Innlent

Co­vid gerir sjúk­lingum og starfs­fólki enn lífið leitt

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hildur segir að á hverjum tíma séu sirka tíu til fimmtán manns inniliggjandi með Covid á spítalanum.
Hildur segir að á hverjum tíma séu sirka tíu til fimmtán manns inniliggjandi með Covid á spítalanum. Vísir/Vilhelm

Co­vid heldur á­fram að gera starfs­fólki Land­spítalans og sjúk­lingum lífið leitt að sögn formanns far­sótta­nefndar Land­spítalans. Ekki er lengur haldið bók­hald yfir fjölda Co­vid smita á spítalanum en far­aldur er á fimm til sex legu­deildum.

„Stutta svarið er að Co­vid heldur á­fram að gera okkur lífið leitt. Veiran er greini­lega bráð­smitandi og fer hratt yfir þegar hún berst inn á annað borð,“ segir Hildur Helga­dóttir, for­maður far­sótta­nefndar Land­spítala, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. 

Hildur segir veiruna á­fram valda tals­verðum veikindum hjá þeim sem eru við­kvæmir vegna undir­liggjandi sjúk­dóma. Þá hafi starfs­fólk tekið eftir því að hún valdi heil­miklum veikindum hjá hraustu starfs­fólki í yngri kantinum.

„Ekki þannig að hafi komið til inn­lagna en þau verða ansi lasin og ó­vinnu­fær í nokkra daga.

Við höldum ekki lengur bók­hald yfir fjölda smita en við höfum verið með ca 10-15 á hverjum tíma inni­liggjandi og far­aldur á einum 5-6 legu­deildum.“

Hildur segir veiruna berast á spítalann úr öllum áttum. Þetta sé á­fram snúið við­fangs­efni þrátt fyrir hásumar og góða tíð.

„Ferða­menn er drjúgir, einnig þeir sem eldri eru og þurfa að leita á bráða­mót­töku og svo kemur þetta að sjálf­sögðu inn með heim­sóknar­gestum og starfs­mönnum.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×