„Eitthvað sem við munum aldrei gleyma“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. júlí 2023 09:00 Olga Ýr segist enn að átta sig á því sem gerðist. Haglélin hafi verið eins og golfkúlur að stærð og glerhörð. instagram/olgaýr Rúður brotnuðu, bílar skemmdust og fjöldi fólks slasaðist þegar haglélsstormur dundi yfir Norður-Ítalíu í fyrradag. Íslendingur á svæðinu segist enn vera að átta sig á því sem gerðist, höglin hafi verið á stærð við golfkúlur. Í myndbandsfréttinni sjáum við haglél dynja á bílrúðu hjá íslenskri fjölskyldu þegar harkalegur haglélsstormur dundi á Norður-Ítalíu í fyrradag með þeim afleiðingum að tjón varð á fjölda bíla og nokkrir sagðir slasaðir, enginn alvarlega. Olga Ýr Georgsdóttir er ein þeirra fjölmörgu Íslendinga sem staddir eru á svæðinu en hún segir að mánudagurinn hafi í fyrstu einkennst af sól og hita. Lognið á undan storminum. Um kvöldið hófst þrumuveður. „En síðan bara á einni mínútu byrjar þetta að vera eins og skotárás. Maður vissi ekki hvað var í gangi og líka bara að sjá þessa bolta skoppa út um allt. Maður vissi ekkert hvað máður átti að gera.“ Olga segir að haglélin hafi verið eins og golfkúlur að stærð og grjóthörð. „Þetta er stærðin á haglélinu og það er búið að bráðna smá. Þetta er galið,“ segir Olga í myndbandi þar sem hún heldur á hagléli og sýnir hversu hart það er. Fékk gat á hausinn „Síðan fórum við inn og mætum manni sem var allur í blóði. Hann hafði fengið gat á hausinn og það var lekandi blóð frá hausnum og niður á tær.“ Vinkona Olgu aðstoðaði manninn þar til sjúkrabíll mætti klukkutíma síðar. Haglélið hafi staðið stutt yfir en náð að valda miklum usla, sírenuvæl í sjúkrabílum hafi heyrst óma á götum úti og þjófavarnarkerfi bíla ílað langt fram eftir kvöldi. Olga segist enn vera að átta sig á því sem gerðist. Það sé mikið áfall að sjá hamfarahlýnunina með eigin augum. „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei og við munum aldrei gleyma, þetta er ótrúlegt.“ Veður Ítalía Íslendingar erlendis Loftslagsmál Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Haglél eyðilagði bílaleigubíla Íslendinga á Ítalíu Hópur Íslendinga lenti í haglélsstormi á Norður-Ítalíu í gær. Höglin voru á stærð við golfbolta og varð mikið tjón á bílaleigubílum hópsins. Tugir fólks hafa særst og að minnsta kosti tveir látist í stormum á Norður-Ítalíu undanfarið. 25. júlí 2023 12:04 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Í myndbandsfréttinni sjáum við haglél dynja á bílrúðu hjá íslenskri fjölskyldu þegar harkalegur haglélsstormur dundi á Norður-Ítalíu í fyrradag með þeim afleiðingum að tjón varð á fjölda bíla og nokkrir sagðir slasaðir, enginn alvarlega. Olga Ýr Georgsdóttir er ein þeirra fjölmörgu Íslendinga sem staddir eru á svæðinu en hún segir að mánudagurinn hafi í fyrstu einkennst af sól og hita. Lognið á undan storminum. Um kvöldið hófst þrumuveður. „En síðan bara á einni mínútu byrjar þetta að vera eins og skotárás. Maður vissi ekki hvað var í gangi og líka bara að sjá þessa bolta skoppa út um allt. Maður vissi ekkert hvað máður átti að gera.“ Olga segir að haglélin hafi verið eins og golfkúlur að stærð og grjóthörð. „Þetta er stærðin á haglélinu og það er búið að bráðna smá. Þetta er galið,“ segir Olga í myndbandi þar sem hún heldur á hagléli og sýnir hversu hart það er. Fékk gat á hausinn „Síðan fórum við inn og mætum manni sem var allur í blóði. Hann hafði fengið gat á hausinn og það var lekandi blóð frá hausnum og niður á tær.“ Vinkona Olgu aðstoðaði manninn þar til sjúkrabíll mætti klukkutíma síðar. Haglélið hafi staðið stutt yfir en náð að valda miklum usla, sírenuvæl í sjúkrabílum hafi heyrst óma á götum úti og þjófavarnarkerfi bíla ílað langt fram eftir kvöldi. Olga segist enn vera að átta sig á því sem gerðist. Það sé mikið áfall að sjá hamfarahlýnunina með eigin augum. „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei og við munum aldrei gleyma, þetta er ótrúlegt.“
Veður Ítalía Íslendingar erlendis Loftslagsmál Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Haglél eyðilagði bílaleigubíla Íslendinga á Ítalíu Hópur Íslendinga lenti í haglélsstormi á Norður-Ítalíu í gær. Höglin voru á stærð við golfbolta og varð mikið tjón á bílaleigubílum hópsins. Tugir fólks hafa særst og að minnsta kosti tveir látist í stormum á Norður-Ítalíu undanfarið. 25. júlí 2023 12:04 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
Haglél eyðilagði bílaleigubíla Íslendinga á Ítalíu Hópur Íslendinga lenti í haglélsstormi á Norður-Ítalíu í gær. Höglin voru á stærð við golfbolta og varð mikið tjón á bílaleigubílum hópsins. Tugir fólks hafa særst og að minnsta kosti tveir látist í stormum á Norður-Ítalíu undanfarið. 25. júlí 2023 12:04