Augljóst að eitthvað sé að þegar veikindadagar eru 39 á ári Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. ágúst 2023 13:06 Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segist skilja að fólk hafi skoðanir á málinu en á móti komi að margir fagni breytingunum og sjái í þeim tækifæri. Vísir/Arnar Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir að ef ekkert hefði verið aðhafst varðandi leikskólamál bæjarins hefði þjónusta ekki staðið undir kröfum foreldra. Breytingar á gjaldskrá leiða af sér miklar hækkanir hjá þeim sem ekki hafa tök á því að hafa barnið sitt skemur en sex tíma á dag í leikskóla. Líkt og greint hefur verið frá á Vísi munu gjaldskrár leikskóla í Kópavogi taka umtalsverðum breytingum í haust. Í breytingunni felst að dvalargjald er fellt niður ef barn er í sex tíma eða skemur í leikskóla á dag en fyrir aðra hækkar gjaldskráin verulega. Talsverðar ólgu hefur gætt á meðal foreldra sem ekki hafa tök á því að stytta vistunartíma barna sinna í Kópavogi. Á Vísi var í morgun rætt við móður sem segir Kópavog láta foreldra borga brúsann fyrir vandamál bæjarins. Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segist skilja að fólk hafi skoðanir á málinu en á móti komi að margir fagni breytingunum og sjái í þeim tækifæri. Hann hafi rætt við marga foreldra sem eftir samtal sýni aðstæðunum skilning. „Það má ekki gleyma því að það að standa með hendur í skauti og gera ekki neitt hefði leitt af sér, að mínu mati, mjög erfiðan leikskólavetur þar sem þjónustan hefði ekki verið á pari við þær væntingar sem foreldrar gera til menntunar barna sinna og þeirrar þjónustu sem snýr að dagvistunarúrræðum.“ Starfsfólk taki breytingum fagnandi Andri segir mikið álag hafa verið á starfsfólki leikskólanna sem taki breytingunum fagnandi. „Þegar þú ert með þrjátíu og níu veikindadaga á ári, á hvert stöðugildi í skammtímaveikindum, þá er augljóslega eitthvað að. Álagið í kerfinu of mikið, og eðlilegt að við lítum aðeins í eigin barm. Hvað þurfum við að gera til þess að hafa hjá okkur ánægðara starfsfólk?“ Þá bendir Andri á að yfir hundrað leikskólapláss séu ekki nýtt í Kópavogi þar sem ekki hefur tekist að manna stöðugildi. „Þegar við spyrjum okkur af hverju fólk vill ekki ráða sig til starfa á leikskóla hjá okkur, af hverju eru veikindadagar svona margir, þá þurfum við að fara í einhverjar breytingar á starfsumhverfinu. Það að draga úr álagi hjá þeim foreldrum sem hafa tök á því að stytta aðeins vinnudaginn sinn, mun leiða til betri þjónustu, líka fyrir þau börn sem verða áfram átta tímana. Það er það sem skiptir mestu máli.“ Ekki sé verið að reyna að ýta foreldrum í sex tíma vinnudag en staðreyndin sé sú að margir hafi meiri sveigjanleika. „Aðrir geta byrjað á því að stytta um hálftíma á dag eða klukkutíma á dag og það er vel. Það verður bara gaman að sjá hversu margir sjá sér kleift að gera breytingar og styttingar á leikskóladvöl barnsins síns,“ segir Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Börn og uppeldi Kópavogur Leikskólar Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
Líkt og greint hefur verið frá á Vísi munu gjaldskrár leikskóla í Kópavogi taka umtalsverðum breytingum í haust. Í breytingunni felst að dvalargjald er fellt niður ef barn er í sex tíma eða skemur í leikskóla á dag en fyrir aðra hækkar gjaldskráin verulega. Talsverðar ólgu hefur gætt á meðal foreldra sem ekki hafa tök á því að stytta vistunartíma barna sinna í Kópavogi. Á Vísi var í morgun rætt við móður sem segir Kópavog láta foreldra borga brúsann fyrir vandamál bæjarins. Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi segist skilja að fólk hafi skoðanir á málinu en á móti komi að margir fagni breytingunum og sjái í þeim tækifæri. Hann hafi rætt við marga foreldra sem eftir samtal sýni aðstæðunum skilning. „Það má ekki gleyma því að það að standa með hendur í skauti og gera ekki neitt hefði leitt af sér, að mínu mati, mjög erfiðan leikskólavetur þar sem þjónustan hefði ekki verið á pari við þær væntingar sem foreldrar gera til menntunar barna sinna og þeirrar þjónustu sem snýr að dagvistunarúrræðum.“ Starfsfólk taki breytingum fagnandi Andri segir mikið álag hafa verið á starfsfólki leikskólanna sem taki breytingunum fagnandi. „Þegar þú ert með þrjátíu og níu veikindadaga á ári, á hvert stöðugildi í skammtímaveikindum, þá er augljóslega eitthvað að. Álagið í kerfinu of mikið, og eðlilegt að við lítum aðeins í eigin barm. Hvað þurfum við að gera til þess að hafa hjá okkur ánægðara starfsfólk?“ Þá bendir Andri á að yfir hundrað leikskólapláss séu ekki nýtt í Kópavogi þar sem ekki hefur tekist að manna stöðugildi. „Þegar við spyrjum okkur af hverju fólk vill ekki ráða sig til starfa á leikskóla hjá okkur, af hverju eru veikindadagar svona margir, þá þurfum við að fara í einhverjar breytingar á starfsumhverfinu. Það að draga úr álagi hjá þeim foreldrum sem hafa tök á því að stytta aðeins vinnudaginn sinn, mun leiða til betri þjónustu, líka fyrir þau börn sem verða áfram átta tímana. Það er það sem skiptir mestu máli.“ Ekki sé verið að reyna að ýta foreldrum í sex tíma vinnudag en staðreyndin sé sú að margir hafi meiri sveigjanleika. „Aðrir geta byrjað á því að stytta um hálftíma á dag eða klukkutíma á dag og það er vel. Það verður bara gaman að sjá hversu margir sjá sér kleift að gera breytingar og styttingar á leikskóladvöl barnsins síns,“ segir Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
Börn og uppeldi Kópavogur Leikskólar Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent