Olli stórhættu með glæfralegri framúrkeyrslu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. ágúst 2023 23:15 Litlu mátti muna þegar bílstjóri Eimskipa tók fram úr bíl á meðan bílaröð mætti úr gagnstæðri átt. vésteinn valgarðsson Bílstjóri Eimskipa olli mikilli hættu á þjóðveginum við Skeiðarársand með glæfralegri framúrkeyrslu sem náðist á myndband. Stutt er síðan sambærilegt myndband náðist af flutningabíl Samskipa sem varð til þess að bílstjóranum var sagt upp störfum. Myndbandið, sem tekið var fimmtudagskvöld, birti Vésteinn Valgarðsson sem var þar á ferð fyrir aftan flutningabílinn með fjölskyldu sinni. Á undan þeim var flutningabíll merktur Eimskipum með tengivagn. „Við erum þarna á 90 og bíllinn fyrir framan, Dacia duster, líka,“ segir Vésteinn í samtali við Vísi. „Við tökum eftir því að hann fer að rása svolítið frá hægri til vinstri. Höfðum tekið eftir því og vildum hafa extra fjarlægð, eins og maður gerir þegar bílstjórar eru glæfralegir. Hann fer svo fram úr bílnum á undan, þessi trukkur er þá á meira en 90, með tengivagninn, að troðast fram úr á mjóum veginum.“ Þau hafi þá tekið eftir því að bílar komu úr gagnstæðri átt. „Við náum þessu myndbandi þegar hann var að klára að fara fram úr. Hann rétt svo nær aftur yfir á sína akrein áður en hann mætir þremur bílum sem koma á móti. Þeir hafa ábyggilega þurft að hægja vel á sér til að fá ekki þetta ferlíki framan á sig og fara í köku.“ Það sem meira er, segir Vésteinn, virtist bílstjórinn ekki hafa verið að flýta sér. „Hann stoppar svo á veitingasölu tíu mínútum síðar. Ég er ekki að segja að það réttlæti svona hegðun í umferðinni en ef hann væri að flýta sér myndi maður skilja mótífið,“ bætir Vésteinn við. Bílstjóri Samskipa var í júlí staðinn að stórhættulegum framúrakstri á hringveginum og var í framhaldinu sagt upp störfum. Myndband náðist af akstri hans en greint var frá því að bílstjórinn verði yfirheyrður hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Sveitarfélagið Hornafjörður Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Nokkur hætta var á ferðum þegar vörubílstjóri Samskipa reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness um klukkan fjögur í dag. Engum varð meint af en sjónarvottur gagnrýnir bílstjórann harðlega fyrir að taka slíka áhættu á þröngum vegi. Samskip segja málið litið mjög alvarlegum augum. 11. júlí 2023 20:54 Bílstjórinn rekinn og má reikna með kæru fyrir aksturinn Bílstjóra Samskipa sem staðinn var að stórhættulegum framúrakstri á hringveginum í gær hefur verið sagt upp störfum. Hann verður yfirheyrður hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Saksóknari mun svo ákveða fyrir hversu alvarlegt brot hann verður ákærður. 12. júlí 2023 16:18 Líta málið alvarlegum augum og boða tilkynningu Nokkur hætta var á ferðum þegar flutningabílstjóri Samskipa með tengivagn reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness síðdegis í gær. Forstöðumaður innanlandsflutninga Samskipa segir atvikið engan veginn í samræmi við öryggiskröfur fyrirtækisins og að rætt verði við bílstjórann í dag til að ljúka málinu. 12. júlí 2023 14:59 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
Myndbandið, sem tekið var fimmtudagskvöld, birti Vésteinn Valgarðsson sem var þar á ferð fyrir aftan flutningabílinn með fjölskyldu sinni. Á undan þeim var flutningabíll merktur Eimskipum með tengivagn. „Við erum þarna á 90 og bíllinn fyrir framan, Dacia duster, líka,“ segir Vésteinn í samtali við Vísi. „Við tökum eftir því að hann fer að rása svolítið frá hægri til vinstri. Höfðum tekið eftir því og vildum hafa extra fjarlægð, eins og maður gerir þegar bílstjórar eru glæfralegir. Hann fer svo fram úr bílnum á undan, þessi trukkur er þá á meira en 90, með tengivagninn, að troðast fram úr á mjóum veginum.“ Þau hafi þá tekið eftir því að bílar komu úr gagnstæðri átt. „Við náum þessu myndbandi þegar hann var að klára að fara fram úr. Hann rétt svo nær aftur yfir á sína akrein áður en hann mætir þremur bílum sem koma á móti. Þeir hafa ábyggilega þurft að hægja vel á sér til að fá ekki þetta ferlíki framan á sig og fara í köku.“ Það sem meira er, segir Vésteinn, virtist bílstjórinn ekki hafa verið að flýta sér. „Hann stoppar svo á veitingasölu tíu mínútum síðar. Ég er ekki að segja að það réttlæti svona hegðun í umferðinni en ef hann væri að flýta sér myndi maður skilja mótífið,“ bætir Vésteinn við. Bílstjóri Samskipa var í júlí staðinn að stórhættulegum framúrakstri á hringveginum og var í framhaldinu sagt upp störfum. Myndband náðist af akstri hans en greint var frá því að bílstjórinn verði yfirheyrður hjá Lögreglunni á Vesturlandi.
Sveitarfélagið Hornafjörður Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Tengdar fréttir Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Nokkur hætta var á ferðum þegar vörubílstjóri Samskipa reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness um klukkan fjögur í dag. Engum varð meint af en sjónarvottur gagnrýnir bílstjórann harðlega fyrir að taka slíka áhættu á þröngum vegi. Samskip segja málið litið mjög alvarlegum augum. 11. júlí 2023 20:54 Bílstjórinn rekinn og má reikna með kæru fyrir aksturinn Bílstjóra Samskipa sem staðinn var að stórhættulegum framúrakstri á hringveginum í gær hefur verið sagt upp störfum. Hann verður yfirheyrður hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Saksóknari mun svo ákveða fyrir hversu alvarlegt brot hann verður ákærður. 12. júlí 2023 16:18 Líta málið alvarlegum augum og boða tilkynningu Nokkur hætta var á ferðum þegar flutningabílstjóri Samskipa með tengivagn reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness síðdegis í gær. Forstöðumaður innanlandsflutninga Samskipa segir atvikið engan veginn í samræmi við öryggiskröfur fyrirtækisins og að rætt verði við bílstjórann í dag til að ljúka málinu. 12. júlí 2023 14:59 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Nokkur hætta var á ferðum þegar vörubílstjóri Samskipa reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness um klukkan fjögur í dag. Engum varð meint af en sjónarvottur gagnrýnir bílstjórann harðlega fyrir að taka slíka áhættu á þröngum vegi. Samskip segja málið litið mjög alvarlegum augum. 11. júlí 2023 20:54
Bílstjórinn rekinn og má reikna með kæru fyrir aksturinn Bílstjóra Samskipa sem staðinn var að stórhættulegum framúrakstri á hringveginum í gær hefur verið sagt upp störfum. Hann verður yfirheyrður hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Saksóknari mun svo ákveða fyrir hversu alvarlegt brot hann verður ákærður. 12. júlí 2023 16:18
Líta málið alvarlegum augum og boða tilkynningu Nokkur hætta var á ferðum þegar flutningabílstjóri Samskipa með tengivagn reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness síðdegis í gær. Forstöðumaður innanlandsflutninga Samskipa segir atvikið engan veginn í samræmi við öryggiskröfur fyrirtækisins og að rætt verði við bílstjórann í dag til að ljúka málinu. 12. júlí 2023 14:59