Vinsælu tjaldsvæði við Seljalandsfoss lokað Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. júlí 2023 06:46 Tjaldstæðið við Hamragarða rétt hjá Seljalandsfossi hefur um árabil verið eitt vinsælasta tjaldstæði landsins. Sögu þess er lokið. Vísir/Vilhelm Vinsælu tjaldsvæði við Hamragarða, rétt hjá Seljalandsfossi, hefur verið lokað. Þá er umferð þeirra sem heimsækja Gljúfrabúa beint á bílastæðið við Seljalandsfoss. Veginum að fossinum var lokað um stund í gær eftir að rúta fór þar út af veginum. „Í skipulagi sem var samþykkt 2019 var gert ráð fyrir því að tjaldsvæðið yrði víkjandi. Og svo er í plönum sveitarfélagsins og landeigenda að byggja upp svæðið upp í sameiningu og að gamli Hamragarðarbærinn gangi í endurnýjun lífdaga og verði allur byggður upp,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra í samtali við Vísi. Hann segir að ekki hafi þótt ástæða til á sínum tíma að sveitarfélagið stæði í slíkum tjaldsvæðarekstri. Þeim rekstri hafi verið beint annað. „Auðvitað var þetta æðislegt tjaldsvæði en það er upp á ásýnd svæðisins er náttúrulega líka gott að vera laus við húsbílana og tjöldin þarna, af því að þá nýtur svæðið sín náttúrulega miklu betur.“ Hann segir skipulagsbreytingar við Seljalandsfoss vera verk í vinnslu. Þar þurfi að ná utan um verkefnið og þá sé gert sé ráð fyrir því að þeir sem heimsæki Gljúfrabúa leggi bílum sínum við Seljalandsfoss. „Af því að það er engin þjónusta eftir við hin bílastæðin við Gljúfrabúa. Þetta var allt í lagi á meðan þar var enn þjónusta og klósettin opin. En við lendum í vandræðum ef við missum alla bílaumferð þangað af því að þar er engin aðstaða fyrir fólk.“ Vegalokunin vakti mikla athygli en um tímabundna ráðstöfun var um að ræða, jafnvel þó að tjaldsvæðinu við Hamragarða hafi verið lokað. Vegurinn opinn að nýju Leiðsögumenn urðu þess varir í gær að veginum að Gljúfrabúa hafði verið lokað með plastborða. Heitar umræður sköpuðust um lokunina inni á Facebook hópi leiðsögumanna, hópstjóra og fararstjóra þar sem stéttin velti vöngum yfir því hver stendur að lokuninni. Lokunin féll í grýttan jarðveg og veltu leiðsögumenn því upp hvort leyfi hafi fengist hjá Vegagerðinni fyrir lokuninni. „Ég fékk útskýringar á þessari lokun,“ segir Anton. „Ekki var um neina „harða“ lokun að ræða. Gulur borði var strengdur upp á meðan var verið að vinna að því að losa upp rútu sem þarna fór út af. Skilst að borðinn hafi verið tekinn niður.“ Hann segir að sér sé ekki kunnugt um að slys hafi orðið á fólki vegna rútuslyssins. Um smávægilegt atvik hafi verið að ræða. Sér sé ekki kunnugt um að algengt sé að veginum sé lokað með þessum hætti. Í svörum frá Vegagerðinni vegna málsins kemur fram að Vegagerðin sé ekki veghaldi að umræddum vegi, eins og því er lýst. Vegurinn er í eigu sveitarfélagsins og er sem slíkur einkavegur, sem þýðir að eiganda er heimilt að loka veginum fyrir umferð almennings. „Rétt vestan við veginn sem lokað var er Þórsmerkurvegur (249) sem liggur frá Hringveginum inn í Þórsmörk. Sá vegur er þjóðvegur og er ætlaður almenningi til frjálsrar umferðar.“ Rangárþing eystra Tjaldsvæði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
„Í skipulagi sem var samþykkt 2019 var gert ráð fyrir því að tjaldsvæðið yrði víkjandi. Og svo er í plönum sveitarfélagsins og landeigenda að byggja upp svæðið upp í sameiningu og að gamli Hamragarðarbærinn gangi í endurnýjun lífdaga og verði allur byggður upp,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra í samtali við Vísi. Hann segir að ekki hafi þótt ástæða til á sínum tíma að sveitarfélagið stæði í slíkum tjaldsvæðarekstri. Þeim rekstri hafi verið beint annað. „Auðvitað var þetta æðislegt tjaldsvæði en það er upp á ásýnd svæðisins er náttúrulega líka gott að vera laus við húsbílana og tjöldin þarna, af því að þá nýtur svæðið sín náttúrulega miklu betur.“ Hann segir skipulagsbreytingar við Seljalandsfoss vera verk í vinnslu. Þar þurfi að ná utan um verkefnið og þá sé gert sé ráð fyrir því að þeir sem heimsæki Gljúfrabúa leggi bílum sínum við Seljalandsfoss. „Af því að það er engin þjónusta eftir við hin bílastæðin við Gljúfrabúa. Þetta var allt í lagi á meðan þar var enn þjónusta og klósettin opin. En við lendum í vandræðum ef við missum alla bílaumferð þangað af því að þar er engin aðstaða fyrir fólk.“ Vegalokunin vakti mikla athygli en um tímabundna ráðstöfun var um að ræða, jafnvel þó að tjaldsvæðinu við Hamragarða hafi verið lokað. Vegurinn opinn að nýju Leiðsögumenn urðu þess varir í gær að veginum að Gljúfrabúa hafði verið lokað með plastborða. Heitar umræður sköpuðust um lokunina inni á Facebook hópi leiðsögumanna, hópstjóra og fararstjóra þar sem stéttin velti vöngum yfir því hver stendur að lokuninni. Lokunin féll í grýttan jarðveg og veltu leiðsögumenn því upp hvort leyfi hafi fengist hjá Vegagerðinni fyrir lokuninni. „Ég fékk útskýringar á þessari lokun,“ segir Anton. „Ekki var um neina „harða“ lokun að ræða. Gulur borði var strengdur upp á meðan var verið að vinna að því að losa upp rútu sem þarna fór út af. Skilst að borðinn hafi verið tekinn niður.“ Hann segir að sér sé ekki kunnugt um að slys hafi orðið á fólki vegna rútuslyssins. Um smávægilegt atvik hafi verið að ræða. Sér sé ekki kunnugt um að algengt sé að veginum sé lokað með þessum hætti. Í svörum frá Vegagerðinni vegna málsins kemur fram að Vegagerðin sé ekki veghaldi að umræddum vegi, eins og því er lýst. Vegurinn er í eigu sveitarfélagsins og er sem slíkur einkavegur, sem þýðir að eiganda er heimilt að loka veginum fyrir umferð almennings. „Rétt vestan við veginn sem lokað var er Þórsmerkurvegur (249) sem liggur frá Hringveginum inn í Þórsmörk. Sá vegur er þjóðvegur og er ætlaður almenningi til frjálsrar umferðar.“
Rangárþing eystra Tjaldsvæði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira