Fótbolti

Skagamenn aftur upp í annað sætið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Viktor Jónsson kom Skagamönnum á bragðið í kvöld.
Viktor Jónsson kom Skagamönnum á bragðið í kvöld. Hulda Margrét

ÍA vann öruggan 3-1 útisigur er liðið heimsótti Gróttu í seinasta leik 15. umferðar Lengjudeildar karla í kvöld. Með sigrinum komu Skagamenn sér aftur upp í annað sæti deildarinnar.

Viktor Jónsson kom gestunum yfir strax á áttundu mínútu áður en Johannes Vall tvöfaldaði forystu liðsins á síðustu mínútu fyrri hálfleiks og ÍA fór því með 2-0 forystu inn í hálfleikshléið.

Arnar Þór Helgason bætti svo við þriðja marki Skagamanna þegar hann varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net á 65. mínútu, en Tómas Jóhannessen minnkaði muninn fyrir Gróttu stuttu fyrir leiksloka með marki af vítapunktinum og þar við sat.

Niðurstaðan því 3-1 sigur ÍA sem nú situr í öðru sæti deildarinnar með 30 stig, sex stigum á eftir toppliði Aftureldingar. Gróttasitur hins vegar í sjötta sæti með 20 stig.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara fengust á Fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×