„Þurfum greinilega að gera betur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. júlí 2023 20:48 Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm „Ég þarf engar ráðleggingar frá Sigmundi Davíð þó það sé alltaf gaman að hlusta á hann. Hann er svolítill spéfugl og hefur gaman af því að tala.“ Þetta segir Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins innt eftir viðbrögðum við ummælum formanns Miðflokksins, sem segir Sjálfstæðisflokkinn orðinn að „umbúðaflokki“. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var fjallað um óánægju áhrifamanna innan Sjálfstæðisflokksins með stjórnarsamstarfið og málamiðlanir í ríkisstjórninni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði fýlupúkafélag Sjálfstæðisflokksins vera mætt aftur, það er félagið sem kvartar og kvartar en geri aldrei neitt. Bryndís Haraldsdóttir ræddi ólgu innan flokks síns í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það eru áhrifamenn innan flokksins sem hafa stigið fram og viljað sjá okkur gera betur og ég bara tek það til mín sem þingmaður flokksins. Við þurfum greinilega að gera betur,“ segir Bryndís. „Því er ekki að leyna að við erum í sérstöku stjórnarsamstarfi þar sem við fáum ekki öll okkar mál í gegn. Við verðum samt að mun að ná mikilvægum málum í gegn, bara á síðustu árum. Meðal annars útlendingamálið margumrædda sem fór of seint í gegn. Við eigum eftir að sjá áhrif þess koma fram í stjórnkerfinu.“ Hún nefnir einnig rammaáætlun sem hafi verið samþykkt. Hún segir vit í stjórnarsamstarfinu en vill að flokkurinn standi sig betur til að tryggja „sjálfstæðisstefnuna“. Hvernig er hægt að lægja öldurnar? „Ég veit ekki hvort við þurfum að nota orðin „lægja öldurnar“. Við þurfum að tala saman og tala skýrt. Gera samstarfsflokkum okkar það ljóst að það eru nokkur mál sem við verðum að ná í gegn og verðum að sameinast um. Talandi um fýlupúkafélag þá er ég nú meira í bjartsýnisfélaginu og ég hef bara fulla trú á því að við í meirihlutanum getum náð utan um þessi verkefni,“ segir Bryndís að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var fjallað um óánægju áhrifamanna innan Sjálfstæðisflokksins með stjórnarsamstarfið og málamiðlanir í ríkisstjórninni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði fýlupúkafélag Sjálfstæðisflokksins vera mætt aftur, það er félagið sem kvartar og kvartar en geri aldrei neitt. Bryndís Haraldsdóttir ræddi ólgu innan flokks síns í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það eru áhrifamenn innan flokksins sem hafa stigið fram og viljað sjá okkur gera betur og ég bara tek það til mín sem þingmaður flokksins. Við þurfum greinilega að gera betur,“ segir Bryndís. „Því er ekki að leyna að við erum í sérstöku stjórnarsamstarfi þar sem við fáum ekki öll okkar mál í gegn. Við verðum samt að mun að ná mikilvægum málum í gegn, bara á síðustu árum. Meðal annars útlendingamálið margumrædda sem fór of seint í gegn. Við eigum eftir að sjá áhrif þess koma fram í stjórnkerfinu.“ Hún nefnir einnig rammaáætlun sem hafi verið samþykkt. Hún segir vit í stjórnarsamstarfinu en vill að flokkurinn standi sig betur til að tryggja „sjálfstæðisstefnuna“. Hvernig er hægt að lægja öldurnar? „Ég veit ekki hvort við þurfum að nota orðin „lægja öldurnar“. Við þurfum að tala saman og tala skýrt. Gera samstarfsflokkum okkar það ljóst að það eru nokkur mál sem við verðum að ná í gegn og verðum að sameinast um. Talandi um fýlupúkafélag þá er ég nú meira í bjartsýnisfélaginu og ég hef bara fulla trú á því að við í meirihlutanum getum náð utan um þessi verkefni,“ segir Bryndís að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Sjá meira