Fyrsta rannsóknin til að prófa rakadrægni tíðavara með blóði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. ágúst 2023 09:22 Konum stendur mikið úrval tíðavara til boða en enginn staðall er til um rakadrægni þeirra. Getty Vísindamenn hafa í fyrsta sinn prófað rakadrægni tíðavara með blóði. Hingað til hafa tíðavörurnar, sem flestar eru seldar með fyrirheitum um góða rakadrægni, verið prófaðar með saltvatnslausn. Ástæða þess að vísindamennirnir ákváðu að prófa vörurnar með blóði eru þær að tíðablóð hefur allt aðra eiginleika en saltvatnslausn; er gjarnan seigara enda fylgja því oft aðrir vessar og vefur úr leginu. Bethany Samuelson Bannow, sem fór fyrir rannsókninni, segir að jafnvel þótt ekki hafi verið unnt að notast við raunverulegt tíðablóð sé blóðvökvinn sem notaður var við rannsóknina mun líkari tíðablóði en saltvatnslausnin sem venjulega er notuð. Vísindamennirnir könnuðu meðal annars rakadrægni dömubinda, túrtappa, túrnærbuxna og þar að auki virkni bikara og svokallaðra „diska“, sem eru lítið notaðir hér á landi. Markmiðið var að mæla hversu miklu blóði vörurnar héldu. Tvær tegundir bikara og svokallaður „diskur“.Getty Diskarnir reyndust halda mestu blóði, eða allt að 80 millilítrum. Þá reyndust bikararnir, dömubindin og túrtapparnir halda svipuðu magni, á bilinu 20 til 50 ml en túrnærbuxurnar aðeins um tveimur ml. Vísindamennirnir komust einnig að því að oftast reyndist misræmi á milli þess magns vökva sem vörurnar voru sagðar eiga að draga í sig eða halda og raunverulegs magns. Í flestum tilvikum reyndist rakadrægnin minni en hún var auglýst. Bannow bendir á að jafnvel þótt það sé gott að vita að til séu vörur á borð við diskinn, sem geti haldið miklu magni tíðablóðs, sé einnig mikilvægt að átta sig á því að afar miklar blæðingar geta verið vísbending um undirliggjandi vandamál, sem geti mögulega leitt til blóðskorts. Því ættu konur sem hafa miklar blæðingar að ræða við lækninn sinn. Vitneskja um raunverulega rakadrægni einstaka tíðavara geti raunar hjálpað læknum að greina hvort um vandamál sé að ræða, þar sem þeir gætu til að mynda áætlað blóðmissi útfrá því hversu oft konur þyrftu að skipta um ákveðið dömubindi. Umfjöllun Guardian um málið. Heilsa Kvenheilsa Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Sjá meira
Ástæða þess að vísindamennirnir ákváðu að prófa vörurnar með blóði eru þær að tíðablóð hefur allt aðra eiginleika en saltvatnslausn; er gjarnan seigara enda fylgja því oft aðrir vessar og vefur úr leginu. Bethany Samuelson Bannow, sem fór fyrir rannsókninni, segir að jafnvel þótt ekki hafi verið unnt að notast við raunverulegt tíðablóð sé blóðvökvinn sem notaður var við rannsóknina mun líkari tíðablóði en saltvatnslausnin sem venjulega er notuð. Vísindamennirnir könnuðu meðal annars rakadrægni dömubinda, túrtappa, túrnærbuxna og þar að auki virkni bikara og svokallaðra „diska“, sem eru lítið notaðir hér á landi. Markmiðið var að mæla hversu miklu blóði vörurnar héldu. Tvær tegundir bikara og svokallaður „diskur“.Getty Diskarnir reyndust halda mestu blóði, eða allt að 80 millilítrum. Þá reyndust bikararnir, dömubindin og túrtapparnir halda svipuðu magni, á bilinu 20 til 50 ml en túrnærbuxurnar aðeins um tveimur ml. Vísindamennirnir komust einnig að því að oftast reyndist misræmi á milli þess magns vökva sem vörurnar voru sagðar eiga að draga í sig eða halda og raunverulegs magns. Í flestum tilvikum reyndist rakadrægnin minni en hún var auglýst. Bannow bendir á að jafnvel þótt það sé gott að vita að til séu vörur á borð við diskinn, sem geti haldið miklu magni tíðablóðs, sé einnig mikilvægt að átta sig á því að afar miklar blæðingar geta verið vísbending um undirliggjandi vandamál, sem geti mögulega leitt til blóðskorts. Því ættu konur sem hafa miklar blæðingar að ræða við lækninn sinn. Vitneskja um raunverulega rakadrægni einstaka tíðavara geti raunar hjálpað læknum að greina hvort um vandamál sé að ræða, þar sem þeir gætu til að mynda áætlað blóðmissi útfrá því hversu oft konur þyrftu að skipta um ákveðið dömubindi. Umfjöllun Guardian um málið.
Heilsa Kvenheilsa Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Sjá meira