Samskipa, segir fyrirtækið harma þetta atvik og líta málið mjög alvarlegum augum. Strax hafi verið rætt við umræddan bílstjóra vegna málsins en Þórunn gat ekki sagt til um það hvort þetta kunni að hafa einhverjar afleiðingar fyrir starfsmanninn. Næstu skref í málinu verði tekin á morgun. Hún bætir við að aksturinn sé engan veginn í samræmi við verklagsreglur Samskipa um hegðun bílstjóra í umferðinni og þau þakki Örnu fyrir að vekja athygli þeirra á þessu. „Ég bara undirstrika það að við tökum þetta mjög, mjög, mjög alvarlega.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Umferð Umferðaröryggi Borgarbyggð Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að fara að gera eitthvað meira heldur en að tala“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira