Páfinn segir mikilvægt að hlusta á þolendur kynferðisofbeldis Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. ágúst 2023 11:05 Nær fimm þúsund börn hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi innan kaþólsku kirkjunnar í Portúgal frá árinu 1950. EPA Frans páfi sat í gær fund með þrettán einstaklingum sem öll eiga það sameiginlegt að vera þolendur kynferðisofbeldis klerka innan kaþólsku kirkjunnar. Í kjölfarið sagði hann það það mikilvægt að hlýða á raddir fórnarlambanna. Fundurinn fór fram í Portúgal þar sem Frans er nú staddur. Í tilkynningu frá Vatíkaninu segir að á fundinum hafi hlustun verið í fyrirrúmi. Í messu í Lissabon um kvöldið sagði hann að kirkjan yrði að hlusta á „angistaróp þolenda“. Í frétt BBC kemur fram að meira en 4800 börn hafi verið misnotuð innan kaþólsku kirkjunnar í Portúgal frá árinu 1950, þar af 564 af prestum eða öðrum embættismönnum, samkvæmt skýrslu sem unnin var á ráðstefnu biskupa í Portúgal í febrúar. Forseti ráðstefnunnar sagði þær tölur algjört lágmark og líklega væri tala þolenda mun hærri. Á síðustu árum hafa rannsóknarskýrslur leitt í ljós gífurlegan fjölda kynferðisbrotamála innan kaþólsku kirkjunnar, sem hefur orðið uppvís að því að hylma yfir barnaníð og annað ofbeldi innan hennar. Í skýrslu sem birt var árið 2021 kom fram að um það bil 216 þúsund börn höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi af kaþólskum prestum í Frakklandi frá árinu 1950. Síðastliðinn júlí var greint frá því að kaþólska kirkjan á Spáni hefði afhjúpað nær þúsund meinta gerendur kynferðisofbeldis innan kirkjunnar sem höfðu brotið af sér á sama tímabili. Þá greindi kaþólska kirkjan á Nýja-Sjálandi frá því í febrúar á þessu ári að um fjórtán prósent vígðra embættismanna innan kaþólsku kirkjunnar hafi verið sakaðir um kynferðisofbeldi frá árinu 1950. Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Portúgal Tengdar fréttir Á þriðja hundrað þúsund börn misnotuð af kaþólskum prestum Um það bil 216 þúsund börn hafa verið misnotuð af kaþólskum prestum í Frakklandi frá árinu 1950. Óttast er að fjöldi barna gæti náð 330 þúsund þegar misnotkun af hálfu annarra meðlima kirkjunnar er tekin inn í myndina. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknarskýrslu sem birt var í dag. 5. október 2021 10:16 Hundruð fórnarlamba kaþólskra presta á Spáni Rannsókn kaþólsku kirkjunnar á Spáni á misnotkun presta og annarra þjóna kirkjunnar á börnum hefur afhjúpað 728 meinta gerendur og 927 fórnarlömb frá fimmta áratug síðustu aldar. Meira en helmingur meintra gerenda voru prestar en flest brotin áttu sér stað á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum. 2. júní 2023 15:44 Um 14 prósent vígðra innan kaþólsku kirkjunnar á Nýja-Sjálandi verið sökuð um ofbeldi Kaþólska kirkjan á Nýja-Sjálandi hefur greint frá því að 14 prósent vígðra innan kirkjunnar hafi verið sökuð um brot gegn börnum og fullorðnum frá árinu 1950. 1. febrúar 2022 08:55 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Fundurinn fór fram í Portúgal þar sem Frans er nú staddur. Í tilkynningu frá Vatíkaninu segir að á fundinum hafi hlustun verið í fyrirrúmi. Í messu í Lissabon um kvöldið sagði hann að kirkjan yrði að hlusta á „angistaróp þolenda“. Í frétt BBC kemur fram að meira en 4800 börn hafi verið misnotuð innan kaþólsku kirkjunnar í Portúgal frá árinu 1950, þar af 564 af prestum eða öðrum embættismönnum, samkvæmt skýrslu sem unnin var á ráðstefnu biskupa í Portúgal í febrúar. Forseti ráðstefnunnar sagði þær tölur algjört lágmark og líklega væri tala þolenda mun hærri. Á síðustu árum hafa rannsóknarskýrslur leitt í ljós gífurlegan fjölda kynferðisbrotamála innan kaþólsku kirkjunnar, sem hefur orðið uppvís að því að hylma yfir barnaníð og annað ofbeldi innan hennar. Í skýrslu sem birt var árið 2021 kom fram að um það bil 216 þúsund börn höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi af kaþólskum prestum í Frakklandi frá árinu 1950. Síðastliðinn júlí var greint frá því að kaþólska kirkjan á Spáni hefði afhjúpað nær þúsund meinta gerendur kynferðisofbeldis innan kirkjunnar sem höfðu brotið af sér á sama tímabili. Þá greindi kaþólska kirkjan á Nýja-Sjálandi frá því í febrúar á þessu ári að um fjórtán prósent vígðra embættismanna innan kaþólsku kirkjunnar hafi verið sakaðir um kynferðisofbeldi frá árinu 1950.
Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar Portúgal Tengdar fréttir Á þriðja hundrað þúsund börn misnotuð af kaþólskum prestum Um það bil 216 þúsund börn hafa verið misnotuð af kaþólskum prestum í Frakklandi frá árinu 1950. Óttast er að fjöldi barna gæti náð 330 þúsund þegar misnotkun af hálfu annarra meðlima kirkjunnar er tekin inn í myndina. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknarskýrslu sem birt var í dag. 5. október 2021 10:16 Hundruð fórnarlamba kaþólskra presta á Spáni Rannsókn kaþólsku kirkjunnar á Spáni á misnotkun presta og annarra þjóna kirkjunnar á börnum hefur afhjúpað 728 meinta gerendur og 927 fórnarlömb frá fimmta áratug síðustu aldar. Meira en helmingur meintra gerenda voru prestar en flest brotin áttu sér stað á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum. 2. júní 2023 15:44 Um 14 prósent vígðra innan kaþólsku kirkjunnar á Nýja-Sjálandi verið sökuð um ofbeldi Kaþólska kirkjan á Nýja-Sjálandi hefur greint frá því að 14 prósent vígðra innan kirkjunnar hafi verið sökuð um brot gegn börnum og fullorðnum frá árinu 1950. 1. febrúar 2022 08:55 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Á þriðja hundrað þúsund börn misnotuð af kaþólskum prestum Um það bil 216 þúsund börn hafa verið misnotuð af kaþólskum prestum í Frakklandi frá árinu 1950. Óttast er að fjöldi barna gæti náð 330 þúsund þegar misnotkun af hálfu annarra meðlima kirkjunnar er tekin inn í myndina. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknarskýrslu sem birt var í dag. 5. október 2021 10:16
Hundruð fórnarlamba kaþólskra presta á Spáni Rannsókn kaþólsku kirkjunnar á Spáni á misnotkun presta og annarra þjóna kirkjunnar á börnum hefur afhjúpað 728 meinta gerendur og 927 fórnarlömb frá fimmta áratug síðustu aldar. Meira en helmingur meintra gerenda voru prestar en flest brotin áttu sér stað á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum. 2. júní 2023 15:44
Um 14 prósent vígðra innan kaþólsku kirkjunnar á Nýja-Sjálandi verið sökuð um ofbeldi Kaþólska kirkjan á Nýja-Sjálandi hefur greint frá því að 14 prósent vígðra innan kirkjunnar hafi verið sökuð um brot gegn börnum og fullorðnum frá árinu 1950. 1. febrúar 2022 08:55