„Við erum tilbúin að taka við stjórn landsins“ Máni Snær Þorláksson skrifar 2. ágúst 2023 15:16 Tæp 29 prósent myndu kjósa Samfylkinguna samkvæmt niðurstöðum nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Guðmundur Árni Stefánsson segir að flokkurinn sé tilbúinn að taka við stjórn landsins. Vísir/Vilhelm Varaformaður Samfylkingarinnar segir að hægt sé að kenna Samfylkingunni um að ríkisstjórnin hangi ennþá saman. Ríkisstjórnarflokkarnir séu óttaslegnir yfir því að bíða afhroð í kosningum. Samfylkingin sé hins vegar tilbúin að taka við stjórn landsins. „Við höfum fundið fyrir stórauknum stuðningi hjá fólkinu í landinu og þessar skoðanakannanir hygg ég að endurspegli það,“ segir Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu. Tæp 29 prósent myndu kjósa Samfylkinguna ef gengið yrði til kosninga í dag samkvæmt nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Samfylkingin er því ennþá stærsti flokkurinn á landinu samkvæmt skoðanakönnunum. Á sama tíma hefur stuðningur við ríkisstjórnina fallið. Guðmundur telur að rekja megi árangur Samfylkingarinnar til þess að flokkurinn hafi verið hófsamur í sinni framsetningu. Þau séu málefnaleg, án allra öfga og vilji styðja það sem vel er gert hjá ríkisstjórninni. „Sem er að vísu afar fátítt að gerist,“ segir Guðmundur. „Við viljum bara vinna fyrir fólkið í landinu. Til í kosningar hvenær sem er Ríkisstjórnin hefur mátt muna fífil sinn fegurri en alls mælist stuðningur við ríkisstjórnarflokkana samtals 36 prósent. Þá hefur mikið verið fjallað um titring innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkana sem virðist einungis hafa ágerst í sumar. Guðmundur segir að það sé ekki hægt að leyna því að ríkisstjórnin sé komin af fótum fram. „Hún veit það sjálf, fólkið í landinu veit það, hún er aðgerðalaus og eiginlega, ljótt að segja það, hálf lifandi dauð.“ Því sé Samfylkingin til í kosningar hvenær sem er. Flokkurinn sé tilbúinn að taka við stjórnartaumunum. „Hið fyrsta væri betra en við höfum alveg þolinmæði til þess að bíða líka. Við viljum einfaldlega vanda okkur og gera hlutina mjög vel þegar þar að kemur. Við erum tilbúin að taka við stjórn landsins.“ Stjórnarflokkarnir óttist kosningar Það er óhætt að segja að ríkisstjórnin hafi staðið á traustari fótum. Hún hefur þó ekki enn sprungið og er Guðmundur með kenningu um hvers vegna það sé. „Það má eiginlega segja það að það sé Samfylkingunni að kenna að ríkisstjórnin hangi saman því hún þorir auðvitað alls ekki í kosningar eins og sakir standa,“ segir Guðmundur. Hann tekur fram að skoðanakannanir séu þó bara skoðanakannanir og kosningar séu annað. Niðurstöður skoðanakannana séu þó sterkar vísbendingar og þær hafi verið viðvarandi síðustu mánuði. „Það er alveg rétt sem bent hefur verið á, að ríkisstjórnin getur varla dáið, þorir ekki í kosningar vegna þess að bæði er það að ráðherrastólarnir freista, það er sterkt límið í ráðherrastólunum. Hitt er að stjórnarflokkarnir þrír, allir þrír, eru óttaslegnir yfir því að fá afhroð í næstu kosningum.“ Guðmundur segir að Samfylkingin sé tilbúin í slaginn, fólk viti það og treysti flokknum. „Kosningar í haust, kosningar í vetur, kosningar í vor - við erum einfaldlega tilbúin til að taka við stjórn landsins og setja málin í gang, láta verkin tala,“ segir hann. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Skoðanakannanir Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
„Við höfum fundið fyrir stórauknum stuðningi hjá fólkinu í landinu og þessar skoðanakannanir hygg ég að endurspegli það,“ segir Guðmundur Árni Stefánsson, varaformaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu. Tæp 29 prósent myndu kjósa Samfylkinguna ef gengið yrði til kosninga í dag samkvæmt nýjasta Þjóðarpúls Gallup. Samfylkingin er því ennþá stærsti flokkurinn á landinu samkvæmt skoðanakönnunum. Á sama tíma hefur stuðningur við ríkisstjórnina fallið. Guðmundur telur að rekja megi árangur Samfylkingarinnar til þess að flokkurinn hafi verið hófsamur í sinni framsetningu. Þau séu málefnaleg, án allra öfga og vilji styðja það sem vel er gert hjá ríkisstjórninni. „Sem er að vísu afar fátítt að gerist,“ segir Guðmundur. „Við viljum bara vinna fyrir fólkið í landinu. Til í kosningar hvenær sem er Ríkisstjórnin hefur mátt muna fífil sinn fegurri en alls mælist stuðningur við ríkisstjórnarflokkana samtals 36 prósent. Þá hefur mikið verið fjallað um titring innan ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkana sem virðist einungis hafa ágerst í sumar. Guðmundur segir að það sé ekki hægt að leyna því að ríkisstjórnin sé komin af fótum fram. „Hún veit það sjálf, fólkið í landinu veit það, hún er aðgerðalaus og eiginlega, ljótt að segja það, hálf lifandi dauð.“ Því sé Samfylkingin til í kosningar hvenær sem er. Flokkurinn sé tilbúinn að taka við stjórnartaumunum. „Hið fyrsta væri betra en við höfum alveg þolinmæði til þess að bíða líka. Við viljum einfaldlega vanda okkur og gera hlutina mjög vel þegar þar að kemur. Við erum tilbúin að taka við stjórn landsins.“ Stjórnarflokkarnir óttist kosningar Það er óhætt að segja að ríkisstjórnin hafi staðið á traustari fótum. Hún hefur þó ekki enn sprungið og er Guðmundur með kenningu um hvers vegna það sé. „Það má eiginlega segja það að það sé Samfylkingunni að kenna að ríkisstjórnin hangi saman því hún þorir auðvitað alls ekki í kosningar eins og sakir standa,“ segir Guðmundur. Hann tekur fram að skoðanakannanir séu þó bara skoðanakannanir og kosningar séu annað. Niðurstöður skoðanakannana séu þó sterkar vísbendingar og þær hafi verið viðvarandi síðustu mánuði. „Það er alveg rétt sem bent hefur verið á, að ríkisstjórnin getur varla dáið, þorir ekki í kosningar vegna þess að bæði er það að ráðherrastólarnir freista, það er sterkt límið í ráðherrastólunum. Hitt er að stjórnarflokkarnir þrír, allir þrír, eru óttaslegnir yfir því að fá afhroð í næstu kosningum.“ Guðmundur segir að Samfylkingin sé tilbúin í slaginn, fólk viti það og treysti flokknum. „Kosningar í haust, kosningar í vetur, kosningar í vor - við erum einfaldlega tilbúin til að taka við stjórn landsins og setja málin í gang, láta verkin tala,“ segir hann.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Skoðanakannanir Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira