Augljóst að eitthvað sé að þegar veikindadagar eru 39 á ári Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. ágúst 2023 13:06 Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segist skilja að fólk hafi skoðanir á málinu en á móti komi að margir fagni breytingunum og sjái í þeim tækifæri. Vísir/Arnar Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir að ef ekkert hefði verið aðhafst varðandi leikskólamál bæjarins hefði þjónusta ekki staðið undir kröfum foreldra. Breytingar á gjaldskrá leiða af sér miklar hækkanir hjá þeim sem ekki hafa tök á því að hafa barnið sitt skemur en sex tíma á dag í leikskóla. Líkt og greint hefur verið frá á Vísi munu gjaldskrár leikskóla í Kópavogi taka umtalsverðum breytingum í haust. Í breytingunni felst að dvalargjald er fellt niður ef barn er í sex tíma eða skemur í leikskóla á dag en fyrir aðra hækkar gjaldskráin verulega. Talsverðar ólgu hefur gætt á meðal foreldra sem ekki hafa tök á því að stytta vistunartíma barna sinna í Kópavogi. Á Vísi var í morgun rætt við móður sem segir Kópavog láta foreldra borga brúsann fyrir vandamál bæjarins. Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segist skilja að fólk hafi skoðanir á málinu en á móti komi að margir fagni breytingunum og sjái í þeim tækifæri. Hann hafi rætt við marga foreldra sem eftir samtal sýni aðstæðunum skilning. „Það má ekki gleyma því að það að standa með hendur í skauti og gera ekki neitt hefði leitt af sér, að mínu mati, mjög erfiðan leikskólavetur þar sem þjónustan hefði ekki verið á pari við þær væntingar sem foreldrar gera til menntunar barna sinna og þeirrar þjónustu sem snýr að dagvistunarúrræðum.“ Starfsfólk taki breytingum fagnandi Andri segir mikið álag hafa verið á starfsfólki leikskólanna sem taki breytingunum fagnandi. „Þegar þú ert með þrjátíu og níu veikindadaga á ári, á hvert stöðugildi í skammtímaveikindum, þá er augljóslega eitthvað að. Álagið í kerfinu of mikið, og eðlilegt að við lítum aðeins í eigin barm. Hvað þurfum við að gera til þess að hafa hjá okkur ánægðara starfsfólk?“ Þá bendir Andri á að yfir hundrað leikskólapláss séu ekki nýtt í Kópavogi þar sem ekki hefur tekist að manna stöðugildi. „Þegar við spyrjum okkur af hverju fólk vill ekki ráða sig til starfa á leikskóla hjá okkur, af hverju eru veikindadagar svona margir, þá þurfum við að fara í einhverjar breytingar á starfsumhverfinu. Það að draga úr álagi hjá þeim foreldrum sem hafa tök á því að stytta aðeins vinnudaginn sinn, mun leiða til betri þjónustu, líka fyrir þau börn sem verða áfram átta tímana. Það er það sem skiptir mestu máli.“ Ekki sé verið að reyna að ýta foreldrum í sex tíma vinnudag en staðreyndin sé sú að margir hafi meiri sveigjanleika. „Aðrir geta byrjað á því að stytta um hálftíma á dag eða klukkutíma á dag og það er vel. Það verður bara gaman að sjá hversu margir sjá sér kleift að gera breytingar og styttingar á leikskóladvöl barnsins síns,“ segir Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Börn og uppeldi Kópavogur Leikskólar Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Líkt og greint hefur verið frá á Vísi munu gjaldskrár leikskóla í Kópavogi taka umtalsverðum breytingum í haust. Í breytingunni felst að dvalargjald er fellt niður ef barn er í sex tíma eða skemur í leikskóla á dag en fyrir aðra hækkar gjaldskráin verulega. Talsverðar ólgu hefur gætt á meðal foreldra sem ekki hafa tök á því að stytta vistunartíma barna sinna í Kópavogi. Á Vísi var í morgun rætt við móður sem segir Kópavog láta foreldra borga brúsann fyrir vandamál bæjarins. Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segist skilja að fólk hafi skoðanir á málinu en á móti komi að margir fagni breytingunum og sjái í þeim tækifæri. Hann hafi rætt við marga foreldra sem eftir samtal sýni aðstæðunum skilning. „Það má ekki gleyma því að það að standa með hendur í skauti og gera ekki neitt hefði leitt af sér, að mínu mati, mjög erfiðan leikskólavetur þar sem þjónustan hefði ekki verið á pari við þær væntingar sem foreldrar gera til menntunar barna sinna og þeirrar þjónustu sem snýr að dagvistunarúrræðum.“ Starfsfólk taki breytingum fagnandi Andri segir mikið álag hafa verið á starfsfólki leikskólanna sem taki breytingunum fagnandi. „Þegar þú ert með þrjátíu og níu veikindadaga á ári, á hvert stöðugildi í skammtímaveikindum, þá er augljóslega eitthvað að. Álagið í kerfinu of mikið, og eðlilegt að við lítum aðeins í eigin barm. Hvað þurfum við að gera til þess að hafa hjá okkur ánægðara starfsfólk?“ Þá bendir Andri á að yfir hundrað leikskólapláss séu ekki nýtt í Kópavogi þar sem ekki hefur tekist að manna stöðugildi. „Þegar við spyrjum okkur af hverju fólk vill ekki ráða sig til starfa á leikskóla hjá okkur, af hverju eru veikindadagar svona margir, þá þurfum við að fara í einhverjar breytingar á starfsumhverfinu. Það að draga úr álagi hjá þeim foreldrum sem hafa tök á því að stytta aðeins vinnudaginn sinn, mun leiða til betri þjónustu, líka fyrir þau börn sem verða áfram átta tímana. Það er það sem skiptir mestu máli.“ Ekki sé verið að reyna að ýta foreldrum í sex tíma vinnudag en staðreyndin sé sú að margir hafi meiri sveigjanleika. „Aðrir geta byrjað á því að stytta um hálftíma á dag eða klukkutíma á dag og það er vel. Það verður bara gaman að sjá hversu margir sjá sér kleift að gera breytingar og styttingar á leikskóladvöl barnsins síns,“ segir Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
Börn og uppeldi Kópavogur Leikskólar Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira