Vinsælu tjaldsvæði við Seljalandsfoss lokað Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. júlí 2023 06:46 Tjaldstæðið við Hamragarða rétt hjá Seljalandsfossi hefur um árabil verið eitt vinsælasta tjaldstæði landsins. Sögu þess er lokið. Vísir/Vilhelm Vinsælu tjaldsvæði við Hamragarða, rétt hjá Seljalandsfossi, hefur verið lokað. Þá er umferð þeirra sem heimsækja Gljúfrabúa beint á bílastæðið við Seljalandsfoss. Veginum að fossinum var lokað um stund í gær eftir að rúta fór þar út af veginum. „Í skipulagi sem var samþykkt 2019 var gert ráð fyrir því að tjaldsvæðið yrði víkjandi. Og svo er í plönum sveitarfélagsins og landeigenda að byggja upp svæðið upp í sameiningu og að gamli Hamragarðarbærinn gangi í endurnýjun lífdaga og verði allur byggður upp,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra í samtali við Vísi. Hann segir að ekki hafi þótt ástæða til á sínum tíma að sveitarfélagið stæði í slíkum tjaldsvæðarekstri. Þeim rekstri hafi verið beint annað. „Auðvitað var þetta æðislegt tjaldsvæði en það er upp á ásýnd svæðisins er náttúrulega líka gott að vera laus við húsbílana og tjöldin þarna, af því að þá nýtur svæðið sín náttúrulega miklu betur.“ Hann segir skipulagsbreytingar við Seljalandsfoss vera verk í vinnslu. Þar þurfi að ná utan um verkefnið og þá sé gert sé ráð fyrir því að þeir sem heimsæki Gljúfrabúa leggi bílum sínum við Seljalandsfoss. „Af því að það er engin þjónusta eftir við hin bílastæðin við Gljúfrabúa. Þetta var allt í lagi á meðan þar var enn þjónusta og klósettin opin. En við lendum í vandræðum ef við missum alla bílaumferð þangað af því að þar er engin aðstaða fyrir fólk.“ Vegalokunin vakti mikla athygli en um tímabundna ráðstöfun var um að ræða, jafnvel þó að tjaldsvæðinu við Hamragarða hafi verið lokað. Vegurinn opinn að nýju Leiðsögumenn urðu þess varir í gær að veginum að Gljúfrabúa hafði verið lokað með plastborða. Heitar umræður sköpuðust um lokunina inni á Facebook hópi leiðsögumanna, hópstjóra og fararstjóra þar sem stéttin velti vöngum yfir því hver stendur að lokuninni. Lokunin féll í grýttan jarðveg og veltu leiðsögumenn því upp hvort leyfi hafi fengist hjá Vegagerðinni fyrir lokuninni. „Ég fékk útskýringar á þessari lokun,“ segir Anton. „Ekki var um neina „harða“ lokun að ræða. Gulur borði var strengdur upp á meðan var verið að vinna að því að losa upp rútu sem þarna fór út af. Skilst að borðinn hafi verið tekinn niður.“ Hann segir að sér sé ekki kunnugt um að slys hafi orðið á fólki vegna rútuslyssins. Um smávægilegt atvik hafi verið að ræða. Sér sé ekki kunnugt um að algengt sé að veginum sé lokað með þessum hætti. Í svörum frá Vegagerðinni vegna málsins kemur fram að Vegagerðin sé ekki veghaldi að umræddum vegi, eins og því er lýst. Vegurinn er í eigu sveitarfélagsins og er sem slíkur einkavegur, sem þýðir að eiganda er heimilt að loka veginum fyrir umferð almennings. „Rétt vestan við veginn sem lokað var er Þórsmerkurvegur (249) sem liggur frá Hringveginum inn í Þórsmörk. Sá vegur er þjóðvegur og er ætlaður almenningi til frjálsrar umferðar.“ Rangárþing eystra Tjaldsvæði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Setur útlendingum sem sækja nám strangari skilyrði Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Sjá meira
„Í skipulagi sem var samþykkt 2019 var gert ráð fyrir því að tjaldsvæðið yrði víkjandi. Og svo er í plönum sveitarfélagsins og landeigenda að byggja upp svæðið upp í sameiningu og að gamli Hamragarðarbærinn gangi í endurnýjun lífdaga og verði allur byggður upp,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra í samtali við Vísi. Hann segir að ekki hafi þótt ástæða til á sínum tíma að sveitarfélagið stæði í slíkum tjaldsvæðarekstri. Þeim rekstri hafi verið beint annað. „Auðvitað var þetta æðislegt tjaldsvæði en það er upp á ásýnd svæðisins er náttúrulega líka gott að vera laus við húsbílana og tjöldin þarna, af því að þá nýtur svæðið sín náttúrulega miklu betur.“ Hann segir skipulagsbreytingar við Seljalandsfoss vera verk í vinnslu. Þar þurfi að ná utan um verkefnið og þá sé gert sé ráð fyrir því að þeir sem heimsæki Gljúfrabúa leggi bílum sínum við Seljalandsfoss. „Af því að það er engin þjónusta eftir við hin bílastæðin við Gljúfrabúa. Þetta var allt í lagi á meðan þar var enn þjónusta og klósettin opin. En við lendum í vandræðum ef við missum alla bílaumferð þangað af því að þar er engin aðstaða fyrir fólk.“ Vegalokunin vakti mikla athygli en um tímabundna ráðstöfun var um að ræða, jafnvel þó að tjaldsvæðinu við Hamragarða hafi verið lokað. Vegurinn opinn að nýju Leiðsögumenn urðu þess varir í gær að veginum að Gljúfrabúa hafði verið lokað með plastborða. Heitar umræður sköpuðust um lokunina inni á Facebook hópi leiðsögumanna, hópstjóra og fararstjóra þar sem stéttin velti vöngum yfir því hver stendur að lokuninni. Lokunin féll í grýttan jarðveg og veltu leiðsögumenn því upp hvort leyfi hafi fengist hjá Vegagerðinni fyrir lokuninni. „Ég fékk útskýringar á þessari lokun,“ segir Anton. „Ekki var um neina „harða“ lokun að ræða. Gulur borði var strengdur upp á meðan var verið að vinna að því að losa upp rútu sem þarna fór út af. Skilst að borðinn hafi verið tekinn niður.“ Hann segir að sér sé ekki kunnugt um að slys hafi orðið á fólki vegna rútuslyssins. Um smávægilegt atvik hafi verið að ræða. Sér sé ekki kunnugt um að algengt sé að veginum sé lokað með þessum hætti. Í svörum frá Vegagerðinni vegna málsins kemur fram að Vegagerðin sé ekki veghaldi að umræddum vegi, eins og því er lýst. Vegurinn er í eigu sveitarfélagsins og er sem slíkur einkavegur, sem þýðir að eiganda er heimilt að loka veginum fyrir umferð almennings. „Rétt vestan við veginn sem lokað var er Þórsmerkurvegur (249) sem liggur frá Hringveginum inn í Þórsmörk. Sá vegur er þjóðvegur og er ætlaður almenningi til frjálsrar umferðar.“
Rangárþing eystra Tjaldsvæði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Setur útlendingum sem sækja nám strangari skilyrði Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Sjá meira