Olli stórhættu með glæfralegri framúrkeyrslu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. ágúst 2023 23:15 Litlu mátti muna þegar bílstjóri Eimskipa tók fram úr bíl á meðan bílaröð mætti úr gagnstæðri átt. vésteinn valgarðsson Bílstjóri Eimskipa olli mikilli hættu á þjóðveginum við Skeiðarársand með glæfralegri framúrkeyrslu sem náðist á myndband. Stutt er síðan sambærilegt myndband náðist af flutningabíl Samskipa sem varð til þess að bílstjóranum var sagt upp störfum. Myndbandið, sem tekið var fimmtudagskvöld, birti Vésteinn Valgarðsson sem var þar á ferð fyrir aftan flutningabílinn með fjölskyldu sinni. Á undan þeim var flutningabíll merktur Eimskipum með tengivagn. „Við erum þarna á 90 og bíllinn fyrir framan, Dacia duster, líka,“ segir Vésteinn í samtali við Vísi. „Við tökum eftir því að hann fer að rása svolítið frá hægri til vinstri. Höfðum tekið eftir því og vildum hafa extra fjarlægð, eins og maður gerir þegar bílstjórar eru glæfralegir. Hann fer svo fram úr bílnum á undan, þessi trukkur er þá á meira en 90, með tengivagninn, að troðast fram úr á mjóum veginum.“ Þau hafi þá tekið eftir því að bílar komu úr gagnstæðri átt. „Við náum þessu myndbandi þegar hann var að klára að fara fram úr. Hann rétt svo nær aftur yfir á sína akrein áður en hann mætir þremur bílum sem koma á móti. Þeir hafa ábyggilega þurft að hægja vel á sér til að fá ekki þetta ferlíki framan á sig og fara í köku.“ Það sem meira er, segir Vésteinn, virtist bílstjórinn ekki hafa verið að flýta sér. „Hann stoppar svo á veitingasölu tíu mínútum síðar. Ég er ekki að segja að það réttlæti svona hegðun í umferðinni en ef hann væri að flýta sér myndi maður skilja mótífið,“ bætir Vésteinn við. Bílstjóri Samskipa var í júlí staðinn að stórhættulegum framúrakstri á hringveginum og var í framhaldinu sagt upp störfum. Myndband náðist af akstri hans en greint var frá því að bílstjórinn verði yfirheyrður hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Sveitarfélagið Hornafjörður Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Nokkur hætta var á ferðum þegar vörubílstjóri Samskipa reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness um klukkan fjögur í dag. Engum varð meint af en sjónarvottur gagnrýnir bílstjórann harðlega fyrir að taka slíka áhættu á þröngum vegi. Samskip segja málið litið mjög alvarlegum augum. 11. júlí 2023 20:54 Bílstjórinn rekinn og má reikna með kæru fyrir aksturinn Bílstjóra Samskipa sem staðinn var að stórhættulegum framúrakstri á hringveginum í gær hefur verið sagt upp störfum. Hann verður yfirheyrður hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Saksóknari mun svo ákveða fyrir hversu alvarlegt brot hann verður ákærður. 12. júlí 2023 16:18 Líta málið alvarlegum augum og boða tilkynningu Nokkur hætta var á ferðum þegar flutningabílstjóri Samskipa með tengivagn reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness síðdegis í gær. Forstöðumaður innanlandsflutninga Samskipa segir atvikið engan veginn í samræmi við öryggiskröfur fyrirtækisins og að rætt verði við bílstjórann í dag til að ljúka málinu. 12. júlí 2023 14:59 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Myndbandið, sem tekið var fimmtudagskvöld, birti Vésteinn Valgarðsson sem var þar á ferð fyrir aftan flutningabílinn með fjölskyldu sinni. Á undan þeim var flutningabíll merktur Eimskipum með tengivagn. „Við erum þarna á 90 og bíllinn fyrir framan, Dacia duster, líka,“ segir Vésteinn í samtali við Vísi. „Við tökum eftir því að hann fer að rása svolítið frá hægri til vinstri. Höfðum tekið eftir því og vildum hafa extra fjarlægð, eins og maður gerir þegar bílstjórar eru glæfralegir. Hann fer svo fram úr bílnum á undan, þessi trukkur er þá á meira en 90, með tengivagninn, að troðast fram úr á mjóum veginum.“ Þau hafi þá tekið eftir því að bílar komu úr gagnstæðri átt. „Við náum þessu myndbandi þegar hann var að klára að fara fram úr. Hann rétt svo nær aftur yfir á sína akrein áður en hann mætir þremur bílum sem koma á móti. Þeir hafa ábyggilega þurft að hægja vel á sér til að fá ekki þetta ferlíki framan á sig og fara í köku.“ Það sem meira er, segir Vésteinn, virtist bílstjórinn ekki hafa verið að flýta sér. „Hann stoppar svo á veitingasölu tíu mínútum síðar. Ég er ekki að segja að það réttlæti svona hegðun í umferðinni en ef hann væri að flýta sér myndi maður skilja mótífið,“ bætir Vésteinn við. Bílstjóri Samskipa var í júlí staðinn að stórhættulegum framúrakstri á hringveginum og var í framhaldinu sagt upp störfum. Myndband náðist af akstri hans en greint var frá því að bílstjórinn verði yfirheyrður hjá Lögreglunni á Vesturlandi.
Sveitarfélagið Hornafjörður Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Nokkur hætta var á ferðum þegar vörubílstjóri Samskipa reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness um klukkan fjögur í dag. Engum varð meint af en sjónarvottur gagnrýnir bílstjórann harðlega fyrir að taka slíka áhættu á þröngum vegi. Samskip segja málið litið mjög alvarlegum augum. 11. júlí 2023 20:54 Bílstjórinn rekinn og má reikna með kæru fyrir aksturinn Bílstjóra Samskipa sem staðinn var að stórhættulegum framúrakstri á hringveginum í gær hefur verið sagt upp störfum. Hann verður yfirheyrður hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Saksóknari mun svo ákveða fyrir hversu alvarlegt brot hann verður ákærður. 12. júlí 2023 16:18 Líta málið alvarlegum augum og boða tilkynningu Nokkur hætta var á ferðum þegar flutningabílstjóri Samskipa með tengivagn reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness síðdegis í gær. Forstöðumaður innanlandsflutninga Samskipa segir atvikið engan veginn í samræmi við öryggiskröfur fyrirtækisins og að rætt verði við bílstjórann í dag til að ljúka málinu. 12. júlí 2023 14:59 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Nokkur hætta var á ferðum þegar vörubílstjóri Samskipa reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness um klukkan fjögur í dag. Engum varð meint af en sjónarvottur gagnrýnir bílstjórann harðlega fyrir að taka slíka áhættu á þröngum vegi. Samskip segja málið litið mjög alvarlegum augum. 11. júlí 2023 20:54
Bílstjórinn rekinn og má reikna með kæru fyrir aksturinn Bílstjóra Samskipa sem staðinn var að stórhættulegum framúrakstri á hringveginum í gær hefur verið sagt upp störfum. Hann verður yfirheyrður hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Saksóknari mun svo ákveða fyrir hversu alvarlegt brot hann verður ákærður. 12. júlí 2023 16:18
Líta málið alvarlegum augum og boða tilkynningu Nokkur hætta var á ferðum þegar flutningabílstjóri Samskipa með tengivagn reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness síðdegis í gær. Forstöðumaður innanlandsflutninga Samskipa segir atvikið engan veginn í samræmi við öryggiskröfur fyrirtækisins og að rætt verði við bílstjórann í dag til að ljúka málinu. 12. júlí 2023 14:59