Nýr utanríkisráðherra Kína skipaður í dularfullri fjarveru þess gamla Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. júlí 2023 00:01 Wang Yi er bæði forveri og eftirmaður Qin Gang. AP Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, var í dag vikið úr embætti og nýr maður ráðinn í hans stað. Qin hefur ekki sést opinberlega í heilan mánuð og þykir fjarvera hans heldur dularfull. Hinn 57 ára gamli Qin Gang, tók við utanríkisráðuneytinu í desember í fyrra, eftir að hafa gegnt embætti sendiherra Kína í Washington. Ekki hefur sést opinberlega til hans síðan þann 25. júní, þegar hann tók á móti diplómötum sem voru að heimsækja Peking, segir í frétt Reuters. Ráðuneytið lýsti því yfir að hann væri frá vinnu vegna heilsufarsástæðna, en veitti ekki nánari upplýsingar. Kínversk yfirvöld hafa ekki gefið útskýringu á því hvers vegna Qin var vikið úr starfi. Ja Ian Chong, stjórnmálafræðingur við Alþjóðlega háskólann í Singapúr, segir skort á útskýringum af hálfu yfirvalda skapa fleiri spurningar en hann svarar. Wang Yi forveri og eftirmaður Fjarvera Qin er ekki sú fyrsta hjá kínverskum embættismanni sem enn hefur ekki verið útskýrð. Xiao Yaqing, fyrrverandi iðnaðarráðherra Kína hvarf af sjónarsviðinu í heilan mánuð í fyrra áður en í ljós kom að verið væri að rannsaka hann í tengslum við spillingu. Eftirmaður Qins er hinn 69 ára gamli Wang Yi, er einnog forveri hans. Wang gegndi embættinu á árunum 2013-2022 þar til Qin tók við keflinu. Í fjarveru Qin hefur Wang hlaupið í skarð hans, auk þess að sitja í embætti formanns utanríkismála hjá Kommúnistaflokknum. Kína Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Hinn 57 ára gamli Qin Gang, tók við utanríkisráðuneytinu í desember í fyrra, eftir að hafa gegnt embætti sendiherra Kína í Washington. Ekki hefur sést opinberlega til hans síðan þann 25. júní, þegar hann tók á móti diplómötum sem voru að heimsækja Peking, segir í frétt Reuters. Ráðuneytið lýsti því yfir að hann væri frá vinnu vegna heilsufarsástæðna, en veitti ekki nánari upplýsingar. Kínversk yfirvöld hafa ekki gefið útskýringu á því hvers vegna Qin var vikið úr starfi. Ja Ian Chong, stjórnmálafræðingur við Alþjóðlega háskólann í Singapúr, segir skort á útskýringum af hálfu yfirvalda skapa fleiri spurningar en hann svarar. Wang Yi forveri og eftirmaður Fjarvera Qin er ekki sú fyrsta hjá kínverskum embættismanni sem enn hefur ekki verið útskýrð. Xiao Yaqing, fyrrverandi iðnaðarráðherra Kína hvarf af sjónarsviðinu í heilan mánuð í fyrra áður en í ljós kom að verið væri að rannsaka hann í tengslum við spillingu. Eftirmaður Qins er hinn 69 ára gamli Wang Yi, er einnog forveri hans. Wang gegndi embættinu á árunum 2013-2022 þar til Qin tók við keflinu. Í fjarveru Qin hefur Wang hlaupið í skarð hans, auk þess að sitja í embætti formanns utanríkismála hjá Kommúnistaflokknum.
Kína Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira