Tal um óánægju „jafnvægislist“ nú þegar styttist í kosningar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. ágúst 2023 12:32 Eiríkur Bergmann segir töluverða gremju komna upp milli ríkisstjórnarflokkanna. Vísir/Vilhelm Ummæli áhrifamanna innan stjórnarflokkanna um óánægju með ríkisstjórnarsamstarfið lýsir mikilli gremju en er líka tilraun til að senda skilaboð til sinna kjósenda þar sem hnykkt er á eigin sérstöðu. Þetta segir prófessor í stjórnmálafræði. Nokkuð hefur verið fjallað um titring innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna sem virðist einungis hafa ágerst í sumar. Áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins hafa stigið fram og lýst yfir óánægju með stjórnarsamstarfið og málamiðlanir í ríkisstjórninni. Ákveðin jafnvægislist Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir slíkt tal vafalaust hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. „Það er komin upp töluvert mikil gremja milli stjórnarflokkanna og að mörgu leyti alvarlegur ágreiningur inni í ríkisstjórninni en á sama tíma eru flokkarnir líka að senda skilaboð til sinna kjósenda og hnykkja á eigin sérstöðu og benda á að þau standi ekki fyrir allt sem ríkisstjórnin geri og hafi aðra sýn á hlutina. Þannig að sumu leyti er þetta einhvers konar jafnvægislist þegar kjörtímabilið er hálfnað og menn komnir með annað augað á komandi kosningar.“ Varaformaður Samfylkingarinnar sagði í samtali við Vísi í gær það vera Samfylkingunni að kenna að ríkisstjórnin hangi saman þar sem ríkisstjórnarflokkarnir væru óttaslegnir yfir því að bíða afhroð í kosningum. Aðspurður hvort Eiríkur sé sammála þessu segist hann ekki vilja taka svona til orða þó Samfylkingin hafi vissulega grætt mjög á fylgisfalli stjórnmálaflokkanna. „Auðvitað er það þannig að stjórnarflokkar eru kannski ekki mjög áþjáðir í að boða til kosninga þegar fylgið hefur fallið svona mikið af þeim. Það er ekki endilega mjög vænlegur kostur að efna til kosninga við slíkar aðstæður en ég myndi kannski ekki orða það með sama hætti.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Tengdar fréttir „Þurfum greinilega að gera betur“ „Ég þarf engar ráðleggingar frá Sigmundi Davíð þó það sé alltaf gaman að hlusta á hann. Hann er svolítill spéfugl og hefur gaman af því að tala.“ Þetta segir Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins innt eftir viðbrögðum við ummælum formanns Miðflokksins, sem segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að „umbúðaflokki“. 30. júlí 2023 20:48 Fýlupúkafélag Sjálfstæðisflokksins snúið aftur Formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að umbúðaflokki og að hann þurfi að huga aftur að sínum gömlu gildum. Hann segir nýlegar kvartanir þingmanna aðeins sýndarmennsku og telur það ekki nægja til að þagga raunverulega óánægju í flokknum. 30. júlí 2023 19:33 Segir nauðsynlegt að binda um sárin í stjórnarsamstarfinu Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir samstarfið sterkt þrátt fyrir miklar óánægjuraddir. Hann segir flokkinn staðráðinn að klára kjörtímabilið. 30. júlí 2023 12:00 Sjálfstæðismenn þurfi að gera upp málin hjá sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn verða að gera upp málin innan sinna raða. Mikil óánægja er innan raða Sjálfstæðisflokks með ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júlí 2023 18:48 Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Nokkuð hefur verið fjallað um titring innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna sem virðist einungis hafa ágerst í sumar. Áhrifamenn innan Sjálfstæðisflokksins hafa stigið fram og lýst yfir óánægju með stjórnarsamstarfið og málamiðlanir í ríkisstjórninni. Ákveðin jafnvægislist Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði segir slíkt tal vafalaust hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. „Það er komin upp töluvert mikil gremja milli stjórnarflokkanna og að mörgu leyti alvarlegur ágreiningur inni í ríkisstjórninni en á sama tíma eru flokkarnir líka að senda skilaboð til sinna kjósenda og hnykkja á eigin sérstöðu og benda á að þau standi ekki fyrir allt sem ríkisstjórnin geri og hafi aðra sýn á hlutina. Þannig að sumu leyti er þetta einhvers konar jafnvægislist þegar kjörtímabilið er hálfnað og menn komnir með annað augað á komandi kosningar.“ Varaformaður Samfylkingarinnar sagði í samtali við Vísi í gær það vera Samfylkingunni að kenna að ríkisstjórnin hangi saman þar sem ríkisstjórnarflokkarnir væru óttaslegnir yfir því að bíða afhroð í kosningum. Aðspurður hvort Eiríkur sé sammála þessu segist hann ekki vilja taka svona til orða þó Samfylkingin hafi vissulega grætt mjög á fylgisfalli stjórnmálaflokkanna. „Auðvitað er það þannig að stjórnarflokkar eru kannski ekki mjög áþjáðir í að boða til kosninga þegar fylgið hefur fallið svona mikið af þeim. Það er ekki endilega mjög vænlegur kostur að efna til kosninga við slíkar aðstæður en ég myndi kannski ekki orða það með sama hætti.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Samfylkingin Tengdar fréttir „Þurfum greinilega að gera betur“ „Ég þarf engar ráðleggingar frá Sigmundi Davíð þó það sé alltaf gaman að hlusta á hann. Hann er svolítill spéfugl og hefur gaman af því að tala.“ Þetta segir Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins innt eftir viðbrögðum við ummælum formanns Miðflokksins, sem segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að „umbúðaflokki“. 30. júlí 2023 20:48 Fýlupúkafélag Sjálfstæðisflokksins snúið aftur Formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að umbúðaflokki og að hann þurfi að huga aftur að sínum gömlu gildum. Hann segir nýlegar kvartanir þingmanna aðeins sýndarmennsku og telur það ekki nægja til að þagga raunverulega óánægju í flokknum. 30. júlí 2023 19:33 Segir nauðsynlegt að binda um sárin í stjórnarsamstarfinu Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir samstarfið sterkt þrátt fyrir miklar óánægjuraddir. Hann segir flokkinn staðráðinn að klára kjörtímabilið. 30. júlí 2023 12:00 Sjálfstæðismenn þurfi að gera upp málin hjá sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn verða að gera upp málin innan sinna raða. Mikil óánægja er innan raða Sjálfstæðisflokks með ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júlí 2023 18:48 Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
„Þurfum greinilega að gera betur“ „Ég þarf engar ráðleggingar frá Sigmundi Davíð þó það sé alltaf gaman að hlusta á hann. Hann er svolítill spéfugl og hefur gaman af því að tala.“ Þetta segir Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins innt eftir viðbrögðum við ummælum formanns Miðflokksins, sem segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að „umbúðaflokki“. 30. júlí 2023 20:48
Fýlupúkafélag Sjálfstæðisflokksins snúið aftur Formaður Miðflokksins segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að umbúðaflokki og að hann þurfi að huga aftur að sínum gömlu gildum. Hann segir nýlegar kvartanir þingmanna aðeins sýndarmennsku og telur það ekki nægja til að þagga raunverulega óánægju í flokknum. 30. júlí 2023 19:33
Segir nauðsynlegt að binda um sárin í stjórnarsamstarfinu Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir samstarfið sterkt þrátt fyrir miklar óánægjuraddir. Hann segir flokkinn staðráðinn að klára kjörtímabilið. 30. júlí 2023 12:00
Sjálfstæðismenn þurfi að gera upp málin hjá sér Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Sjálfstæðismenn verða að gera upp málin innan sinna raða. Mikil óánægja er innan raða Sjálfstæðisflokks með ríkisstjórnarsamstarfið. 29. júlí 2023 18:48
Þröng staða stjórnarflokkanna kalli fram átakavetur Stjórnmálafræðiprófessor segir stefna í átakavetur í íslenskum stjórnmálum, vegna fylgistaps ríkisstjórnarflokkanna. Ný könnun sýni ýktan mun á milli Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks, sem hefur ekki mælst með minna fylgi. 29. júlí 2023 13:49